Endurheimtir Cro Cop sál sína í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. apríl 2015 12:45 Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Póllandi þar sem tveir gamlir jaxlar mætast. Í aðalbardaga kvöldsins mætast ellismellirnir Gabriel Gonzaga og Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Þetta er í annað sinn sem kapparnir mætast en fyrri bardaginn flokkast með óvæntustu úrslitum allra tíma í MMA. Cro Cop var á sínum tíma einn ógnvænlegasti þungavigtarmaður heims. Hann átti sín bestu ár í japönsku bardagasamtökunum Pride en aðalsmerki hans var eitrað sparkbox. „Right kick hospital, left kick cemetery“ voru einkennisorð hans en Cro Cop átti ófáa sigra með rothöggi eftir hausspörk. Þegar hann fór svo yfir til UFC var miklu búist við af honum. Sigur á Gabriel Gonzaga átti að tryggja honum titilbardaga og átti sigurinn að vera einfaldlega formsatriði fyrir Króatann. Gabriel Gonzaga er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur aldrei verið þekktur fyrir mikla hæfni í sparkboxinu. Það var því íronískt þegar Gonzaga rotaði Cro Cop eftir hausspark. Áhorfendur voru agndofa og eru þetta einhver óvæntustu úrslit í sögu MMA. Cro Cop náði aldrei sömu hæðum í UFC og hann gerði í Pride og halda því margir fram að Gonzaga hafi stolið sál Cro Cop með þessu sparki. Fyrri bardaginn fór fram fyrir átta árum síðan og eru kapparnir komnir vel á aldur í dag. Gonzaga er 35 ára á meðan Cro Cop er fertugur. Cro Cop hefur nú tækifæri til að endurheimta sál sína og um leið hefnt fyrir eitt eftirminnilegasta tap ferilsins. Bardagakvöldið hefst kl 19 á Stöð 2 Sport 3 en fjórir bardagar eru á dagskrá. Þungavigt: Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic gegn Gabriel Gonzaga Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Jan Błachowicz Veltivigt: Pawel Pawlak gegn Sheldon Westcott Strávigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Maryna Moroz MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Póllandi þar sem tveir gamlir jaxlar mætast. Í aðalbardaga kvöldsins mætast ellismellirnir Gabriel Gonzaga og Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Þetta er í annað sinn sem kapparnir mætast en fyrri bardaginn flokkast með óvæntustu úrslitum allra tíma í MMA. Cro Cop var á sínum tíma einn ógnvænlegasti þungavigtarmaður heims. Hann átti sín bestu ár í japönsku bardagasamtökunum Pride en aðalsmerki hans var eitrað sparkbox. „Right kick hospital, left kick cemetery“ voru einkennisorð hans en Cro Cop átti ófáa sigra með rothöggi eftir hausspörk. Þegar hann fór svo yfir til UFC var miklu búist við af honum. Sigur á Gabriel Gonzaga átti að tryggja honum titilbardaga og átti sigurinn að vera einfaldlega formsatriði fyrir Króatann. Gabriel Gonzaga er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur aldrei verið þekktur fyrir mikla hæfni í sparkboxinu. Það var því íronískt þegar Gonzaga rotaði Cro Cop eftir hausspark. Áhorfendur voru agndofa og eru þetta einhver óvæntustu úrslit í sögu MMA. Cro Cop náði aldrei sömu hæðum í UFC og hann gerði í Pride og halda því margir fram að Gonzaga hafi stolið sál Cro Cop með þessu sparki. Fyrri bardaginn fór fram fyrir átta árum síðan og eru kapparnir komnir vel á aldur í dag. Gonzaga er 35 ára á meðan Cro Cop er fertugur. Cro Cop hefur nú tækifæri til að endurheimta sál sína og um leið hefnt fyrir eitt eftirminnilegasta tap ferilsins. Bardagakvöldið hefst kl 19 á Stöð 2 Sport 3 en fjórir bardagar eru á dagskrá. Þungavigt: Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic gegn Gabriel Gonzaga Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Jan Błachowicz Veltivigt: Pawel Pawlak gegn Sheldon Westcott Strávigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Maryna Moroz
MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira