VR sleit einnig kjaraviðræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2015 15:26 Ólafía minnir á að um 30 þúsund félagsmenn séu hjá VR og 5000 félagsmenn hjá LÍV. Vísir/Anton Brink Allt stefnir í verkfall um 35 þúsund félagsmanna VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna í lok maí. Viðræðum VR og LÍV við Samtök atvinnulífsins í Karphúsinu var slitið um klukkan þrjú í dag. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, sagði við Vísi skömmu eftir fundinn að samtalið væri orðið árangurslaust. Óskað hefði verið eftir því að það yrði fært til bókar og fundi slitið. „Í framhaldinu verð ég með stjórnarfund í kvöld og trúnaðarráðsfund þar sem ég mun fara yfir stöðuna með trúnaðarráði félagsins og taka síðan ákvarðanir um framhaldið,“ segir Ólafía.Lítið rætt kröfur VR og LÍV Forsvarsmenn VR og LÍV hafa fundað endurtekið með fulltrúm SA undanfarnar vikur. „Þeir hafa hingað til alltaf viljað nálgast viðfangsefnið út frá heildarvinnumarkaði og lítið rætt okkar kröfur,“ segir Ólafía. Nú hafi viðræðum hins vegar verið slitið. „Við höfum hins vegar verið að ráða ákveðna þætti inn í efnishluta samningsins hvað varðar starfsmenntamál. Okkur hefur miðað ágætlega í þeim efnum við Samtök atvinnulífsins en ekkert sem gerir það að verkum að hægt sé að fara að skrifa undir kröfugerðina okkar í heild sinni.“35 þúsund í félögunum tveimur Ólafía minnir á að um 30 þúsund félagsmenn séu hjá VR og 5000 félagsmenn hjá LÍV. Að loknum fundinum í kvöld komi í ljós næstu skref. „Því miður bendir allt til þess að við séum að fara hér í verkfall í lok maí. En við skulum vona að menn nái einhverri niðurstöðu fyrir þann tíma.“Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Flóabandalagið hefði slitið viðræðum við SA. Þau verkalýðsfélög sem tilheyra Flóabandalaginu eru Efling, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur en þeim tilheyra um 21 þúsund manns. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07 Bændur geta grisjað bú sín - "siðleysi" segir formaður svínaræktenda Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. 26. apríl 2015 19:30 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Allt stefnir í verkfall um 35 þúsund félagsmanna VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna í lok maí. Viðræðum VR og LÍV við Samtök atvinnulífsins í Karphúsinu var slitið um klukkan þrjú í dag. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, sagði við Vísi skömmu eftir fundinn að samtalið væri orðið árangurslaust. Óskað hefði verið eftir því að það yrði fært til bókar og fundi slitið. „Í framhaldinu verð ég með stjórnarfund í kvöld og trúnaðarráðsfund þar sem ég mun fara yfir stöðuna með trúnaðarráði félagsins og taka síðan ákvarðanir um framhaldið,“ segir Ólafía.Lítið rætt kröfur VR og LÍV Forsvarsmenn VR og LÍV hafa fundað endurtekið með fulltrúm SA undanfarnar vikur. „Þeir hafa hingað til alltaf viljað nálgast viðfangsefnið út frá heildarvinnumarkaði og lítið rætt okkar kröfur,“ segir Ólafía. Nú hafi viðræðum hins vegar verið slitið. „Við höfum hins vegar verið að ráða ákveðna þætti inn í efnishluta samningsins hvað varðar starfsmenntamál. Okkur hefur miðað ágætlega í þeim efnum við Samtök atvinnulífsins en ekkert sem gerir það að verkum að hægt sé að fara að skrifa undir kröfugerðina okkar í heild sinni.“35 þúsund í félögunum tveimur Ólafía minnir á að um 30 þúsund félagsmenn séu hjá VR og 5000 félagsmenn hjá LÍV. Að loknum fundinum í kvöld komi í ljós næstu skref. „Því miður bendir allt til þess að við séum að fara hér í verkfall í lok maí. En við skulum vona að menn nái einhverri niðurstöðu fyrir þann tíma.“Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Flóabandalagið hefði slitið viðræðum við SA. Þau verkalýðsfélög sem tilheyra Flóabandalaginu eru Efling, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur en þeim tilheyra um 21 þúsund manns.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07 Bændur geta grisjað bú sín - "siðleysi" segir formaður svínaræktenda Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. 26. apríl 2015 19:30 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07
Bændur geta grisjað bú sín - "siðleysi" segir formaður svínaræktenda Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. 26. apríl 2015 19:30