Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2015 14:26 Júlíus Vífill Ingvarsson er fráfarandi formaður stjórnar Óperunnar. Steinunn Birna var ráðin í stöðuna. Vísir/Samsett mynd Stjórn Íslensku óperunnar hefur sent frá sér greinagerð með það að markmiði að skýra hvernig staðið var að ráðningu nýs óperustjóra nú í mánuðinum. Eins og kunngert hefur verið var Steinunn Birna Ragnarsdóttir, fyrrum tónlistarstjóri Hörpu, ráðin í starfið. Það var mikið gagnrýnt í kjölfarið. Sjá einnig: Steinunn Birna nýr óperustjóriÍ greinagerðinni segir að af þeim 16 sem sóttu um stöðuna hafi tveir dregið umsóknir sínar tilbaka. Í henni er farið yfir ráðningarferlið en Capacent sá að mestu leyti um að fara yfir umsóknir og taka viðtöl. Sú sem ráðin var, Steinunn Birna, var sú eina sem kölluð var í viðtal af hálfu stjórnar Óperunnar. Hún var síðan ráðin daginn eftir. Sjá einnig: Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslanEftirfarandi fer sú atvikalýsing sem fram kemur í greinagerð stjórnar Óperunnar. „Formaður stjórnar átti fund með fulltrúa Capacent og fór yfir umsóknirnar. Í framhaldinu var boðað til stjórnarfundar þar sem stjórnin fór yfir allar umsóknir. Ljóst var að allir umsækjendur uppfylltu skilyrði sem tilgreind voru í auglýsingunni. Stjórnin ákvað síðan að boða skyldi alla umsækjendur í viðtöl til Capacent,“ segir í greinagerðinni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Hér má sjá auglýsinguna um stöðu óperustjóra.„Kafað var ofan í feril umsækjenda“„Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur,“ heldur greinagerðin áfram. „Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi. Spurningar vöknuðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varðandi nokkra umsækjendur. Upplýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim.“Í greinagerðinni segir að í kjölfar yfirferðarinnar hafi verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnarinnar að kalla Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Það hafi verið einróma skoðun allra stjórnarmeðlima að ganga að því loknu til samninga við Steinunni. Hún hefði verið talin hæfust til starfsins að mati stjórnarinnar „þegar litið væri m.a. til menntunar Steinunnar Birnu, stjórnunarreynslu hennar og starfa sem frumkvöðuls ekki síst sem tónlistarstjóri Hörpu,“ samkvæmt greinagerð. Síðan segir: „að öllum öðrum ólöstuðum.“ Stjórn Óperunnar segir í lok skýrslunnar að nokkrir umsækjenda hafi tekið fram að trúnaður væri þeim sérstaklega mikilvægur, auglýsingin hafi gert ráð fyrir trúnaði og að því verði nöfn allra umsækjenda ekki birt.Þá er jafnframt tekið fram að Íslenska Óperan sé stjórnvald og falli því ekki undir stjórnsýslulög. Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Stjórn Íslensku óperunnar hefur sent frá sér greinagerð með það að markmiði að skýra hvernig staðið var að ráðningu nýs óperustjóra nú í mánuðinum. Eins og kunngert hefur verið var Steinunn Birna Ragnarsdóttir, fyrrum tónlistarstjóri Hörpu, ráðin í starfið. Það var mikið gagnrýnt í kjölfarið. Sjá einnig: Steinunn Birna nýr óperustjóriÍ greinagerðinni segir að af þeim 16 sem sóttu um stöðuna hafi tveir dregið umsóknir sínar tilbaka. Í henni er farið yfir ráðningarferlið en Capacent sá að mestu leyti um að fara yfir umsóknir og taka viðtöl. Sú sem ráðin var, Steinunn Birna, var sú eina sem kölluð var í viðtal af hálfu stjórnar Óperunnar. Hún var síðan ráðin daginn eftir. Sjá einnig: Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslanEftirfarandi fer sú atvikalýsing sem fram kemur í greinagerð stjórnar Óperunnar. „Formaður stjórnar átti fund með fulltrúa Capacent og fór yfir umsóknirnar. Í framhaldinu var boðað til stjórnarfundar þar sem stjórnin fór yfir allar umsóknir. Ljóst var að allir umsækjendur uppfylltu skilyrði sem tilgreind voru í auglýsingunni. Stjórnin ákvað síðan að boða skyldi alla umsækjendur í viðtöl til Capacent,“ segir í greinagerðinni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Hér má sjá auglýsinguna um stöðu óperustjóra.„Kafað var ofan í feril umsækjenda“„Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur,“ heldur greinagerðin áfram. „Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi. Spurningar vöknuðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varðandi nokkra umsækjendur. Upplýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim.“Í greinagerðinni segir að í kjölfar yfirferðarinnar hafi verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnarinnar að kalla Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Það hafi verið einróma skoðun allra stjórnarmeðlima að ganga að því loknu til samninga við Steinunni. Hún hefði verið talin hæfust til starfsins að mati stjórnarinnar „þegar litið væri m.a. til menntunar Steinunnar Birnu, stjórnunarreynslu hennar og starfa sem frumkvöðuls ekki síst sem tónlistarstjóri Hörpu,“ samkvæmt greinagerð. Síðan segir: „að öllum öðrum ólöstuðum.“ Stjórn Óperunnar segir í lok skýrslunnar að nokkrir umsækjenda hafi tekið fram að trúnaður væri þeim sérstaklega mikilvægur, auglýsingin hafi gert ráð fyrir trúnaði og að því verði nöfn allra umsækjenda ekki birt.Þá er jafnframt tekið fram að Íslenska Óperan sé stjórnvald og falli því ekki undir stjórnsýslulög.
Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira