Fótboltamenn ágæt tilraunadýr fyrir hross Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2015 21:33 Maðurinn notar gjarnan dýr í tilraunaskyni þegar prófa þarf eitthvað nýtt. Það er hins vegar fáheyrt að menn séu notaðir í tilraunum í þágu dýra, en dæmi um slíkt fann Stöð 2 í Flóanum suður af Selfossi á dögunum. Sveitin telst í hópi öflugustu landbúnaðarhéraða landsins. En Flóinn leynir á sér og þar hafa til að mynda verið að vaxa úr grasi athyglisverð nýsköpunarfyrirtæki á sviði málmiðnaðar, þeirra á meðal Formax við Gegnishóla. Þar eru smíðuð tæki fyrir hrossarækt, eins og vatnsbretti, sem notað er til þjálfunar, - ekki bara íslenskra gæðinga , - heldur erlendra veðhlaupahesta. Eigendur fyrirtækisins, þeir Bjarni Sigurðsson og Helgi Friðrik Halldórsson, nota hins vegar óvenjuleg tilraunadýr til að prófa tækið. „Þá notar maður mennskar tilraunamýs,“ segir Bjarni, sem er framkvæmdastjóri Formax, um leið og hann sýnir okkur myndband af tveim piltum reyna vatnsbretti hrossanna. „Þetta eru strákarnir mínir hérna. Þeir voru bara fengnir í þetta og látnir puða. Það er mjög auðvelt að spyrja þá hvernig þeim finnst. Það er erfiðara að spyrja hestana.“ Kunnur knattspyrnumaður hleypur á vatnsbrettinu, Atli Heimisson, sem spilar fótbolta með liði í Noregi. Við spyrjum hvort næsta skref sé þá ekki að selja KSÍ svona tæki eða jafnvel líkamsræktarstöðvum. Sjá mátti íslenskan stóðhest í þjálfun í svona tæki í reiðhöll í Húnaþingi vestra í þættinum „Um land allt" í byrjun mánaðarins. Aðalmarkaðurinn er þó erlendis. „Við erum farnir að selja þetta vítt og breitt um heiminn,“ segir meðeigandinn Helgi Friðrik. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld var fjallað nánar um starfsemina. Flóahreppur Hestar Um land allt Tengdar fréttir Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. 30. mars 2015 21:08 Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp. 24. mars 2015 20:47 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. 7. mars 2015 20:59 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Maðurinn notar gjarnan dýr í tilraunaskyni þegar prófa þarf eitthvað nýtt. Það er hins vegar fáheyrt að menn séu notaðir í tilraunum í þágu dýra, en dæmi um slíkt fann Stöð 2 í Flóanum suður af Selfossi á dögunum. Sveitin telst í hópi öflugustu landbúnaðarhéraða landsins. En Flóinn leynir á sér og þar hafa til að mynda verið að vaxa úr grasi athyglisverð nýsköpunarfyrirtæki á sviði málmiðnaðar, þeirra á meðal Formax við Gegnishóla. Þar eru smíðuð tæki fyrir hrossarækt, eins og vatnsbretti, sem notað er til þjálfunar, - ekki bara íslenskra gæðinga , - heldur erlendra veðhlaupahesta. Eigendur fyrirtækisins, þeir Bjarni Sigurðsson og Helgi Friðrik Halldórsson, nota hins vegar óvenjuleg tilraunadýr til að prófa tækið. „Þá notar maður mennskar tilraunamýs,“ segir Bjarni, sem er framkvæmdastjóri Formax, um leið og hann sýnir okkur myndband af tveim piltum reyna vatnsbretti hrossanna. „Þetta eru strákarnir mínir hérna. Þeir voru bara fengnir í þetta og látnir puða. Það er mjög auðvelt að spyrja þá hvernig þeim finnst. Það er erfiðara að spyrja hestana.“ Kunnur knattspyrnumaður hleypur á vatnsbrettinu, Atli Heimisson, sem spilar fótbolta með liði í Noregi. Við spyrjum hvort næsta skref sé þá ekki að selja KSÍ svona tæki eða jafnvel líkamsræktarstöðvum. Sjá mátti íslenskan stóðhest í þjálfun í svona tæki í reiðhöll í Húnaþingi vestra í þættinum „Um land allt" í byrjun mánaðarins. Aðalmarkaðurinn er þó erlendis. „Við erum farnir að selja þetta vítt og breitt um heiminn,“ segir meðeigandinn Helgi Friðrik. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld var fjallað nánar um starfsemina.
Flóahreppur Hestar Um land allt Tengdar fréttir Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. 30. mars 2015 21:08 Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp. 24. mars 2015 20:47 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. 7. mars 2015 20:59 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. 30. mars 2015 21:08
Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp. 24. mars 2015 20:47
Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45
Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. 7. mars 2015 20:59