Menning

Hildur Yeoman sér um Svartar fjaðrir Davíðs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs; jafnt harmþrungnum ástarljóðum sem ættjarðarsöngvum.
Persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs; jafnt harmþrungnum ástarljóðum sem ættjarðarsöngvum. VÍSIR
Dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður opnunarsviðsverk 29. Listahátíðar í Reykjavík.

Búningarnir í verkinu eru eftir Hildi Yeoman, tískuhönnuð en sýningin er í senn leik- og danssýning sem byggir á ljóðum Davíðs Stefánssonar, sem náði þjóðarhylli með ljóðabók sinni Svörtum fjöðrum sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára gamall.

Sjá einnig: Konur í aðalhlutverki

Persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs; jafnt harmþrungnum ástarljóðum sem ættjarðarsöngvum. Myndlíkingar úr kvæðum hans eru gæddar lífi á sviðinu og hughrifin sem kvæðin vekja eru túlkuð af leikhópnum, með leik, upplestri, dansi og lifandi dúfum.

Sjá einnig: Þekktir íslenskir leikarar taka þátt í opnunarsviðsverkinu

Hér að neðan má sjá myndband frá undirbúningi verksins og þá aðallega hvernig Hildur Yeoman nálgaðist búningagerðina. Verkið verður frumsýnt 13. maí.

Svartar Fjaðrir Búningar from Ratel on Vimeo.


Tengdar fréttir

Svartar fjaðrir Davíðs

Opnunarsviðsverk Listahátíðar í Reykjavík er Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur danshöfund sem sameinar leikhús og dans í verkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×