Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2015 13:12 Vísir/GVA Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Stofnunin telur að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis verði neðan viðmiðunarmarka. Hvort sem tekið sé tillit til klukkustundar- sólarhringsgilda eða ársmeðaltals. Gert er ráð fyrir allt að 110 þúsund tonna ársframleiðslu á kísilmálmi. Þrátt fyrir að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur annarra mengunarefna en brennisteinsdíoxíðs, muni verða innan viðmiðunarmarka, telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert. Það er vegna samanlagðs útblástrar frá fyrirhugaðri starfsemi Thorsil, Norðuráls og United Silicon. „Þar sem um er að ræða mikið magn mengunarefna sem mun berast út í andrúmsloftið nærri íbúðarbyggð muni áhrifin verða talsvert neikvæð. Áhrifin eru þó að mestu staðbundin og afturkræf að því undanskildu að reikna má með uppsöfnun þungmálma næst iðjuverunum. Þó telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert vegna efna úr útblæstri,“ segir í álitinu. Fjögur skilyrði eru lögð til að Skipulagsstofnun:1. Verði breytingar á mannvirkjum innan lóðar Thorsil þarf fyrirtækið að sýna fram á að þær hafi ekki marktæk áhrif á styrk mengunarefna utan þynningarsvæðis. Ef ástæða er til að ætla að slíkar breytingar kunni að auka mengun utan þynningarsvæðis þarf Thorsil að leggja fram nýja útreikninga á dreifingu mengunarefna og bera hana undir Umhverfisstofnun áður en Reykjanesbær breytir deiliskipulag svæðisins eða veitir leyfir fyrir breytingunum. 2. Losun Thorsil á brennisteinsdíoxíði þarf að vera undir 15 kg SO2 á hvert framleitt tonn af kísli, a.m.k. þar til vöktun leiðir í ljós að mögulega verði hægt að rýmka losunarheimildir. 3. Í vöktunaráætlun þarf að gera ráð fyrir mælistöð vegna loftmengunar í þeirri línu sem mesti styrkur mengunarefna teygir sig að þéttbýlinu í Reykjanesbæ samkvæmt líkanreikningum. 4. Í vöktunaráætlun þarf að koma fram að uppsöfnun á helstu þungmálmum í mosum á svæðinu verði mæld með reglubundnum hætti.Sjónræn áhrif talsvert neikvæð Byggingar á svæðinu verða allt að 45 metra háar og skorsteinar allt að 52 metra háir. Samkvæmt álitinu telst svæðið ekki vera einstakt og ekki vera ósnortið. Þó segir að landmótun umhverfis verksmiðjuna, ásamt endanlegri hönnun og litavali bygginga muni hafa það að markmiði að lágmarka sjónræn áhrif. Skipulagsstofnun telur að sjónaræn áhrif verði talsvert neikvæð frá Reykjanesbæ vegna umfangs bygginga og nálægðar þeirra. Þó kemur á móti að iðnaðarsvæðið við Helguvík liggur lægra í landi en svæðið umhverfis og dragi það úr sýnileika mannvirkja. Þá þykir ljóst að starfsemin mun auka nokkuð heildarlosun Íslands af gróðurhúsalofttegundum. „Skipulagsstofnun telur brýnt að Thorsil hagi starfsemi sinni með þeim hætti að losun gróðurhúsaloftegunda verði sem fyrst neðan viðmiðunarmarka IPCC. Engu að síður verður um umtalsverða losun gróðurhúsalofttegunda að ræða og því telur Skipulagsstofnun að áhrif af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda verði talsvert neikvæð.“ Í álitinu segir að nauðsynlegt verði að fylgjast með loftgæðum á svæðinu umhverfis Helguvík og styrk helstu þungmálma í mosum á svæðinu. Álitið í heild sinni má sjá hér á heimasíðu Skipulagsstofnunnar. Loftslagsmál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Stofnunin telur að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis verði neðan viðmiðunarmarka. Hvort sem tekið sé tillit til klukkustundar- sólarhringsgilda eða ársmeðaltals. Gert er ráð fyrir allt að 110 þúsund tonna ársframleiðslu á kísilmálmi. Þrátt fyrir að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur annarra mengunarefna en brennisteinsdíoxíðs, muni verða innan viðmiðunarmarka, telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert. Það er vegna samanlagðs útblástrar frá fyrirhugaðri starfsemi Thorsil, Norðuráls og United Silicon. „Þar sem um er að ræða mikið magn mengunarefna sem mun berast út í andrúmsloftið nærri íbúðarbyggð muni áhrifin verða talsvert neikvæð. Áhrifin eru þó að mestu staðbundin og afturkræf að því undanskildu að reikna má með uppsöfnun þungmálma næst iðjuverunum. Þó telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert vegna efna úr útblæstri,“ segir í álitinu. Fjögur skilyrði eru lögð til að Skipulagsstofnun:1. Verði breytingar á mannvirkjum innan lóðar Thorsil þarf fyrirtækið að sýna fram á að þær hafi ekki marktæk áhrif á styrk mengunarefna utan þynningarsvæðis. Ef ástæða er til að ætla að slíkar breytingar kunni að auka mengun utan þynningarsvæðis þarf Thorsil að leggja fram nýja útreikninga á dreifingu mengunarefna og bera hana undir Umhverfisstofnun áður en Reykjanesbær breytir deiliskipulag svæðisins eða veitir leyfir fyrir breytingunum. 2. Losun Thorsil á brennisteinsdíoxíði þarf að vera undir 15 kg SO2 á hvert framleitt tonn af kísli, a.m.k. þar til vöktun leiðir í ljós að mögulega verði hægt að rýmka losunarheimildir. 3. Í vöktunaráætlun þarf að gera ráð fyrir mælistöð vegna loftmengunar í þeirri línu sem mesti styrkur mengunarefna teygir sig að þéttbýlinu í Reykjanesbæ samkvæmt líkanreikningum. 4. Í vöktunaráætlun þarf að koma fram að uppsöfnun á helstu þungmálmum í mosum á svæðinu verði mæld með reglubundnum hætti.Sjónræn áhrif talsvert neikvæð Byggingar á svæðinu verða allt að 45 metra háar og skorsteinar allt að 52 metra háir. Samkvæmt álitinu telst svæðið ekki vera einstakt og ekki vera ósnortið. Þó segir að landmótun umhverfis verksmiðjuna, ásamt endanlegri hönnun og litavali bygginga muni hafa það að markmiði að lágmarka sjónræn áhrif. Skipulagsstofnun telur að sjónaræn áhrif verði talsvert neikvæð frá Reykjanesbæ vegna umfangs bygginga og nálægðar þeirra. Þó kemur á móti að iðnaðarsvæðið við Helguvík liggur lægra í landi en svæðið umhverfis og dragi það úr sýnileika mannvirkja. Þá þykir ljóst að starfsemin mun auka nokkuð heildarlosun Íslands af gróðurhúsalofttegundum. „Skipulagsstofnun telur brýnt að Thorsil hagi starfsemi sinni með þeim hætti að losun gróðurhúsaloftegunda verði sem fyrst neðan viðmiðunarmarka IPCC. Engu að síður verður um umtalsverða losun gróðurhúsalofttegunda að ræða og því telur Skipulagsstofnun að áhrif af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda verði talsvert neikvæð.“ Í álitinu segir að nauðsynlegt verði að fylgjast með loftgæðum á svæðinu umhverfis Helguvík og styrk helstu þungmálma í mosum á svæðinu. Álitið í heild sinni má sjá hér á heimasíðu Skipulagsstofnunnar.
Loftslagsmál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira