Lífið

Ágústa Eva syngur framlag Albaníu í Eurovision

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ágústa Eva Erlendsdóttir flutti framlag Albaníu í Eurovision í ár þegar hún kom sem gestur í hlaðvarpsþáttinn Eurovísi í vikunni.

„Euphoria er held ég bara besta lag sem hefur verið í Eurovision og ég ætlaði að syngja það en svo fattaði ég í gær að hún María vinkona okkar söng það hjá ykkur um daginn þannig ég ætla ekki að fara að endurtaka það,” segir hún.

„Svo fletti ég upp Svíunum, af því að Euphoria er sænskt lag,“ segir hún. „Þegar ég fletti á það lag, af því ég ætlaði að syngja það, þá fór ég óvart á annað lag og það var frá Albaníu,“ útskýrir Ágústa hvernig hún ákvað að syngja lag Albaníu.

Ágústa segist viss um að íslenska lagið, það sænska og albanska verði í efstu þremur sætunum í Eurovision 2015.

Með henni voru Halldór Gunnar Pálsson, sem spilaði á gítar, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Dagný Halla sem spilaði á bongótrommur. Þau sungu svo bakraddir.

Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir ofan en þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Hægt er að skrá sig í áskrift af þáttunum í Podcast fyrir iPhone og iPad og í iTunes.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×