Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2015 14:26 Júlíus Vífill Ingvarsson er fráfarandi formaður stjórnar Óperunnar. Steinunn Birna var ráðin í stöðuna. Vísir/Samsett mynd Stjórn Íslensku óperunnar hefur sent frá sér greinagerð með það að markmiði að skýra hvernig staðið var að ráðningu nýs óperustjóra nú í mánuðinum. Eins og kunngert hefur verið var Steinunn Birna Ragnarsdóttir, fyrrum tónlistarstjóri Hörpu, ráðin í starfið. Það var mikið gagnrýnt í kjölfarið. Sjá einnig: Steinunn Birna nýr óperustjóriÍ greinagerðinni segir að af þeim 16 sem sóttu um stöðuna hafi tveir dregið umsóknir sínar tilbaka. Í henni er farið yfir ráðningarferlið en Capacent sá að mestu leyti um að fara yfir umsóknir og taka viðtöl. Sú sem ráðin var, Steinunn Birna, var sú eina sem kölluð var í viðtal af hálfu stjórnar Óperunnar. Hún var síðan ráðin daginn eftir. Sjá einnig: Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslanEftirfarandi fer sú atvikalýsing sem fram kemur í greinagerð stjórnar Óperunnar. „Formaður stjórnar átti fund með fulltrúa Capacent og fór yfir umsóknirnar. Í framhaldinu var boðað til stjórnarfundar þar sem stjórnin fór yfir allar umsóknir. Ljóst var að allir umsækjendur uppfylltu skilyrði sem tilgreind voru í auglýsingunni. Stjórnin ákvað síðan að boða skyldi alla umsækjendur í viðtöl til Capacent,“ segir í greinagerðinni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Hér má sjá auglýsinguna um stöðu óperustjóra.„Kafað var ofan í feril umsækjenda“„Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur,“ heldur greinagerðin áfram. „Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi. Spurningar vöknuðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varðandi nokkra umsækjendur. Upplýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim.“Í greinagerðinni segir að í kjölfar yfirferðarinnar hafi verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnarinnar að kalla Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Það hafi verið einróma skoðun allra stjórnarmeðlima að ganga að því loknu til samninga við Steinunni. Hún hefði verið talin hæfust til starfsins að mati stjórnarinnar „þegar litið væri m.a. til menntunar Steinunnar Birnu, stjórnunarreynslu hennar og starfa sem frumkvöðuls ekki síst sem tónlistarstjóri Hörpu,“ samkvæmt greinagerð. Síðan segir: „að öllum öðrum ólöstuðum.“ Stjórn Óperunnar segir í lok skýrslunnar að nokkrir umsækjenda hafi tekið fram að trúnaður væri þeim sérstaklega mikilvægur, auglýsingin hafi gert ráð fyrir trúnaði og að því verði nöfn allra umsækjenda ekki birt.Þá er jafnframt tekið fram að Íslenska Óperan sé stjórnvald og falli því ekki undir stjórnsýslulög. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Stjórn Íslensku óperunnar hefur sent frá sér greinagerð með það að markmiði að skýra hvernig staðið var að ráðningu nýs óperustjóra nú í mánuðinum. Eins og kunngert hefur verið var Steinunn Birna Ragnarsdóttir, fyrrum tónlistarstjóri Hörpu, ráðin í starfið. Það var mikið gagnrýnt í kjölfarið. Sjá einnig: Steinunn Birna nýr óperustjóriÍ greinagerðinni segir að af þeim 16 sem sóttu um stöðuna hafi tveir dregið umsóknir sínar tilbaka. Í henni er farið yfir ráðningarferlið en Capacent sá að mestu leyti um að fara yfir umsóknir og taka viðtöl. Sú sem ráðin var, Steinunn Birna, var sú eina sem kölluð var í viðtal af hálfu stjórnar Óperunnar. Hún var síðan ráðin daginn eftir. Sjá einnig: Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslanEftirfarandi fer sú atvikalýsing sem fram kemur í greinagerð stjórnar Óperunnar. „Formaður stjórnar átti fund með fulltrúa Capacent og fór yfir umsóknirnar. Í framhaldinu var boðað til stjórnarfundar þar sem stjórnin fór yfir allar umsóknir. Ljóst var að allir umsækjendur uppfylltu skilyrði sem tilgreind voru í auglýsingunni. Stjórnin ákvað síðan að boða skyldi alla umsækjendur í viðtöl til Capacent,“ segir í greinagerðinni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Hér má sjá auglýsinguna um stöðu óperustjóra.„Kafað var ofan í feril umsækjenda“„Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur,“ heldur greinagerðin áfram. „Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi. Spurningar vöknuðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varðandi nokkra umsækjendur. Upplýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim.“Í greinagerðinni segir að í kjölfar yfirferðarinnar hafi verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnarinnar að kalla Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Það hafi verið einróma skoðun allra stjórnarmeðlima að ganga að því loknu til samninga við Steinunni. Hún hefði verið talin hæfust til starfsins að mati stjórnarinnar „þegar litið væri m.a. til menntunar Steinunnar Birnu, stjórnunarreynslu hennar og starfa sem frumkvöðuls ekki síst sem tónlistarstjóri Hörpu,“ samkvæmt greinagerð. Síðan segir: „að öllum öðrum ólöstuðum.“ Stjórn Óperunnar segir í lok skýrslunnar að nokkrir umsækjenda hafi tekið fram að trúnaður væri þeim sérstaklega mikilvægur, auglýsingin hafi gert ráð fyrir trúnaði og að því verði nöfn allra umsækjenda ekki birt.Þá er jafnframt tekið fram að Íslenska Óperan sé stjórnvald og falli því ekki undir stjórnsýslulög.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira