Sport

Egill og Birgir með rothögg eftir örfáar sekúndur | Myndband

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Egill klárar sinn bardaga eftir örfáar sekúndur.
Egill klárar sinn bardaga eftir örfáar sekúndur. Páll Bergmann
Mjölnismennirnir Egill Øydvin Hjördísarson og Birgir Örn Tómasson sigruðu báðir sína MMA-bardaga sannfærandi í kvöld á bardagakvöldi í Doncaster. Það tók Egil ekki nema sjö sekúndur að klára bardaga sinn.

Þeir Egill og Birgir kepptu í MMA og voru báðir skemur en mínútu með sína bardaga. Diego Björn Valencia keppti í sparkboxi en þurfti að lúta í lægra haldi eftir klofna dómaraákvörðun.

Egill mætti heimamanninum Matt Hogdson en þetta var þriðji MMA bardagi Egils. Egill var snöggur að afgreiða bardagann og rotaði Hogson eftir aðeins sjö sekúndur með hásparki í höfuð Hogdson. Egill hefur sigrað alla þrjá bardaga sína og á bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni.

Birgir Örn Tómasson sigraði sinn bardaga eftir aðeins 48 sekúndur eftir skrokkhögg. Þetta var þriðji sigur Birgis og hafa þeir allir komið eftir rothögg.

MMA

Tengdar fréttir

Mjölnismenn berjast í kvöld

Mjölnismennirnir Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia berjast allir á bardagakvöldi í Doncaster í kvöld. Egill og Birgir keppa í MMA en Diego í sparkboxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×