Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - ÍBV 22-25 | Eyjastúlkur 2-1 yfir og með einvígið í sínum höndum Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Telma Amado fer í gegn á Nesinu í kvöld. vísir/valli ÍBV vann frábæran þriggja marka sigur á deildarmeisturum Gróttu, 25-22. Eyjastúlkur eru því komnar yfir í einvígi liðanna en fjórði leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn. Jafnt var á með liðinum framan af leik í kvöld en um miðjan fyrri hálfleik tók ÍBV völdin á vellinum. Vörn ÍBV fór að smella og þær náðu að stöðva skyttur Gróttu á tímabili. Grótta hefði á þeim tíma mátt nýta hornamenn sína betur sem oft á tíðum voru í góðum stöðu. ÍBV liðið náði mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 12-9. Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir drógu vagninn fyrir ÍBV í fyrri hálfleik en þær skoruðu tíu af tólf mörkum liðsins í hálfleiknum. Ester þurfti að yfirgefa völlinn um stund í fyrri hálfleik en sem betur fer fyrir ÍBV kom hún aftur inn á og sýndi styrk sinn. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var hins vegar með fjögur mörk í fjórum skotum fyrir Gróttu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 12-10, gestunum frá Vestmannaeyjum í vil. Það var hreinlega allt annað að sjá til Gróttu í upphafi síðari hálfleiks. Eftir átta mínútur í síðari hálfleik var Grótta komið tveimur mörkum yfir, 16-14, og heimastúlkur virtust ætla að taka leikinn í sínar hendur. En aftur náðu Eyjastúlkur að snúa leiknum sér í vil um miðjan hálfleik. Það er engu líkara en að vörn ÍBV þurfi c.a. 15 mínútur til að vakna til lífsins í hvorum hálfleik. ÍBV náði upp feykilega góðum varnarleik og í kjölfarið fylgdu nokkur auðveld mörk. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir í marki ÍBV á sömuleiðis stóran þátt í þessum sigri en hún varði oft á tíðum mjög mikilvæg skot. Lokatölur urðu 25-22, gestunum í vil. ÍBV er því komið yfir í einvíginu, 2-1. Fjórði leikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn og með sigri þar getur ÍBV tryggt sér rétt til að leika til úrslita á Íslandsmótinu. Grótta er hins vegar ríkjandi deildarmeistari og hefur á að skipa sterku liði. Þetta er því hvergi nærri búið og óhætt að lofa spennandi leik á fimmtudaginn. Vera Lopes fór á kostum í liði ÍBV og skoraði 11 mörk. Ester Óskarsdóttir átti sömuleiðis góðan leik fyrir gestina og skoraði 6 mörk. Hjá Gróttu var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir markahæst með 8 mörk.vísir/valliJón Gunnlaugur Viggósson: Þurfti að taka leikhlé og kveikja á mínum stelpum "Það var mikið um tæknifeila í byrjun. Greinilega mikið stress og þetta var í járnum. En við leiddum þetta fannst mér og mér fannst við vera með þetta í okkar hendi. Þær komast yfir í byrjun síðari hálfleiks en mér fannst mitt lið heilt yfir spila mjög vel," sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. Grótta mætti af miklum krafti inn í síðari hálfleik en Jón Gunnlaugur hafði ekki áhyggjur af því að sú pressa myndi yfirbuga sínar stúlkur. "Ég þurfti að taka leikhlé og aðeins að kveikja á mínum stelpum. Passa að þetta færi ekki í einhverja vitleysu. Það gerist stundum í svona stöðu og leikmenn taki vitlausar einstaklingsákvarðanir. En við lögðum upp með að spila sem lið og þá skiptir ekki máli þó einn og einn leikmaður sé ekki að finna sig. Það er gríðarlega mikilvægt," sagði Jón Gunnlaugur og nefndi sérstaklega þátt Ólafar Kolbrúnar Ragnarsdóttur í markinu. "Í stöðunni 17-15 fyrir Gróttu breytum við stöðunni í 20-17 okkur í vil. Og það mest megnis Ólöfu að þakka. Hún gjörsamlega lokaði markinu og stóð sig frábærlega í dag. Ég var mjög ánægður með hana. Mér fannst Vera frábær sóknarlega, Ester og Drífa spila eins og þær séu búnar að vera í boltanum í 20 ár," sagði Jón Gunnlaugur og skoraði á Eyjamenn að mæta á fjórða leikinn á fimmtudaginn. "Ákall til Eyjamanna að mæta á þann leik. Ég trúi ekki öðru en að það verði brjáluð þjóðhátíðarstemning," sagði Jón Gunnlaugur að lokum.vísir/valliKári Garðarsson: Ég var ósáttur en handbolti er erfið íþrótta að dæma "Við vorum ekki að spila nægilega vel til að eiga sigur skilið. Fyrri hálfleikur var stirður en við fórum vel í gang í seinni hálfleik. Náðum þá forskoti sem að við vorum að mörgu leiti klaufar að fylgja ekki nógu vel eftir. Við fórum illa með mjög góð færi og hleyptum ÍBV inn í leikinn með því. Svo vorum við bara á hælunum síðustu 10-12 mínúturnar," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu eftir leikinn. Nú þarf Grótta að sækja sigur til Vestmannaeyja og það er sýnd veiði en ekki gefin. "Það hefur verið markmiðið hingað til þannig að við stefnum áfram að því. Eyjaleikurinn er hvort sem er leikur sem við hefðum þurft að klára þar sem við töpuðum á mánudaginn. Við horfum bara björtum augum á það," sagði Kári en það er margt sem Grótta þarf að laga fyrir þann leik. "Við þurfum að huga að okkar handbolta en við þurfum líka að hafa svolítið meira gaman. Það vantar pínu leikgleði. Það hefur verið aðalsmerki liðsins, leikgleðin hefur skynið úr hverju andliti og þær hafa gaman af því að spila handbolta. Við þurfum að ná í það aftur. Það eru ekki nema nokkrir leikir síðan það var í gangi hjá okkur og hefur verið í allan vetur. Ég hef því litlar áhyggjur af öðru en að það takist," sagði Kári. Kári var oft á tíðum ósáttur við dómara leiksins en um vildi lítið tjá sig um það við blaðamann. "Ég var bara ósáttur en handbolti er erfið íþrótta að dæma. No comment. Segjum það bara." Olís-deild kvenna Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
ÍBV vann frábæran þriggja marka sigur á deildarmeisturum Gróttu, 25-22. Eyjastúlkur eru því komnar yfir í einvígi liðanna en fjórði leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn. Jafnt var á með liðinum framan af leik í kvöld en um miðjan fyrri hálfleik tók ÍBV völdin á vellinum. Vörn ÍBV fór að smella og þær náðu að stöðva skyttur Gróttu á tímabili. Grótta hefði á þeim tíma mátt nýta hornamenn sína betur sem oft á tíðum voru í góðum stöðu. ÍBV liðið náði mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 12-9. Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir drógu vagninn fyrir ÍBV í fyrri hálfleik en þær skoruðu tíu af tólf mörkum liðsins í hálfleiknum. Ester þurfti að yfirgefa völlinn um stund í fyrri hálfleik en sem betur fer fyrir ÍBV kom hún aftur inn á og sýndi styrk sinn. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var hins vegar með fjögur mörk í fjórum skotum fyrir Gróttu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 12-10, gestunum frá Vestmannaeyjum í vil. Það var hreinlega allt annað að sjá til Gróttu í upphafi síðari hálfleiks. Eftir átta mínútur í síðari hálfleik var Grótta komið tveimur mörkum yfir, 16-14, og heimastúlkur virtust ætla að taka leikinn í sínar hendur. En aftur náðu Eyjastúlkur að snúa leiknum sér í vil um miðjan hálfleik. Það er engu líkara en að vörn ÍBV þurfi c.a. 15 mínútur til að vakna til lífsins í hvorum hálfleik. ÍBV náði upp feykilega góðum varnarleik og í kjölfarið fylgdu nokkur auðveld mörk. