Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 17:14 Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. Vísir/Ernir Drengirnir tveir sem voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði voru að reyna að sækja bolta sem hafði verið fastur í rennu fyrir affall af stíflunni í nokkra daga. Yngri strákurinn fór út í vatnið til að reyna að sækja boltann en þegar út í var komið fór hann að sökkva og hringsnerist í hyl sem er neðst í rennunni. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni sem hefur haft málið til rannsóknar.Sjá einnig: Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Aðstæður voru það erfiðar að karlmaður á þrítugsaldri sem kom til aðstoðar sem og lögreglumaður festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. Drengirnir, sem eru bræður, voru við stífluna ásamt ellefu ára systur sinni en eldri bróðir drengsins fór út í til að hjálpa bróður sínum. Við það festist hann sjálfur í hylnum og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Systirin hringdi þá í móður sína sem hringdi á Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð við að ná drengjunum upp úr. Áður en björgunarlið kom á vettvang reyndi móðirin ásamt 16 ára stúlku sem kom að slysstaðnum að ná drengjunum tveimur upp úr. Náðu þær fljótlega taki á eldri drengnum án þess að ná honum upp úr hylnum. Björgunarlið var komið á staðinn fjórum mínútum eftir að kallað var eftir aðstoð. Ellefu ára systir drengjanna var í samskipti við Neyðarlínuna á meðan björgunartilraun móður stóð. Hún stöðvaði ökumann, karlmann um þrítugt, sem átti leið hjá en hann kom móðurinni og stúlkunni til aðstoðar. Með hans aðstoð náðu þau eldri drengnum upp úr hylnum. Endurlífgunartilraunir hófust þá á honum og var hann farinn að anda fljótlega eftir að vera kominn upp úr hylnum. Þegar þau reyndu að bjarga yngri drengnum úr hylnum féll maðurinn hins vegar sjálfur í hylinn og lenti þá í sjálfheldu. Á þeim tímapunkti kom björgunarlið á staðinn og fóru lögreglumenn strax í að koma þeim til aðstoðar. Fljótlega náðist karlmaðurinn einnig upp úr hylnum. Lögreglumaður freistaði þá því að ná til yngri drengsins en lenti sjálfur í sjálfheldu í hylnum. „Eftir einhvern tíma og tilraunir náðist í fótlegg lögreglumannsins og þannig að draga hann upp úr hylnum, en þá hafði lögreglumaðurinn náð taki á yngri drengnum og þeir báðir dregnir úr hylnum. Í framhaldinu voru hafnar endurlífgunartilraunir á yngri drengnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan og fjölskylda barnanna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vettvangi fyrir ótrúlega yfirvegun og þrekvirki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill lögreglan senda fjölskyldu barnanna, og ekki síst yngri drengnum, baráttu- og batakveðjur. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Drengirnir tveir sem voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði voru að reyna að sækja bolta sem hafði verið fastur í rennu fyrir affall af stíflunni í nokkra daga. Yngri strákurinn fór út í vatnið til að reyna að sækja boltann en þegar út í var komið fór hann að sökkva og hringsnerist í hyl sem er neðst í rennunni. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni sem hefur haft málið til rannsóknar.Sjá einnig: Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Aðstæður voru það erfiðar að karlmaður á þrítugsaldri sem kom til aðstoðar sem og lögreglumaður festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. Drengirnir, sem eru bræður, voru við stífluna ásamt ellefu ára systur sinni en eldri bróðir drengsins fór út í til að hjálpa bróður sínum. Við það festist hann sjálfur í hylnum og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Systirin hringdi þá í móður sína sem hringdi á Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð við að ná drengjunum upp úr. Áður en björgunarlið kom á vettvang reyndi móðirin ásamt 16 ára stúlku sem kom að slysstaðnum að ná drengjunum tveimur upp úr. Náðu þær fljótlega taki á eldri drengnum án þess að ná honum upp úr hylnum. Björgunarlið var komið á staðinn fjórum mínútum eftir að kallað var eftir aðstoð. Ellefu ára systir drengjanna var í samskipti við Neyðarlínuna á meðan björgunartilraun móður stóð. Hún stöðvaði ökumann, karlmann um þrítugt, sem átti leið hjá en hann kom móðurinni og stúlkunni til aðstoðar. Með hans aðstoð náðu þau eldri drengnum upp úr hylnum. Endurlífgunartilraunir hófust þá á honum og var hann farinn að anda fljótlega eftir að vera kominn upp úr hylnum. Þegar þau reyndu að bjarga yngri drengnum úr hylnum féll maðurinn hins vegar sjálfur í hylinn og lenti þá í sjálfheldu. Á þeim tímapunkti kom björgunarlið á staðinn og fóru lögreglumenn strax í að koma þeim til aðstoðar. Fljótlega náðist karlmaðurinn einnig upp úr hylnum. Lögreglumaður freistaði þá því að ná til yngri drengsins en lenti sjálfur í sjálfheldu í hylnum. „Eftir einhvern tíma og tilraunir náðist í fótlegg lögreglumannsins og þannig að draga hann upp úr hylnum, en þá hafði lögreglumaðurinn náð taki á yngri drengnum og þeir báðir dregnir úr hylnum. Í framhaldinu voru hafnar endurlífgunartilraunir á yngri drengnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan og fjölskylda barnanna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vettvangi fyrir ótrúlega yfirvegun og þrekvirki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill lögreglan senda fjölskyldu barnanna, og ekki síst yngri drengnum, baráttu- og batakveðjur.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59