Framkvæmdastjóri SA segir hækkun stjórnarlauna trufla kjaraviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2015 18:52 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda hafa truflað kjaraviðræðurnar en stjórnin verði sjálf að gera upp við sig hvort hún verði dregin til baka. Samtök atvinnulífsins hafi lagt áherslu á að hóflegar launahækkanir geti skilað betri kaupmætti og þá verði stjórnendur að fara á undan með góðu fordæmi. Ólíkt því sem gerst hefur oftast undanfarin mörg ár fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð aðildarfélaga sinna í stóru samfloti. Þótt vissulega sé um samflot að ræða milli verkalýðsfélaga eins og innan Starfsgreinasambandsins koma fjölmargir aðilar að samningaborðinu á hinum almenna vinnumarkaði nú sem og hjá hinu opinbera. Þá eru kröfurnar mjög misjafnar, bæði efnislega og hvað varðar samningstíma. „Nei, ég held að þetta gangi ekki upp svona. Það er alveg ljóst að viðfangsefnið er mjög flókið og það þarf að horfa til mjög margra þátta við lausn þessarar deilu sem nú er. Það verður aldrei gert með góðu móti nema menn komi þá saman að úrlausninni,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Það séu til leiðir til að auka kaupmátt launafólks enn frekar án þess að hleypa verðbólgunni af stað. „Það gæti komið til aðkoma ríkisvalds, það gætu komið til breytingar á launakerfum, hvernig eigi að meðhöndla ólíkar kröfur þ.e.a.s annars vegar millitekjuhópa og krafna um hækkun lægstu launa. Þetta gerist ekki öðruvísi en í samfloti,“ segir Þorsteinn. Sigurður Bessason formaður Eflingar segir margt hafa flægt samningsstöðuna að undanförnu og hafi nýleg hækkun launa stjórnarmanna í HB Granda verið eins og bensín á eldinn. „Alveg klárlega og okkar krafa er sú að þetta verði dregið til baka. Hvernig sem þeir fara að því. Það myndi vera mjög gott innlegg til að skapa andrúmsloft til að hægt sé að vinna með málin áfram. En engu að síður er mjög flókin staða undir. Nóg var samt að glíma við þá stöðu þó þetta bættist ekki við,“ segir Sigurður. „Við erum að tala um áherslu á að lægri kauphækkanir skili eftir sem áður meiri árangri og þar verða auðvitað stjórnendur að leiða för,“ segir Þorsteinn. Finnst þér að þeir ættu að draga þessa hækkun til baka? „Það verða þeir að svara fyrir um. En það er alveg ljóst að hún hefur truflað viðræður,“ segir framkvæmdastjóri Samstaka atvinnulífsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40 Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda hafa truflað kjaraviðræðurnar en stjórnin verði sjálf að gera upp við sig hvort hún verði dregin til baka. Samtök atvinnulífsins hafi lagt áherslu á að hóflegar launahækkanir geti skilað betri kaupmætti og þá verði stjórnendur að fara á undan með góðu fordæmi. Ólíkt því sem gerst hefur oftast undanfarin mörg ár fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð aðildarfélaga sinna í stóru samfloti. Þótt vissulega sé um samflot að ræða milli verkalýðsfélaga eins og innan Starfsgreinasambandsins koma fjölmargir aðilar að samningaborðinu á hinum almenna vinnumarkaði nú sem og hjá hinu opinbera. Þá eru kröfurnar mjög misjafnar, bæði efnislega og hvað varðar samningstíma. „Nei, ég held að þetta gangi ekki upp svona. Það er alveg ljóst að viðfangsefnið er mjög flókið og það þarf að horfa til mjög margra þátta við lausn þessarar deilu sem nú er. Það verður aldrei gert með góðu móti nema menn komi þá saman að úrlausninni,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Það séu til leiðir til að auka kaupmátt launafólks enn frekar án þess að hleypa verðbólgunni af stað. „Það gæti komið til aðkoma ríkisvalds, það gætu komið til breytingar á launakerfum, hvernig eigi að meðhöndla ólíkar kröfur þ.e.a.s annars vegar millitekjuhópa og krafna um hækkun lægstu launa. Þetta gerist ekki öðruvísi en í samfloti,“ segir Þorsteinn. Sigurður Bessason formaður Eflingar segir margt hafa flægt samningsstöðuna að undanförnu og hafi nýleg hækkun launa stjórnarmanna í HB Granda verið eins og bensín á eldinn. „Alveg klárlega og okkar krafa er sú að þetta verði dregið til baka. Hvernig sem þeir fara að því. Það myndi vera mjög gott innlegg til að skapa andrúmsloft til að hægt sé að vinna með málin áfram. En engu að síður er mjög flókin staða undir. Nóg var samt að glíma við þá stöðu þó þetta bættist ekki við,“ segir Sigurður. „Við erum að tala um áherslu á að lægri kauphækkanir skili eftir sem áður meiri árangri og þar verða auðvitað stjórnendur að leiða för,“ segir Þorsteinn. Finnst þér að þeir ættu að draga þessa hækkun til baka? „Það verða þeir að svara fyrir um. En það er alveg ljóst að hún hefur truflað viðræður,“ segir framkvæmdastjóri Samstaka atvinnulífsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40 Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40
Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50