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir í marki ÍBV á sömuleiðis stóran þátt í þessum sigri en hún varði oft á tíðum mjög mikilvæg skot. Lokatölur urðu 25-22, gestunum í vil. ÍBV er því komið yfir í einvíginu, 2-1. Fjórði leikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn og með sigri þar getur ÍBV tryggt sér rétt til að leika til úrslita á Íslandsmótinu. Grótta er hins vegar ríkjandi deildarmeistari og hefur á að skipa sterku liði. Þetta er því hvergi nærri búið og óhætt að lofa spennandi leik á fimmtudaginn. Vera Lopes fór á kostum í liði ÍBV og skoraði 11 mörk. Ester Óskarsdóttir átti sömuleiðis góðan leik fyrir gestina og skoraði 6 mörk. Hjá Gróttu var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir markahæst með 8 mörk.vísir/valliJón Gunnlaugur Viggósson: Þurfti að taka leikhlé og kveikja á mínum stelpum "Það var mikið um tæknifeila í byrjun. Greinilega mikið stress og þetta var í járnum. En við leiddum þetta fannst mér og mér fannst við vera með þetta í okkar hendi. Þær komast yfir í byrjun síðari hálfleiks en mér fannst mitt lið heilt yfir spila mjög vel," sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. Grótta mætti af miklum krafti inn í síðari hálfleik en Jón Gunnlaugur hafði ekki áhyggjur af því að sú pressa myndi yfirbuga sínar stúlkur. "Ég þurfti að taka leikhlé og aðeins að kveikja á mínum stelpum. Passa að þetta færi ekki í einhverja vitleysu. Það gerist stundum í svona stöðu og leikmenn taki vitlausar einstaklingsákvarðanir. En við lögðum upp með að spila sem lið og þá skiptir ekki máli þó einn og einn leikmaður sé ekki að finna sig. Það er gríðarlega mikilvægt," sagði Jón Gunnlaugur og nefndi sérstaklega þátt Ólafar Kolbrúnar Ragnarsdóttur í markinu. "Í stöðunni 17-15 fyrir Gróttu breytum við stöðunni í 20-17 okkur í vil. Og það mest megnis Ólöfu að þakka. Hún gjörsamlega lokaði markinu og stóð sig frábærlega í dag. Ég var mjög ánægður með hana. Mér fannst Vera frábær sóknarlega, Ester og Drífa spila eins og þær séu búnar að vera í boltanum í 20 ár," sagði Jón Gunnlaugur og skoraði á Eyjamenn að mæta á fjórða leikinn á fimmtudaginn. "Ákall til Eyjamanna að mæta á þann leik. Ég trúi ekki öðru en að það verði brjáluð þjóðhátíðarstemning," sagði Jón Gunnlaugur að lokum.vísir/valliKári Garðarsson: Ég var ósáttur en handbolti er erfið íþrótta að dæma "Við vorum ekki að spila nægilega vel til að eiga sigur skilið. Fyrri hálfleikur var stirður en við fórum vel í gang í seinni hálfleik. Náðum þá forskoti sem að við vorum að mörgu leiti klaufar að fylgja ekki nógu vel eftir. Við fórum illa með mjög góð færi og hleyptum ÍBV inn í leikinn með því. Svo vorum við bara á hælunum síðustu 10-12 mínúturnar," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu eftir leikinn. Nú þarf Grótta að sækja sigur til Vestmannaeyja og það er sýnd veiði en ekki gefin. "Það hefur verið markmiðið hingað til þannig að við stefnum áfram að því. Eyjaleikurinn er hvort sem er leikur sem við hefðum þurft að klára þar sem við töpuðum á mánudaginn. Við horfum bara björtum augum á það," sagði Kári en það er margt sem Grótta þarf að laga fyrir þann leik. "Við þurfum að huga að okkar handbolta en við þurfum líka að hafa svolítið meira gaman. Það vantar pínu leikgleði. Það hefur verið aðalsmerki liðsins, leikgleðin hefur skynið úr hverju andliti og þær hafa gaman af því að spila handbolta. Við þurfum að ná í það aftur. Það eru ekki nema nokkrir leikir síðan það var í gangi hjá okkur og hefur verið í allan vetur. Ég hef því litlar áhyggjur af öðru en að það takist," sagði Kári. Kári var oft á tíðum ósáttur við dómara leiksins en um vildi lítið tjá sig um það við blaðamann. "Ég var bara ósáttur en handbolti er erfið íþrótta að dæma. No comment. Segjum það bara."
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira