Hollendingurinn Arjen Robben verður frá næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að hann reif magavöðva í 2-0 tapi Bayern gegn Gladbach um helgina.
Þetta er mikið áfall fyrir Bayern enda hafði Robben verið meðal bestu leikmanna liðsins. Nú er ljóst að hann missir af leikjum Bayern gegn Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.
Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Robben gæti verið frá í allt að tvo mánuði og að því sé þátttaka hans í undanúrslitum keppninnar, komist Bayern þangað, einnig í hættu.
Bayern er með tíu stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar en Robben missir líklega af næstu fimm leikjum liðsins í henni, hið minnsta. Þá er baráttu hans við Alex Meier, leikmann Frankfurt, um markakóngstitilinn væntanlega lokið en Meier hefur nú tveggja marka forystu á Hollendinginn.
„Þetta er afar súrt enda var Arjen í heimsklassaformi. Það er mjög erfitt að fylla í skarð slíks leikmanns,“ sagði Matthias Sammer, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern.
Robben missir af leikjunum gegn Porto

Tengdar fréttir

Robben frá í nokkrar vikur | Sjáðu klaufaleg mistök Neuer
Bayern München átti erfiða helgi og tapaði sínum fyrsta heimaleik í ellefu mánuði.