Sport

Enn einn risabardaginn á bardagakvöldi Gunnars í Las Vegas

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Nate Diaz.
Nate Diaz. vísir/getty
UFC 189 verður bara betra og betra. Pörupilturinn Nate Diaz mætir Matt Brown í bardaga sem gæti orðið stórkostleg skemmtun. UFC staðfesti þetta seint í gærkvöldi.

Í aðalbardaga UFC 189 mætast þeir Conor McGregor og Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn en það sem mestu máli skiptir fyrir okkur Íslendinga er að Gunnar Nelson mætir John Hathaway.

Þeir Robbie Lawler og Rory MacDonald mætast um veltivigtartitilinn sama kvöld og má áætla að bardagi Diaz og Brown verði þriðji síðasti bardagi kvöldsins. Diaz snýr aftur í veltivigt eftir ágætis feril í léttvigt

Tyron Woodley hefur óskað eftir að fá bardaga við Johny Hendricks á sama bardagakvöldi og ef honum verði af ósk sinni er óhætt að setja UFC 189 í hóp með stærstu bardagakvöldum allra tíma.

Þá staðfesti UFC einnig bardaga milli Mike Swick og Alex Garcia á UFC 189 og er það fimmti veltivigtarbardaginn á kvöldinu

UFC 189 fer fram þann 11. júlí í Las Vegas.

Bardagakvöldið lítur svona út sem stendur:

Titilbardagi í fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Jose Aldo

Titilbardagi í veltivigt: Rory MacDonald gegn Robbie Lawler

Veltivigt: Nate Diaz gegn Matt Brown

Veltivigt: Gunnar Nelson gegn John Hathaway

Fjaðurvigt: Dennis Bermudez gegn Jeremy Stephens

Veltivigt: Brandon Thatch gegn John Howard

Veltivigt: Mike Swick gegn Alex Garcia

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×