Að minnsta kosti fjórir týndu lífi og átján særðust í bílasprengjuárás við ræðismannaskrifstofur Bandaríkjanna í Írak í dag. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst verknaðnum á hendur sér.
Árásin var gerð í borginni Irbil í Kúrdistan síðdegis í dag. Í frétt CNN segir að sprengdar hafi verið tvær sprengjur á þessu svæði með skömmu millibili. Enginn hafi þó særst í fyrri árásinni.
Þrír almennir borgarar létu lífið en sakaði starfsmenn ræðisskrifstofanna ekki.
ISIS lýsir yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás í Irbil
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
