Sport

Jones settur í bann og titillinn tekinn af honum

Jon Jones.
Jon Jones. vísir/getty
UFC ákvað að taka hart á nýjasta broti þeirra besta bardagamanns, Jon Jones.

Jones var handtekinn í gær fyrir að hafa keyrt á ólétta konu og síðan flúið af vettvangi á hlaupum. Hann kom til baka skömmu síðar, tók peninga úr bílnum og hljóp svo aftur í burtu.

UFC tilkynnti í gær að búið væri að setja Jones í ótímabundið bann og heimsmeistaratitillinn tekinn af honum.

Hann mun því ekki verja titilinn í UFC 187 sem fer fram 23. maí. Þar átti hann að mæta Anthony Johnson. Daniel Cormier mun berjast um heimsmeistaratitilinn við Johnson í stað Jones.

Jones baðst afsökunar á Twitter í gær. Sagðist vera leiður yfir því að hafa brugðist öllum.

MMA

Tengdar fréttir

Jones fór í sólarhringsmeðferð

UFC var harðlega gagnrýnt fyrir að refsa ekki sínum besta manni, Jon Jones, er leifar af kókaíni fundust í líkama hans fyrir bardagann gegn Daniel Cormier.

Lögreglan leitar að Jon Jones

Besti bardagamaðurinn í UFC pund fyrir pund, Jon Jones, er búinn að koma sér í vandræði á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×