Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 25-24 | Arnór hetja ÍR Henry Birgir Gunnarsson í Austurbergi skrifar 18. apríl 2015 00:01 Arnór Freyr Stefánsson. vísir/valli ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. Fyrri hálfleikur var eign heimamanna frá a til ö. Þeir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks. Spiluðu góða framliggjandi vörn þar sem vinnslan var til mikillar fyrirmyndar. Afturelding komst varla í opið skot. Þegar það gerðist þá varði Svavar Már oftar en ekki í markinu en hann var með 59 prósent markvörslu í hálfleiknum. Markvarslan hjá Aftureldinga var aftur á móti ekki nema fjögur skot eða 25 prósent. ÍR keyrði líka upp hraðann í leiknum. Gerði hraða árás við hvert tækifæri og með hverri mínútu jókst munurinn á liðunum. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn orðinn átta mörk, 15-7, og útlitið ekki bjart fyrir gestina. Það var ekkert sem benti til annars um miðbik seinni hálfleiks en að ÍR væri að fara að valta yfir gestina. Þá náði liðið tíu marka forskoti, 22-12. Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir fólskulegt brot. Mosfellingar efldust aftur á móti við mótlætið. Þjöppuðu sér saman og Davíð datt loksins í gírinn. Upphófst einhver mesta endurkoma sem maður hefur séð lengi. Afturelding fékk tækifæri til þess að jafna leikinn en Arnór Freyr Stefánsson varði skot Arnar Inga Bjarkasonar á lokasekúndunni og sá til þess að staðan í einvígi liðanna er jöfn. Virkilega sterkur sigur hjá ÍR en síðustu 15 mínútur leiksins hjá þeim er áhyggjuefni. Þá fór liðið algjörlega á taugum. Sóknarleikurinn hrundi, menn urðu hræddir og hættu að sækja. Ef Arnór hefði ekki bjargað þeim í lokin þá hefði Afturelding unnið þennan leik í framlengingu. Það var allt í tjóni hjá ÍR en þeir sluppu með skrekkinn. Markvarslan hjá þeim reið baggamuninn í þessum leik sem og frábær varnarleikur framan af. Afturelding mætti ekki til leiks fyrr en korter var eftir. Samt tókst liðinu næstum að krækja í framlengingu. Það segir sitt um styrkleika liðsins. Markvarslan vonbrigði hjá þeim en ungu mennirnir Birkir og Elvar leiddu endurkomuna sem náðist ekki að fullkomna. Þessi rimma stendur vel undir væntingum og kæmi engum á óvart ef við fengjum oddaleik.Arnór: Aldrei verið hetjan áður Arnór Freyr Stefánsson, markvörður ÍR, var að vonum brosmildur eftir að hafa bjargað sínu liði i dag. "Það var virkilega gott að verja lokaskotið. Ég held ég hafi aldrei lent í því áður að verja skot á lokasekúndunni. Tilfinningin er virkilega góð," sagði Arnór Freyr og brosti hringinn. "Varnarleikur Aftureldingar í lokin var frábær og þeir komu á okkur af fullu afli. Við unnum og það er það eina sem skiptir máli. Skiptir ekki máli hvernig eða með hve mörgum mörkum. Staðan í einvígi er 1-1. Það eru einu tölurnar sem skipta máli." Markvörðurinn átti fá svör við því hvað hefði gerst í leik hans liðs á síðustu mínútunum. "Ég veit ekki hvað gerist. Þeir hitta vissulega vel á markið og stela af okkur boltanum. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég stend bara í búrinu. Það er mitt hlutverk."Einar Andri: Drullusvekkjandi að fá ekki framlengingu "Eins og fyrri hálfleikurinn var ömurlegur þá var seinni hálfleikurinn hjá okkur jafn frábær," sagði svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Ég verð að hrósa kjúklingunum, í orðsins fyllstu merkingu, fyrir að spila sóknarleikinn svona vel. Þeir spiluðu eins og kóngar og það var drullusvekkjandi að komast ekki í framlengingu." Einar Andri lét dómarana heyra það í leikslok en hann var ósáttur við að Arnar Birkir skildi ekki fá rautt spjald fyrir gróft brot einum fjórum sekúndum fyrir leikslok. "Dómgæslan var samt ekki vandamálið í dag. Það vorum við sjálfir," segir þjálfarinn en hvernig útskýrir hann þennan hörmulega fyrri hálfleik hjá hans liði? "Það er erfitt að útskýra hann. Það eru oft miklar sveiflur í úrslitakeppninni. Ég ætla ekki að afsaka okkur á því að við séum með ungt lið eða eitthvað svoleiðis. Við vorum búnir að vinna þrjá leiki í röð og menn héldu kannski að þeir væru betri en þeir eru og við fengum á baukinn fyrir vikið. Við verðum samt að fara yfir þetta því þessi fyrri hálfleikur er það lélegasta sem við höfum sýnt í vetur." Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. Fyrri hálfleikur var eign heimamanna frá a til ö. Þeir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks. Spiluðu góða framliggjandi vörn þar sem vinnslan var til mikillar fyrirmyndar. Afturelding komst varla í opið skot. Þegar það gerðist þá varði Svavar Már oftar en ekki í markinu en hann var með 59 prósent markvörslu í hálfleiknum. Markvarslan hjá Aftureldinga var aftur á móti ekki nema fjögur skot eða 25 prósent. ÍR keyrði líka upp hraðann í leiknum. Gerði hraða árás við hvert tækifæri og með hverri mínútu jókst munurinn á liðunum. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn orðinn átta mörk, 15-7, og útlitið ekki bjart fyrir gestina. Það var ekkert sem benti til annars um miðbik seinni hálfleiks en að ÍR væri að fara að valta yfir gestina. Þá náði liðið tíu marka forskoti, 22-12. Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir fólskulegt brot. Mosfellingar efldust aftur á móti við mótlætið. Þjöppuðu sér saman og Davíð datt loksins í gírinn. Upphófst einhver mesta endurkoma sem maður hefur séð lengi. Afturelding fékk tækifæri til þess að jafna leikinn en Arnór Freyr Stefánsson varði skot Arnar Inga Bjarkasonar á lokasekúndunni og sá til þess að staðan í einvígi liðanna er jöfn. Virkilega sterkur sigur hjá ÍR en síðustu 15 mínútur leiksins hjá þeim er áhyggjuefni. Þá fór liðið algjörlega á taugum. Sóknarleikurinn hrundi, menn urðu hræddir og hættu að sækja. Ef Arnór hefði ekki bjargað þeim í lokin þá hefði Afturelding unnið þennan leik í framlengingu. Það var allt í tjóni hjá ÍR en þeir sluppu með skrekkinn. Markvarslan hjá þeim reið baggamuninn í þessum leik sem og frábær varnarleikur framan af. Afturelding mætti ekki til leiks fyrr en korter var eftir. Samt tókst liðinu næstum að krækja í framlengingu. Það segir sitt um styrkleika liðsins. Markvarslan vonbrigði hjá þeim en ungu mennirnir Birkir og Elvar leiddu endurkomuna sem náðist ekki að fullkomna. Þessi rimma stendur vel undir væntingum og kæmi engum á óvart ef við fengjum oddaleik.Arnór: Aldrei verið hetjan áður Arnór Freyr Stefánsson, markvörður ÍR, var að vonum brosmildur eftir að hafa bjargað sínu liði i dag. "Það var virkilega gott að verja lokaskotið. Ég held ég hafi aldrei lent í því áður að verja skot á lokasekúndunni. Tilfinningin er virkilega góð," sagði Arnór Freyr og brosti hringinn. "Varnarleikur Aftureldingar í lokin var frábær og þeir komu á okkur af fullu afli. Við unnum og það er það eina sem skiptir máli. Skiptir ekki máli hvernig eða með hve mörgum mörkum. Staðan í einvígi er 1-1. Það eru einu tölurnar sem skipta máli." Markvörðurinn átti fá svör við því hvað hefði gerst í leik hans liðs á síðustu mínútunum. "Ég veit ekki hvað gerist. Þeir hitta vissulega vel á markið og stela af okkur boltanum. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég stend bara í búrinu. Það er mitt hlutverk."Einar Andri: Drullusvekkjandi að fá ekki framlengingu "Eins og fyrri hálfleikurinn var ömurlegur þá var seinni hálfleikurinn hjá okkur jafn frábær," sagði svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Ég verð að hrósa kjúklingunum, í orðsins fyllstu merkingu, fyrir að spila sóknarleikinn svona vel. Þeir spiluðu eins og kóngar og það var drullusvekkjandi að komast ekki í framlengingu." Einar Andri lét dómarana heyra það í leikslok en hann var ósáttur við að Arnar Birkir skildi ekki fá rautt spjald fyrir gróft brot einum fjórum sekúndum fyrir leikslok. "Dómgæslan var samt ekki vandamálið í dag. Það vorum við sjálfir," segir þjálfarinn en hvernig útskýrir hann þennan hörmulega fyrri hálfleik hjá hans liði? "Það er erfitt að útskýra hann. Það eru oft miklar sveiflur í úrslitakeppninni. Ég ætla ekki að afsaka okkur á því að við séum með ungt lið eða eitthvað svoleiðis. Við vorum búnir að vinna þrjá leiki í röð og menn héldu kannski að þeir væru betri en þeir eru og við fengum á baukinn fyrir vikið. Við verðum samt að fara yfir þetta því þessi fyrri hálfleikur er það lélegasta sem við höfum sýnt í vetur."
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira