Slush Play Reykjavík haldin í fyrsta sinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. apríl 2015 16:20 Ólafur Ragnar Grímsson og Hilmar Veigar ræddu tölvuleikjaiðnaðinn á íslenskri tölvuleikaráðstefnu í dag. mynd/halldóra ólafs Tölvuleikjaráðstefnan Slush Play Reykjavík var haldin í fyrsta sinn í dag í Gamla bíó. Ráðstefnan er haldin að finnskri fyrirmynd en meðal þeirra sem ávörpuðu ráðstefnuna í dag voru Hilmar Veigar, forstjóri CCP, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.Hilmar Veigar, forstjóri CCP.mynd/halldóra ólafsÍ opnunarræðu ráðstefnunnar talaði Hilmar um mikilvægi þess að ungir sprotar hér á landi fái tækifæri til að hitta fjárfesta og erlenda fjölmiðla á ráðstefnu sem þessari, þar sem oft og tíðum sé ekki til fjármagn til að ferðast um heiminn á fyrsta stigi nýsköpunar. Þá talaði hann um hvernig fjölmörg ný fyrirtæki urðu til sem afsprengi fyrirtækisins OZ frá því á tíunda áratug síðustu aldar. „Oftar en ekki, þegar það komu hindranir í sögu OZ, urðu til góðar hugmyndir sem sumar urðu til þess að ný fyrirtæki urðu til. Reynslan sem varð til á þessum árum, samstarf fólks og sagan skipti miklu máli í hvernig iðnaðurinn hefur þróast,“ sagði hann. „Þessi margföldunaráhrif eru mikilvæg þegar við horfum til iðnaðarins og hvernig við viljum sjá hann vaxa inn í framtíðina,“ sagði Hilmar.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.mynd/halldóra ólafsÓlafur Ragnar sagði að íslenski tölvuleikjaiðnaðurinn hefði sannað að Ísland gæti verið mikilvæg þjóð í nýjum sagnarheimi tölva og hátækni. „Fjölmörg íslensk leikjafyrirtæki hafa skapað sér nöfn á alþjóðarvísu, og eru orðin leiðandi á sínu sviði. Ástæðan fyrir því að mínu mati má rekja til þess að við höfum í arfleifð okkar hæfileika til að segja sögur, og tölvuleikur er í raun og veru ef tekin er öll tæknin úr iðnaðinum, nútímalegt sagnaform,“ sagði hann. „Í öðru lagi, þá gerir smæð þjóðarinnar það að verkum að við vinnum þétt saman þvert á fög og iðnaði. Listamenn ræða við viðskiptafólk. Tölvuforritarar við markaðsfólk. Sökum þess hversu fá við erum þá verður landið einskonar suðupottur nýrra hugmynda,“ sagði forsetinn. Leikjavísir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Tölvuleikjaráðstefnan Slush Play Reykjavík var haldin í fyrsta sinn í dag í Gamla bíó. Ráðstefnan er haldin að finnskri fyrirmynd en meðal þeirra sem ávörpuðu ráðstefnuna í dag voru Hilmar Veigar, forstjóri CCP, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.Hilmar Veigar, forstjóri CCP.mynd/halldóra ólafsÍ opnunarræðu ráðstefnunnar talaði Hilmar um mikilvægi þess að ungir sprotar hér á landi fái tækifæri til að hitta fjárfesta og erlenda fjölmiðla á ráðstefnu sem þessari, þar sem oft og tíðum sé ekki til fjármagn til að ferðast um heiminn á fyrsta stigi nýsköpunar. Þá talaði hann um hvernig fjölmörg ný fyrirtæki urðu til sem afsprengi fyrirtækisins OZ frá því á tíunda áratug síðustu aldar. „Oftar en ekki, þegar það komu hindranir í sögu OZ, urðu til góðar hugmyndir sem sumar urðu til þess að ný fyrirtæki urðu til. Reynslan sem varð til á þessum árum, samstarf fólks og sagan skipti miklu máli í hvernig iðnaðurinn hefur þróast,“ sagði hann. „Þessi margföldunaráhrif eru mikilvæg þegar við horfum til iðnaðarins og hvernig við viljum sjá hann vaxa inn í framtíðina,“ sagði Hilmar.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.mynd/halldóra ólafsÓlafur Ragnar sagði að íslenski tölvuleikjaiðnaðurinn hefði sannað að Ísland gæti verið mikilvæg þjóð í nýjum sagnarheimi tölva og hátækni. „Fjölmörg íslensk leikjafyrirtæki hafa skapað sér nöfn á alþjóðarvísu, og eru orðin leiðandi á sínu sviði. Ástæðan fyrir því að mínu mati má rekja til þess að við höfum í arfleifð okkar hæfileika til að segja sögur, og tölvuleikur er í raun og veru ef tekin er öll tæknin úr iðnaðinum, nútímalegt sagnaform,“ sagði hann. „Í öðru lagi, þá gerir smæð þjóðarinnar það að verkum að við vinnum þétt saman þvert á fög og iðnaði. Listamenn ræða við viðskiptafólk. Tölvuforritarar við markaðsfólk. Sökum þess hversu fá við erum þá verður landið einskonar suðupottur nýrra hugmynda,“ sagði forsetinn.
Leikjavísir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira