Strákarnir í BMX Bros voru það atriði sem komst öruggt áfram í Ísland Got Talent þætti kvöldsins. Drengirnir fengu flest atkvæði í símakosningunni og stóðu því uppi sem sigurvegarar.
Atriði þeirra snerist um að leika listir sínar á BMX hjólum og gerðu þeir það lista vel. Aðdáunarvert var að fylgjast með þeim nýta það pláss sem þeir fengu á sviðinu en það var ekki mikið fyrir gripi á borð við hjólin.
Drengirnir eru því komnir áfram í úrslitaþáttinn sem fer fram 12. apríl í beinni útsendingu á Stöð 2.
BMX Bros voru öruggir áfram í Ísland got Talent
Tengdar fréttir

Dansarinn frá Póllandi flaug áfram í úrslit Ísland Got Talent
Marcin Wisniewski komst áfram í Ísland Got Talent á Stöð 2 í kvöld og er hann því kominn í úrslit.

Fyrst í úrslit Ísland Got Talent: „Alda Dís er náttúrulega stórkostleg söngkona“
Úrslit Ísland Got Talent fara fram 12. apríl á Stöð 2.