Spennandi viðureign á milli Luke Rockhold og Lyoto Machida í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. apríl 2015 10:00 Það verður nóg um að vera þegar UFC on Fox 15 bardagakvöldið fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Lyoto Machida og Luke Rockhold. Luke Rockhold og Lyoto Machida eru tveir af skemmtilegustu bardagamönnunum í millivigt UFC og verður viðureign þeirra annað kvöld vafalaust æsispennandi. Lyoto Machida er fyrrum léttþungavigtarmeistari UFC og barðist um millivigtartitilinn síðasta sumar. Þar beið hann í lægra haldi gegn núverandi meistara, Chris Weidman. Síðan þá hefur hann sigrað C.B. Dollaway og gæti fengið annan séns á beltinu með sigri hér í kvöld. Luke Rockhold er fyrrum Strikeforce millivigtarmeistarinn og hefur klárað síðustu þrjá bardaga sína afar sannfærandi. Bardagaaðdáendur slefa yfir tilhugsuninni um titilbardaga milli Chris Weidman og Luke Rockhold. Með sigri í kvöld er líklegt að Rockhold fái næsta titilbardaga í millivigtinni. Kapparnir eru báðir frábærir standandi en þó með gjörólíka stíla. Báðir standa í örvhentri stöðu (hægri löppin fram) og eru með eitruð spörk. Luke Rockhold setur mikla pressu á andstæðinga sína og er með kröftugt vinstri spark. Það skiptir ekki máli hvort andstæðingurinn verji skrokkinn með olnboganum, Rockhold sparkar samt. Þegar Rockhold er settur undir pressu svarar hann með hægri krók sem hittir undarlega oft. Lyoto Machida er á sama tíma með einstakan karate-stíl þar sem hann bakkar mikið og beitir hnitmiðuðum gagnárásum. Líkt og Rockhold er hann með virkilega kröftugt vinstri spark. Síðustu tveir sigrar Machida hafa komið eftir vinstri spark – háspark rotaði Mark Munoz og spark í skrokkinn kláraði C.B. Dollaway. Þrátt fyrir að vera með ólíkan stíl standandi eiga þeir margt sameiginlegt. Báðir eru með góða fótavinnu, eru ekki góðir boxarar og eru mjög góðir í gólfinu. Hvorugur mun þó leitast við að taka bardagann í gólfið í kvöld. Rockhold er bestur þegar hann stjórnar ferðinni en lendir í vandræðum sé hann settur undir pressu (líkt og gerðist gegn Vitor Belfort). Á sama tíma líður Machida ágætlega þegar andstæðingurinn pressar og Machida getur beitt gagnárásum. Það stefnir því allt í verulega spennandi viðureign milli þessara kappa í kvöld. Bardaginn milli Machida og Rockhold er síðasti bardagi kvöldsins. Útsendingin hefst á miðnætti á Stöð 2 Sport í kvöld en eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Millivigt: Lyoto Machida gegn Luke Rockhold Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Chris Camozzi Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Max Holloway Strávigt kvenna: Felice Herrig gegn Paige VanZant MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira
Það verður nóg um að vera þegar UFC on Fox 15 bardagakvöldið fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Lyoto Machida og Luke Rockhold. Luke Rockhold og Lyoto Machida eru tveir af skemmtilegustu bardagamönnunum í millivigt UFC og verður viðureign þeirra annað kvöld vafalaust æsispennandi. Lyoto Machida er fyrrum léttþungavigtarmeistari UFC og barðist um millivigtartitilinn síðasta sumar. Þar beið hann í lægra haldi gegn núverandi meistara, Chris Weidman. Síðan þá hefur hann sigrað C.B. Dollaway og gæti fengið annan séns á beltinu með sigri hér í kvöld. Luke Rockhold er fyrrum Strikeforce millivigtarmeistarinn og hefur klárað síðustu þrjá bardaga sína afar sannfærandi. Bardagaaðdáendur slefa yfir tilhugsuninni um titilbardaga milli Chris Weidman og Luke Rockhold. Með sigri í kvöld er líklegt að Rockhold fái næsta titilbardaga í millivigtinni. Kapparnir eru báðir frábærir standandi en þó með gjörólíka stíla. Báðir standa í örvhentri stöðu (hægri löppin fram) og eru með eitruð spörk. Luke Rockhold setur mikla pressu á andstæðinga sína og er með kröftugt vinstri spark. Það skiptir ekki máli hvort andstæðingurinn verji skrokkinn með olnboganum, Rockhold sparkar samt. Þegar Rockhold er settur undir pressu svarar hann með hægri krók sem hittir undarlega oft. Lyoto Machida er á sama tíma með einstakan karate-stíl þar sem hann bakkar mikið og beitir hnitmiðuðum gagnárásum. Líkt og Rockhold er hann með virkilega kröftugt vinstri spark. Síðustu tveir sigrar Machida hafa komið eftir vinstri spark – háspark rotaði Mark Munoz og spark í skrokkinn kláraði C.B. Dollaway. Þrátt fyrir að vera með ólíkan stíl standandi eiga þeir margt sameiginlegt. Báðir eru með góða fótavinnu, eru ekki góðir boxarar og eru mjög góðir í gólfinu. Hvorugur mun þó leitast við að taka bardagann í gólfið í kvöld. Rockhold er bestur þegar hann stjórnar ferðinni en lendir í vandræðum sé hann settur undir pressu (líkt og gerðist gegn Vitor Belfort). Á sama tíma líður Machida ágætlega þegar andstæðingurinn pressar og Machida getur beitt gagnárásum. Það stefnir því allt í verulega spennandi viðureign milli þessara kappa í kvöld. Bardaginn milli Machida og Rockhold er síðasti bardagi kvöldsins. Útsendingin hefst á miðnætti á Stöð 2 Sport í kvöld en eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Millivigt: Lyoto Machida gegn Luke Rockhold Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Chris Camozzi Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Max Holloway Strávigt kvenna: Felice Herrig gegn Paige VanZant
MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira
UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30