Erlent

Hillary Clinton býður sig fram til forseta Bandaríkjanna

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hillary Clinton hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í myndbandi sem hún birti á heimasíðu sinni og á YouTube.

Jafnframt tilkynnti hún um framboð sitt með færslu á Twitter í kvöld sem í stendur: „Ég ætla að bjóða mig fram til forseta. Ameríka þarf meistara á hverjum degi og ég vil verða þessi meistari. – H.“

Til þess að það gangi eftir verður hún fyrst að verða valin frambjóðandi demókrata og verða í kjölfarið kjörin fram yfir kandídat repúblikana. Vinni hún verður hún fyrsti kvenkyns forseti Bandaríkjanna.

Orðrómur um að Clinton hygðist feta í fótspor eiginmanns síns fór fyrst á flakk í febrúar 2013 þegar Clinton tók ekki við stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn núverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Þá leiddu sérfræðingar lyktum að því að það hefði hún gert til þess að hafa tíma til að undirbúa sína eigin kosningabaráttu. Hillary Clinton reyndi að verða forsetaefni demókrata árið 2008 en laut í lægra haldi fyrir Barack Obama sem sigraði í kjölfarið eins og þekkt er forsetakosningarnar það árið.

Clinton heldur í baráttuna með víðtækan stuðning demókrata en í könnun CBS sögðust 81 prósent demókrata íhuga það að kjósa fyrrum forsetafrúnna.

Hér að neðan má sjá myndband Clinton þar sem hún tilkynnir framboð sitt.

Hér að neðan er tíst Clinton frá því í dag:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×