Vantar fimm hundruð stofnanarými fyrir aldraða á næstu fimm árum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. apríl 2015 20:30 Kristján Þór Júlíusson segir öldrun þjóðarinnar áskorun, verkefni sem þurfi að takast á við. Páll Matthíasson forstjóri Landspítala tók saman á ársfundi Landspítalans atburði ársins svo sem ebólu undirbúning, farómaura, myglu og verkfall. Hann segir tilefni til bjartsýni þrátt fyrir að nú standi yfir enn viðameira verkfall en hófst á síðasta ári og skýrði frá því að framundan eru framkvæmdir á Landspítalalóðinni. „Uppbygging er svo sannarlega í augsýn þótt að það megi hljóma ótrúlega þegar við erum hér í skugga verkfalla. Við erum bjartsýn, við sjáum það að uppbygging á Landspítala með nýbyggingum er loksins að hefjast.“ Nýlega var greint frá því að á spítalanum eru 78 eldri borgarar inniliggjandi á spítalanum, sem geta ekki útskrifast. „Það sem vantar og ég veit að stjórnvöld eru að vinna í er að ríða heildarnet fyrir heilbrigðisþjónustuna. Þannig að Landspítalinn sé að sinna þeim verkefnum sem Landspítalinn sinnir best og heilsugæslan sinni þeim verkefnum sem hún getur sinnt. Að aldrað fólk geti verið heima hjá sér með stuðningi eða á hjúkrunarheimilum. Þannig að þetta lendi ekki allt á herðum Landspítala. Eins öflugur og hann er, getur hann ekki verið allt fyrir alla.“ Á fundinum kom fram að á næstu fimm árum vantar fimm hundruð stofnanarými fyrir aldraða á landinu öllu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir öldrun þjóðarinnar verkefni sem þurfi að takast á við. „Við erum með um 70 aldraða einstaklinga innan vébanda Landspítalans.Þar af eru 48 á Vífilstöðum, svo eru hinir á Landspítalanum. Þetta er langtímaverkefni, það liggur fyrir að fram til 2020 er mat manna að það vanti 500 stofnanarými á landinu öllu og það er töluverður stapi. Stofnkostnaður við það er einhvers staðar á bilinu 12-15 milljarðar og rekstrarkostnaður 5 milljarðar á ári bara við þessi rými. Þetta er verkefni sem við þurfum að sjá stað í lengri tíma áætlunum.“Kristján Þór kynnir áætlun hvernig skal takast á við vandann um mitt ár. Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala tók saman á ársfundi Landspítalans atburði ársins svo sem ebólu undirbúning, farómaura, myglu og verkfall. Hann segir tilefni til bjartsýni þrátt fyrir að nú standi yfir enn viðameira verkfall en hófst á síðasta ári og skýrði frá því að framundan eru framkvæmdir á Landspítalalóðinni. „Uppbygging er svo sannarlega í augsýn þótt að það megi hljóma ótrúlega þegar við erum hér í skugga verkfalla. Við erum bjartsýn, við sjáum það að uppbygging á Landspítala með nýbyggingum er loksins að hefjast.“ Nýlega var greint frá því að á spítalanum eru 78 eldri borgarar inniliggjandi á spítalanum, sem geta ekki útskrifast. „Það sem vantar og ég veit að stjórnvöld eru að vinna í er að ríða heildarnet fyrir heilbrigðisþjónustuna. Þannig að Landspítalinn sé að sinna þeim verkefnum sem Landspítalinn sinnir best og heilsugæslan sinni þeim verkefnum sem hún getur sinnt. Að aldrað fólk geti verið heima hjá sér með stuðningi eða á hjúkrunarheimilum. Þannig að þetta lendi ekki allt á herðum Landspítala. Eins öflugur og hann er, getur hann ekki verið allt fyrir alla.“ Á fundinum kom fram að á næstu fimm árum vantar fimm hundruð stofnanarými fyrir aldraða á landinu öllu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir öldrun þjóðarinnar verkefni sem þurfi að takast á við. „Við erum með um 70 aldraða einstaklinga innan vébanda Landspítalans.Þar af eru 48 á Vífilstöðum, svo eru hinir á Landspítalanum. Þetta er langtímaverkefni, það liggur fyrir að fram til 2020 er mat manna að það vanti 500 stofnanarými á landinu öllu og það er töluverður stapi. Stofnkostnaður við það er einhvers staðar á bilinu 12-15 milljarðar og rekstrarkostnaður 5 milljarðar á ári bara við þessi rými. Þetta er verkefni sem við þurfum að sjá stað í lengri tíma áætlunum.“Kristján Þór kynnir áætlun hvernig skal takast á við vandann um mitt ár.
Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira