Tvöfalda þarf hótelrými á 7 árum Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2015 08:44 Grafík/GarðarSvavar Ef spá Landsbankans um þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi gengur eftir þarf að fjölga hótelherbergjum í Reykjavík um 600 á ári frá árinu 2016 til 2022. Fjölgun hótelherbergja á þessum sjö árum þarf því að samsvara allri uppbyggingu hótela í Reykjavík frá upphafi og til ársloka 2015. Á ráðstefnu Landsbankans um stöðu og horfur í ferðaþjónustu, undir yfirskriftinni Eru milljón ferðamenn vandamál?, ræddi Davíð Björnsson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði bankans, um hvort komið sé nóg af hótelum í Reykjavík og hver þörfin fyrir uppbyggingu hótela í Reykjavík er á næstu árum, og er ofantalið meðal niðurstaðna hans.Fljótlega 1,5 milljónir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári; 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017.Hóflegar spár Davíð lagði út frá þessum tölum í greiningu sinni á uppbyggingu gistiaðstöðu í Reykjavík og benti á að herbergjum í Reykjavík, á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum, hafði fjölgað úr 1.500 árið 2000 í 2.700 árið 2010. Þau verða 4.000 í árslok, og því nemur fjölgunin á þessu tímabilinu 2010 til 2015 1.300 hótelherbergjum, eða að meðaltali 260 herbergjum á ári. „Mörgum hefur þótt nóg um þessa fjölgun og velt því fyrir sér hvort hún sé of mikil,“ sagði Davíð en sú uppbygging gistiaðstöðu sem hann nefndi frá árinu 2000, og er í farvatninu á allra næstu árum, fer ekki svo mikið sem nálægt því að halda í við ferðamannastrauminn – eða sprenginguna sem er staðreynd síðustu árin. „Ég miða síðan við spá Hagfræðideildar Landsbankans um 15% vöxt á árinu 2016 og 8% vöxt árið 2017. Til að nota eitthvað miðaði ég síðan við að árlegur vöxtur eftir árið 2017 verði áfram 8%. Ég held að flestir geti verið sammála um að þessi spá sé fremur hófleg, a.m.k. sé hún borin saman við þá sprengingu, sem við höfum orðið vitni að á síðustu fimm árum,“ sagði Davíð og miðað við tölfræðina til 2017 verða ferðamenn orðnir tvær milljónir talsins árið 2021. Þörf fyrir ný hótelherbergi byggir Davíð á þessum forsendum. „Ég geng út frá því í þessum útreikningum að nýting hótelherbergja í Reykjavík verði að meðaltali 75%, sem er mjög hátt, og töluvert yfir langtímajafnvægi, en þó lægri en við höfum séð frá og með árinu 2012. Í árslok 2015 verða um 4.000 hótelherbergi í Reykjavík, en þyrftu að vera 440 fleiri miðað við þessar forsendur. Við sjáum að í lok þessa spátímabils, í árslok 2022, þyrftu hótelherbergi í Reykjavík að vera 8.100 talsins miðað við sömu forsendur.“ 600 herbergi á ári Eins og Davíð bendir réttilega á opinberast í tölum hans sú staðreynd að fjölga þarf um tæplega 600 hótelherbergi á ári á árabilinu 2016 til 2022. „Til að setja þetta í samhengi þyrfti að reisa ný hótel á næstu sjö árum, sem rúmuðu jafn mörg herbergi og öll hótel í Reykjavík, sem byggð voru eða tekin verða í notkun í Reykjavík til ársloka 2015,“ sagði Davíð og bætti við að það sé mat Landsbankans að ekki náist að anna þessu framboði, sér í lagi á fyrri hluta tímabilsins en að framboð geti aukist frá og með árinu 2018. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru tiltölulega fá ný hótelverkefni í farvatninu sem stendur, upplýsti Davíð en tvö til fjögur ár líða yfirleitt áður en hugmynd er þróuð þangað til hótel rís.Gríðarleg fjárfesting Um gríðarlega fjárfestingu er að ræða ef Davíð reynist sannspár um þörf og uppbyggingu næstu ára. Algengt er að stofnkostnaður við nýtt hótelherbergi sé á bilinu 18 til 20 milljónir króna og því er hér um að ræða árlega fjárfestingarþörf á bilinu 11 til 12 milljarðar króna á ári, eða allt að 80 milljarðar á tímabilinu 2016 til 2022. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ef spá Landsbankans um þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi gengur eftir þarf að fjölga hótelherbergjum í Reykjavík um 600 á ári frá árinu 2016 til 2022. Fjölgun hótelherbergja á þessum sjö árum þarf því að samsvara allri uppbyggingu hótela í Reykjavík frá upphafi og til ársloka 2015. Á ráðstefnu Landsbankans um stöðu og horfur í ferðaþjónustu, undir yfirskriftinni Eru milljón ferðamenn vandamál?, ræddi Davíð Björnsson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði bankans, um hvort komið sé nóg af hótelum í Reykjavík og hver þörfin fyrir uppbyggingu hótela í Reykjavík er á næstu árum, og er ofantalið meðal niðurstaðna hans.Fljótlega 1,5 milljónir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári; 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017.Hóflegar spár Davíð lagði út frá þessum tölum í greiningu sinni á uppbyggingu gistiaðstöðu í Reykjavík og benti á að herbergjum í Reykjavík, á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum, hafði fjölgað úr 1.500 árið 2000 í 2.700 árið 2010. Þau verða 4.000 í árslok, og því nemur fjölgunin á þessu tímabilinu 2010 til 2015 1.300 hótelherbergjum, eða að meðaltali 260 herbergjum á ári. „Mörgum hefur þótt nóg um þessa fjölgun og velt því fyrir sér hvort hún sé of mikil,“ sagði Davíð en sú uppbygging gistiaðstöðu sem hann nefndi frá árinu 2000, og er í farvatninu á allra næstu árum, fer ekki svo mikið sem nálægt því að halda í við ferðamannastrauminn – eða sprenginguna sem er staðreynd síðustu árin. „Ég miða síðan við spá Hagfræðideildar Landsbankans um 15% vöxt á árinu 2016 og 8% vöxt árið 2017. Til að nota eitthvað miðaði ég síðan við að árlegur vöxtur eftir árið 2017 verði áfram 8%. Ég held að flestir geti verið sammála um að þessi spá sé fremur hófleg, a.m.k. sé hún borin saman við þá sprengingu, sem við höfum orðið vitni að á síðustu fimm árum,“ sagði Davíð og miðað við tölfræðina til 2017 verða ferðamenn orðnir tvær milljónir talsins árið 2021. Þörf fyrir ný hótelherbergi byggir Davíð á þessum forsendum. „Ég geng út frá því í þessum útreikningum að nýting hótelherbergja í Reykjavík verði að meðaltali 75%, sem er mjög hátt, og töluvert yfir langtímajafnvægi, en þó lægri en við höfum séð frá og með árinu 2012. Í árslok 2015 verða um 4.000 hótelherbergi í Reykjavík, en þyrftu að vera 440 fleiri miðað við þessar forsendur. Við sjáum að í lok þessa spátímabils, í árslok 2022, þyrftu hótelherbergi í Reykjavík að vera 8.100 talsins miðað við sömu forsendur.“ 600 herbergi á ári Eins og Davíð bendir réttilega á opinberast í tölum hans sú staðreynd að fjölga þarf um tæplega 600 hótelherbergi á ári á árabilinu 2016 til 2022. „Til að setja þetta í samhengi þyrfti að reisa ný hótel á næstu sjö árum, sem rúmuðu jafn mörg herbergi og öll hótel í Reykjavík, sem byggð voru eða tekin verða í notkun í Reykjavík til ársloka 2015,“ sagði Davíð og bætti við að það sé mat Landsbankans að ekki náist að anna þessu framboði, sér í lagi á fyrri hluta tímabilsins en að framboð geti aukist frá og með árinu 2018. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru tiltölulega fá ný hótelverkefni í farvatninu sem stendur, upplýsti Davíð en tvö til fjögur ár líða yfirleitt áður en hugmynd er þróuð þangað til hótel rís.Gríðarleg fjárfesting Um gríðarlega fjárfestingu er að ræða ef Davíð reynist sannspár um þörf og uppbyggingu næstu ára. Algengt er að stofnkostnaður við nýtt hótelherbergi sé á bilinu 18 til 20 milljónir króna og því er hér um að ræða árlega fjárfestingarþörf á bilinu 11 til 12 milljarðar króna á ári, eða allt að 80 milljarðar á tímabilinu 2016 til 2022.
Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira