Verkfallsdeilan enn óleyst á RÚV: Landsleikurinn í uppnámi Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2015 14:58 Íslenska karlalandsliðið mætir Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á laugardag en óvíst er hvort sýnt verður frá leiknum í Sjónvarpinu vegna verkfalls tæknimanna. Vísir Það stefnir allt í verkfall tæknimanna á Ríkisútvarpinu næstkomandi fimmtudag sem mun standa yfir til sunnudags. Tæknimennirnir boðuðu til aðgerðanna í síðustu viku en ef verkfallið skellur verður engin útsending hjá RÚV nema ef um „sjálfkeyrða“ dagskrárliði er að ræða. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður framkvæmdastjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands en hann fer fyrir samningaviðræðum tæknimanna RÚV við Samtök atvinnulífsins. „Það stefnir allt í verkfall. Það þokaðist ekkert áfram á fundinum í dag og það er ennþá þannig að Samtök atvinnulífsins hafna að gera sérkjarasamning við tæknimenn RÚV,“ segir Kristján Þórður. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar stefnt þessari deilu fyrir Félagsdóm og vilja meina að boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna Ríkisútvarpsins séu ólöglegar. Kristján Þórður er ekki sammála því mati samtakanna en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu á miðvikudag. „Það má fer bara sína leið þar í dómskerfinu en mér sýnist að það muni ekki hafa nein áhrif á framgang málsins. Ef félagsdómurinn metur verkfallsaðgerðirnar ólöglegar þá frestast þær aðeins en ég tel nú ekki miklar líkur á því.“ Boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna RÚV munu hafa ýmsar afleiðingar. Útsending Sjónvarpsins fellur til að mynda alfarið niður ef tæknimennirnir eru ekki við störf og það mun væntanlega hafa þær afleiðingar að ekki verður sýnt frá landsleik karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn liði Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins á laugardag í Sjónvarpinu. Á Rás 2 og 1 verður einhver röskun fyrir utan þá dagskrárliði sem eru „sjálfkeyrðir“ eins og það er kallað. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Það stefnir allt í verkfall tæknimanna á Ríkisútvarpinu næstkomandi fimmtudag sem mun standa yfir til sunnudags. Tæknimennirnir boðuðu til aðgerðanna í síðustu viku en ef verkfallið skellur verður engin útsending hjá RÚV nema ef um „sjálfkeyrða“ dagskrárliði er að ræða. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður framkvæmdastjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands en hann fer fyrir samningaviðræðum tæknimanna RÚV við Samtök atvinnulífsins. „Það stefnir allt í verkfall. Það þokaðist ekkert áfram á fundinum í dag og það er ennþá þannig að Samtök atvinnulífsins hafna að gera sérkjarasamning við tæknimenn RÚV,“ segir Kristján Þórður. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar stefnt þessari deilu fyrir Félagsdóm og vilja meina að boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna Ríkisútvarpsins séu ólöglegar. Kristján Þórður er ekki sammála því mati samtakanna en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu á miðvikudag. „Það má fer bara sína leið þar í dómskerfinu en mér sýnist að það muni ekki hafa nein áhrif á framgang málsins. Ef félagsdómurinn metur verkfallsaðgerðirnar ólöglegar þá frestast þær aðeins en ég tel nú ekki miklar líkur á því.“ Boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna RÚV munu hafa ýmsar afleiðingar. Útsending Sjónvarpsins fellur til að mynda alfarið niður ef tæknimennirnir eru ekki við störf og það mun væntanlega hafa þær afleiðingar að ekki verður sýnt frá landsleik karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn liði Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins á laugardag í Sjónvarpinu. Á Rás 2 og 1 verður einhver röskun fyrir utan þá dagskrárliði sem eru „sjálfkeyrðir“ eins og það er kallað. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum