Innanríkisráðherra vill að fólk ráði nöfnum barna sinna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2015 21:03 Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort þörf sé á að endurskoða lög um mannanöfn og biðlar til almennings að koma sínum sjónarmiðum um mannanafnalög á framfæri. Innanríkisráðherra er opinn fyrir breytingum á lögunum. Mannanafnalög hafa verið í gildi hér á landi allt frá árinu 1914, en í þeim er meðal annars kveðið á um störfn mannanafnanefndar sem meðal annars hefur það hlutverk að skera úr álita eða ágreiningsmálum sem kunna að koma upp um nafngjafir og nafnritun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nú sé komin tími til að ræða breytingar í málaflokknum. „Ég er mjög þeirrar skoðunar að fólk eigi nú að ráða sínum málum sjálft og hafa frelsi til þess að velja nöfn á börnin sín,“ segir hún. Almenningi gefst frá og með deginum í dag kostur á að segja senda sína rökstuddu skoðun á mannanafnalögum til innanríkisráðuneytisins. Verða helstu niðurstöður svo nýttar við mat á því hvort lagðar verði til breytingar á gildandi lögum, sem Ólöf segist vera opin að verði breytt. „Við erum opin fyrir breytingum en það togast samt alltaf á í mér ákveðin íhaldssemi og þessi grundvallarskoðun mín að við eigum að fá að ráða okkur sjálf,“ bætir hún við.En er réttlætanlegt árið 2015 að fjölskyldur séu að fá dagsektir þegar barnið þeirra heitir ekki eitthvað sem ríkinu þóknast?„Þetta er bara að lögum og það er ekki að ástæðulausu sem ég er að setja þetta á dagskrá, það er af því að er ég sjálf þeirrar skoðunar að það sé ástæða til að endurskoða þetta,“ segir innanríkisráðherra. Mannanöfn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort þörf sé á að endurskoða lög um mannanöfn og biðlar til almennings að koma sínum sjónarmiðum um mannanafnalög á framfæri. Innanríkisráðherra er opinn fyrir breytingum á lögunum. Mannanafnalög hafa verið í gildi hér á landi allt frá árinu 1914, en í þeim er meðal annars kveðið á um störfn mannanafnanefndar sem meðal annars hefur það hlutverk að skera úr álita eða ágreiningsmálum sem kunna að koma upp um nafngjafir og nafnritun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nú sé komin tími til að ræða breytingar í málaflokknum. „Ég er mjög þeirrar skoðunar að fólk eigi nú að ráða sínum málum sjálft og hafa frelsi til þess að velja nöfn á börnin sín,“ segir hún. Almenningi gefst frá og með deginum í dag kostur á að segja senda sína rökstuddu skoðun á mannanafnalögum til innanríkisráðuneytisins. Verða helstu niðurstöður svo nýttar við mat á því hvort lagðar verði til breytingar á gildandi lögum, sem Ólöf segist vera opin að verði breytt. „Við erum opin fyrir breytingum en það togast samt alltaf á í mér ákveðin íhaldssemi og þessi grundvallarskoðun mín að við eigum að fá að ráða okkur sjálf,“ bætir hún við.En er réttlætanlegt árið 2015 að fjölskyldur séu að fá dagsektir þegar barnið þeirra heitir ekki eitthvað sem ríkinu þóknast?„Þetta er bara að lögum og það er ekki að ástæðulausu sem ég er að setja þetta á dagskrá, það er af því að er ég sjálf þeirrar skoðunar að það sé ástæða til að endurskoða þetta,“ segir innanríkisráðherra.
Mannanöfn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira