Hlustar mest á gullaldartónlist: "Afi kom með þrjá kassa af vínylplötum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. apríl 2015 16:46 Saga Matthildur Árnadóttir vakti verðskuldaða athygli þegar hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hún lenti í þriðja sæti keppninnar og varð hlutskörpust í símakosningu um vinsælasta atriðið. „Ég bý í Hlíðunum en fór í FG til að fara á leiklistarbrautina þar,“ sagði Saga Matthildur en hún var í spjalli við Harmageddon á X-977 í morgun. Saga var að auki yngsti keppandi söngkeppninnar. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Matthildar en hún notar hana til að takast á við kvíðaröskun sem hún glímir við. Þegar hún var sem verst átti hún erfitt með að fara í skólann. „Spila oft á gítarinn til að róa mig niður.“ „Það var rosalega erfitt að skrá mig í undankeppnina í FG. Ég ákvað að skrá mig svona af því bara. Mig langar að koma fram í framtíðinni og vissi að ég þyrfti einhverntíman að takast á við þetta. Þannig af hverju ekki núna bara?“ Uppáhaldstónlistarmenn hennar eru gullaldarmúsíkantar á borð við Led Zeppelin, Pink Floyd og Jimi Hendrix. „Þegar ég fékk vínylspilara þá heyrði ég í afa og spurði hvort hann ætti ekki einhverjar plötur handa mér. Hann kom með einhverja þrjá kassa handa mér af plötum og ég hef mest hlustað á það.“ Í Harmageddon greip Saga í gítarinn og flutti lagið sem hún söng á söngkeppninni, Lay Me Down með Sam Smith. Saga er einnig með síðu á Facebook þar sem hún deilir tónlistinni sinni en síðuna má skoða hér. Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01 MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Saga Matthildur Árnadóttir vakti verðskuldaða athygli þegar hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hún lenti í þriðja sæti keppninnar og varð hlutskörpust í símakosningu um vinsælasta atriðið. „Ég bý í Hlíðunum en fór í FG til að fara á leiklistarbrautina þar,“ sagði Saga Matthildur en hún var í spjalli við Harmageddon á X-977 í morgun. Saga var að auki yngsti keppandi söngkeppninnar. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Matthildar en hún notar hana til að takast á við kvíðaröskun sem hún glímir við. Þegar hún var sem verst átti hún erfitt með að fara í skólann. „Spila oft á gítarinn til að róa mig niður.“ „Það var rosalega erfitt að skrá mig í undankeppnina í FG. Ég ákvað að skrá mig svona af því bara. Mig langar að koma fram í framtíðinni og vissi að ég þyrfti einhverntíman að takast á við þetta. Þannig af hverju ekki núna bara?“ Uppáhaldstónlistarmenn hennar eru gullaldarmúsíkantar á borð við Led Zeppelin, Pink Floyd og Jimi Hendrix. „Þegar ég fékk vínylspilara þá heyrði ég í afa og spurði hvort hann ætti ekki einhverjar plötur handa mér. Hann kom með einhverja þrjá kassa handa mér af plötum og ég hef mest hlustað á það.“ Í Harmageddon greip Saga í gítarinn og flutti lagið sem hún söng á söngkeppninni, Lay Me Down með Sam Smith. Saga er einnig með síðu á Facebook þar sem hún deilir tónlistinni sinni en síðuna má skoða hér.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01 MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01
MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37
„Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00