Uppskriftir úr Sælkeraheimsreisunni Rikka skrifar 16. apríl 2015 14:30 visir/valamatt Vala Matt fór nýlega af stað með nýja þáttaröð á Stöð 2, Sælkeraheimsreisuna. Þar heimsækir hún fólk hvaðanæfa að úr heiminum og eldar með þeim dýrindis máltíðir. Í síðasta þætti heimsótti hún fjölskyldu frá Nepal sem býr hér á landi.Lamba pottréttur4x lambalærisneiðar 3-5 matskeiðar olía1 laukur5 hvítlaukslauf Smá bútur af engiferi2 niðurskornir tómatar Kóríeanderlauf sem skraut1 teskeið fenugreek1 matskeið Kóriander duft1 matskeið Cumin2 teskeið túrmerik1 matskeið Garam masala Salt eftir smekkVið byrjum á að skera niður kjötið í smáa bita og svo marinerum við kjötið, með beininu, í kryddi, þ.e. í 1 teskeið túrmeriki, 1 matskeið kóríander, 1 matskeið cumin, 1 matskeið Garam masala og salt eftir smekk (en ég spara ekki saltið) 3-5 matskeiðar olía á heita pönnuna (millihiti á eldavél) Þegar pannan er orðin heit þá setjum við 1 teskeið af fenugreek á pönnuna og passa að það brenni ekki, á að vera passlega brúnt. Skera niður 1 lauk og setja á pönnuna og brúnum hann. Þá skerum við hvítlaukslaufin og engiferið mjög smátt og bætum við pönnuna. Svo blöndum við túrmerikinu saman við þessa blöndu. Nú getum við sett maríneraða kjötið á pönnuna og hrærum í með sleif. Þegar við höfum blandað kjötinu saman við þá setjum við niðurskornu tómatana út í og hrærum. Svo leyfum við þessu að malla með loki í 15 mínútur og hrærum öðru hvoru í. Á meðan getum við smakkað og bætt við kryddi ef við viljum, en aldrei túrmeriki aftur (ef þú vilt hafa það sterkt má bæta við chilli eftir smekk)Nepalskt kartöflusalat½ agúrka6-8 stórar kartöflur, soðnar1/2 laukur1 matskeið olía1 teskeið túrmerikSítrónusafi af einni sítrónuKóríanderlauf eftir smekkSalt eftir smekkByrjum á að setja sesamfræ á pönnu og ristum við háan hita þangað til þau verða ljósbrún. Svo tökum við sesamfræin og setjum í mortél (getur líka verið matvinnsluvél) og myljum þau. Soðnu kartöflurnar eru skrældar og skornar niður í bita. Svo skerum við gúrkuna og laukinn í smáa bita. Þá setjum við niðurskornu kartöflurnar, gúrkuna og laukinn í stóra skál og blöndum sesamfræunum í skálina. Því næst setjum við saltið og sítrónusafann út í og blöndum vel. Til að fá góðan lit á salatið þá setjum við 1 matskeið af olíu á pönnu og steikjum eina teskeið af túrmeriki við lágan. Svo bætum við þessu í skálina og hrærum vel. Til að skreyta þá setjum við kóríanderlauf ofan á salatið í lokin.Gundruk pottréttur3 matskeiðar olía1 laukur3 hvítlaukslauf Smá af engiferi½ bolli sojabaunir2 tómatarKóríanderlauf eftir smekk1 teskeið fenugreek1 teskeið túrmerik1 teskeið kóríander duft1 teskeið cumin duft1 teskeið karrí Salt eftir smekk½ líter hrísgrjónasoð (sem fékkst þegar hrísgrjónin voru soðin)Við setjum 3 matskeiðar af olíu á meðalheita pönnu. Þá setjum við 1 teskeið fenugreek á pönnuna. Þegar fenugreekið er orðið brúnt þá skerum við niður lauk og bætum á pönnuna. Við steikjum laukinn þangað til hann er orðinn ljósbrúnn. Þá setjum við eina teskeið af túrmeriki á pönnuna. Þá tökum við 3 hvítlaukslauf og smá af engiferi og setjum í mortél og myljum og blöndum saman. Þessu er svo bætt á pönnuna. Þá bætum við hálfum bolla af sojabaunum við og steikjum. Þegar sojabaunirnar eru steiktar, þ.e. orðnar brúnar, þá blöndum við gundruk-inu saman við. Svo skerum við tómatana niður smátt og bætum út í. Þessu hrærum við sama við og leyfum að malla í 5 mínútur á meðan við hrærum í og kremjum tómatinn. Nú blöndum við kryddinu saman við. Svo hellum við hrísgrjónasoðinu út í og hrærum vel. Þá setjum við lokið á pönnuna og bíðum eftir suðu og þá er það tilbúið. Í lokin getum við bætt við kóríanderlaufum til að skreyta. Kartöflusalat Lambakjöt Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Vala Matt fór nýlega af stað með nýja þáttaröð á Stöð 2, Sælkeraheimsreisuna. Þar heimsækir hún fólk hvaðanæfa að úr heiminum og eldar með þeim dýrindis máltíðir. Í síðasta þætti heimsótti hún fjölskyldu frá Nepal sem býr hér á landi.Lamba pottréttur4x lambalærisneiðar 3-5 matskeiðar olía1 laukur5 hvítlaukslauf Smá bútur af engiferi2 niðurskornir tómatar Kóríeanderlauf sem skraut1 teskeið fenugreek1 matskeið Kóriander duft1 matskeið Cumin2 teskeið túrmerik1 matskeið Garam masala Salt eftir smekkVið byrjum á að skera niður kjötið í smáa bita og svo marinerum við kjötið, með beininu, í kryddi, þ.e. í 1 teskeið túrmeriki, 1 matskeið kóríander, 1 matskeið cumin, 1 matskeið Garam masala og salt eftir smekk (en ég spara ekki saltið) 3-5 matskeiðar olía á heita pönnuna (millihiti á eldavél) Þegar pannan er orðin heit þá setjum við 1 teskeið af fenugreek á pönnuna og passa að það brenni ekki, á að vera passlega brúnt. Skera niður 1 lauk og setja á pönnuna og brúnum hann. Þá skerum við hvítlaukslaufin og engiferið mjög smátt og bætum við pönnuna. Svo blöndum við túrmerikinu saman við þessa blöndu. Nú getum við sett maríneraða kjötið á pönnuna og hrærum í með sleif. Þegar við höfum blandað kjötinu saman við þá setjum við niðurskornu tómatana út í og hrærum. Svo leyfum við þessu að malla með loki í 15 mínútur og hrærum öðru hvoru í. Á meðan getum við smakkað og bætt við kryddi ef við viljum, en aldrei túrmeriki aftur (ef þú vilt hafa það sterkt má bæta við chilli eftir smekk)Nepalskt kartöflusalat½ agúrka6-8 stórar kartöflur, soðnar1/2 laukur1 matskeið olía1 teskeið túrmerikSítrónusafi af einni sítrónuKóríanderlauf eftir smekkSalt eftir smekkByrjum á að setja sesamfræ á pönnu og ristum við háan hita þangað til þau verða ljósbrún. Svo tökum við sesamfræin og setjum í mortél (getur líka verið matvinnsluvél) og myljum þau. Soðnu kartöflurnar eru skrældar og skornar niður í bita. Svo skerum við gúrkuna og laukinn í smáa bita. Þá setjum við niðurskornu kartöflurnar, gúrkuna og laukinn í stóra skál og blöndum sesamfræunum í skálina. Því næst setjum við saltið og sítrónusafann út í og blöndum vel. Til að fá góðan lit á salatið þá setjum við 1 matskeið af olíu á pönnu og steikjum eina teskeið af túrmeriki við lágan. Svo bætum við þessu í skálina og hrærum vel. Til að skreyta þá setjum við kóríanderlauf ofan á salatið í lokin.Gundruk pottréttur3 matskeiðar olía1 laukur3 hvítlaukslauf Smá af engiferi½ bolli sojabaunir2 tómatarKóríanderlauf eftir smekk1 teskeið fenugreek1 teskeið túrmerik1 teskeið kóríander duft1 teskeið cumin duft1 teskeið karrí Salt eftir smekk½ líter hrísgrjónasoð (sem fékkst þegar hrísgrjónin voru soðin)Við setjum 3 matskeiðar af olíu á meðalheita pönnu. Þá setjum við 1 teskeið fenugreek á pönnuna. Þegar fenugreekið er orðið brúnt þá skerum við niður lauk og bætum á pönnuna. Við steikjum laukinn þangað til hann er orðinn ljósbrúnn. Þá setjum við eina teskeið af túrmeriki á pönnuna. Þá tökum við 3 hvítlaukslauf og smá af engiferi og setjum í mortél og myljum og blöndum saman. Þessu er svo bætt á pönnuna. Þá bætum við hálfum bolla af sojabaunum við og steikjum. Þegar sojabaunirnar eru steiktar, þ.e. orðnar brúnar, þá blöndum við gundruk-inu saman við. Svo skerum við tómatana niður smátt og bætum út í. Þessu hrærum við sama við og leyfum að malla í 5 mínútur á meðan við hrærum í og kremjum tómatinn. Nú blöndum við kryddinu saman við. Svo hellum við hrísgrjónasoðinu út í og hrærum vel. Þá setjum við lokið á pönnuna og bíðum eftir suðu og þá er það tilbúið. Í lokin getum við bætt við kóríanderlaufum til að skreyta.
Kartöflusalat Lambakjöt Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira