Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2015 21:46 Frá vinstri: Einar, Andri, Ragnheiður Margrét og Björn Þór. Vísir Hafþór Júlíus Björnsson þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að skórnir sem hann ætlar að keppa í skili sér ekki til Kuala Lumpur þar sem keppnin Sterkasti maður heims hefst á laugardag. Björn Þór Reynisson, faðir Hafþórs, passar upp á skóna. Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson, hörðustu stuðningsmenn Hafþórs Júlíusar og góðir vinir hans, héldu eldsnemma í morgun út í Leifstöð. Það er komið að því. Hafþór og Benedikt Magnússon hefja keppni á laugardaginn og þá ætla félagarnir að vera búnir að koma sér í stellingar fyrir keppnina og styðja sína menn. Andri og Einar hittu Ragnheiði Margréti Júlíusdóttur, móður Hafþórs, og Björn Þór, föður hans, í Leifsstöð í morgun og hafa verið í samfloti síðan.Andri Reyr og Einar Magnús klárir í slaginn í Leifsstöð eldsnemma í morgun.Vísir„Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr við Vísi. Þjónustudaman hjá Quatar Air hafi bjargað málunum og töskurnar hafi verið sendar áfram til Kuala Lumpur. „Það er því engin hætta á að keppnisskórnir hans Hafþórs skili sér ekki,“ segir Andri en faðir Björn Þórs ber ábyrgð á skónum. Hafþór hafnaði sem kunnugt er í öðru sæti í keppninni í fyrra, hálfu stigi á eftir sigurvegaranum. Hann ætlar sér sigur og hafa félagar hans mikla trú á honum. Svo mikla að Einar er nú þegar búinn að skella húðflúri af Hafþóri á kálfann á sér eins og Vísir fjallaði um í gær. Foreldrar Hafþórs, Andri og Einar skelltu í sig sænskum kjötbollum í Stokkhólmi áður en för hélt áfram til Doha í Katar. Lokaáfangastaðurinn er svo Kuala Lumpur á laugardaginn þar sem riðlakeppnin hefst.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 „Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna orðin tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að skórnir sem hann ætlar að keppa í skili sér ekki til Kuala Lumpur þar sem keppnin Sterkasti maður heims hefst á laugardag. Björn Þór Reynisson, faðir Hafþórs, passar upp á skóna. Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson, hörðustu stuðningsmenn Hafþórs Júlíusar og góðir vinir hans, héldu eldsnemma í morgun út í Leifstöð. Það er komið að því. Hafþór og Benedikt Magnússon hefja keppni á laugardaginn og þá ætla félagarnir að vera búnir að koma sér í stellingar fyrir keppnina og styðja sína menn. Andri og Einar hittu Ragnheiði Margréti Júlíusdóttur, móður Hafþórs, og Björn Þór, föður hans, í Leifsstöð í morgun og hafa verið í samfloti síðan.Andri Reyr og Einar Magnús klárir í slaginn í Leifsstöð eldsnemma í morgun.Vísir„Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr við Vísi. Þjónustudaman hjá Quatar Air hafi bjargað málunum og töskurnar hafi verið sendar áfram til Kuala Lumpur. „Það er því engin hætta á að keppnisskórnir hans Hafþórs skili sér ekki,“ segir Andri en faðir Björn Þórs ber ábyrgð á skónum. Hafþór hafnaði sem kunnugt er í öðru sæti í keppninni í fyrra, hálfu stigi á eftir sigurvegaranum. Hann ætlar sér sigur og hafa félagar hans mikla trú á honum. Svo mikla að Einar er nú þegar búinn að skella húðflúri af Hafþóri á kálfann á sér eins og Vísir fjallaði um í gær. Foreldrar Hafþórs, Andri og Einar skelltu í sig sænskum kjötbollum í Stokkhólmi áður en för hélt áfram til Doha í Katar. Lokaáfangastaðurinn er svo Kuala Lumpur á laugardaginn þar sem riðlakeppnin hefst.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 „Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna orðin tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00
„Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12