RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Karl Lúðvíksson skrifar 26. mars 2015 09:57 RISE Fluguveiði kvikmyndahátíðin hefst í kvöld og það er víst að margir veiðimenn bíða með óþreyju eftir því að sjá myndirnar sem boðið verður upp á. Þróunin í kvikmyndatækni er orðin slík að kvikmyndatakan í þessum myndum er nánast skilgreind sem list út af fyrir sig. Sum skotin sem nást á mynd eru svo ótrúleg að það mætti halda að fiskinum væri leikstýrt en árangur tökuliðs í þessum myndum byggir ekki á neinu öðru en góðu skipulagi og auðvitað slatta af þolinmæði með dass af heppni. Þau erlendu tökulið sem hafa komið til Íslands til að mynda hafa hrósað leiðsögumönnum í hástert fyrir það hvað þeir þekkja árnar ótrúlega vel og vita upp á hár hvaða flugur þarf til að koma fiskinum upp úr ánni og í mynd, helst með sem mestum tilþrifum. Fimm fluguveiðikvikmyndir verða sýndar í sérstakri viðhafnarútgáfu í um 100 mínútur af flottustu fluguveiði ársins. Myndirnar eru Yow - Icelandic for yes, Backcountry - North Island, Those moments, Carpland og Out of Touch. Í ár verður kvikmyndahátíðin með íslenskum texta.Á undan hátíðinni verður haldin veiðisýning í anddyri Háskólabíó frá kl. 18 - 22. Saman verða komin öll helstu fyrirtæki í stangveiði á Íslandi að sýna vörur sínar og þjónustu og ræða við gesti og gangandi. Villibráðarsmakk, fyrirlestrar, veiðileyfi, veiðivörur, veiði erlendis og hinn heimsfrægi fluguhnýtari Davie McPhail verður að sýna fluguhnýtingar. Viðburður sem engin áhugamanneskja um stangveiði ætti að láta framhjá sér fara. ATH! Frítt inn. Stangveiði Mest lesið Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Magnaðar veiðitölur í Urriðafossi Veiði Með Veiðikortið í vasanum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði
RISE Fluguveiði kvikmyndahátíðin hefst í kvöld og það er víst að margir veiðimenn bíða með óþreyju eftir því að sjá myndirnar sem boðið verður upp á. Þróunin í kvikmyndatækni er orðin slík að kvikmyndatakan í þessum myndum er nánast skilgreind sem list út af fyrir sig. Sum skotin sem nást á mynd eru svo ótrúleg að það mætti halda að fiskinum væri leikstýrt en árangur tökuliðs í þessum myndum byggir ekki á neinu öðru en góðu skipulagi og auðvitað slatta af þolinmæði með dass af heppni. Þau erlendu tökulið sem hafa komið til Íslands til að mynda hafa hrósað leiðsögumönnum í hástert fyrir það hvað þeir þekkja árnar ótrúlega vel og vita upp á hár hvaða flugur þarf til að koma fiskinum upp úr ánni og í mynd, helst með sem mestum tilþrifum. Fimm fluguveiðikvikmyndir verða sýndar í sérstakri viðhafnarútgáfu í um 100 mínútur af flottustu fluguveiði ársins. Myndirnar eru Yow - Icelandic for yes, Backcountry - North Island, Those moments, Carpland og Out of Touch. Í ár verður kvikmyndahátíðin með íslenskum texta.Á undan hátíðinni verður haldin veiðisýning í anddyri Háskólabíó frá kl. 18 - 22. Saman verða komin öll helstu fyrirtæki í stangveiði á Íslandi að sýna vörur sínar og þjónustu og ræða við gesti og gangandi. Villibráðarsmakk, fyrirlestrar, veiðileyfi, veiðivörur, veiði erlendis og hinn heimsfrægi fluguhnýtari Davie McPhail verður að sýna fluguhnýtingar. Viðburður sem engin áhugamanneskja um stangveiði ætti að láta framhjá sér fara. ATH! Frítt inn.
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Magnaðar veiðitölur í Urriðafossi Veiði Með Veiðikortið í vasanum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði