Jón Heiðar: Líklega minn síðasti handboltaleikur Anton Ingi Leifsson skrifar 26. apríl 2015 19:22 Jón Heiðar Gunnarsson hefur skorað sitt síðasta mark. vísir/ernir Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður ÍR, spilaði líklega sinn síðasta handboltaleik þegar ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í ævintýralegum oddaleik, en meira um þann leik má lesa hér. Vísir greip Jón Heiðar að tali í leikslok. „Þetta er ansi svekkjandi, en þetta er að komast inn. Þetta eru gífurleg vonbrigði," sagði Jón Heiðar í leikslok. „Heilt yfir erum við að spila fínan leik. Þetta eru tvö frábær handboltalið og mikið um mjög góða takta. Við erum betri stóra hluta leiksins og seinni hálfleikurinn var mjög góður." „Við vorum lengi í gang varnarlega, en lokuðum vörninni í síðari hálfleik. Við leiddum í seinni hálfleik, en við erum bara klaufar. Við erum þremur mörkum yfir þegar ein og hálf mínúta er eftir." „Við fórum dálítið á taugum sóknarlega. Við misstum boltann þrisvar á skömmum tíma og það ræður úrslitum. Við gefum þeim þetta á silfurfati," en hvað gerðist í síðastu sókninni þegar boltinn var dæmdur af ÍR? „Hann dæmir leiktöf. Þetta er dálítið umdeildur dómur. Við vorum búnir að vera í tuttugu sekúndur í sókn og Sturla fer í árás. Við héldum að það hafi verið brotið á honum, en það var ekkert dæmt." „Í staðinn fer höndin upp og þetta gerist allt rosalega hratt. Ég á eftir að sjá þetta á myndbandi, en mér fannst þetta ansi harður dómur. Það er ekki við það að sakast. „Við erum bara klaufar og klúðruðum þessu í síðustu sóknunum án þess að gera lítið úr Aftureldingu. Þetta eru bara tvö frábær lið." ÍR kom mörgum á óvart með því að fara eins langt og raunin var. Hann segir að markmiðið hafi alltaf verið að verða Íslandsmeistarar. „Markmiðið var að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Ég á eftir að verða Íslandsmeistari, en búinn að vinna flest annað. Menn spáðu okkur fyrst sjötta sæti, spáðu að við myndum detta út fyrir Akureyri og svo detta út fyrir Aftureldingu." „Menn hafa ekki haft mikla trú á okkur, en ég er gífurlega ánægður með hópinn. Við erum hársbreidd frá því að fara í úrslit, en heilt yfir erum við að spila yfir væntingum annara." „Þetta var líklega minn síðasti handboltaleikur og að sjálfsögðu hefði það verið skemmtilegra að klára þetta með sigri," sagði þessi frábæri línumaður að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Sjá meira
Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður ÍR, spilaði líklega sinn síðasta handboltaleik þegar ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í ævintýralegum oddaleik, en meira um þann leik má lesa hér. Vísir greip Jón Heiðar að tali í leikslok. „Þetta er ansi svekkjandi, en þetta er að komast inn. Þetta eru gífurleg vonbrigði," sagði Jón Heiðar í leikslok. „Heilt yfir erum við að spila fínan leik. Þetta eru tvö frábær handboltalið og mikið um mjög góða takta. Við erum betri stóra hluta leiksins og seinni hálfleikurinn var mjög góður." „Við vorum lengi í gang varnarlega, en lokuðum vörninni í síðari hálfleik. Við leiddum í seinni hálfleik, en við erum bara klaufar. Við erum þremur mörkum yfir þegar ein og hálf mínúta er eftir." „Við fórum dálítið á taugum sóknarlega. Við misstum boltann þrisvar á skömmum tíma og það ræður úrslitum. Við gefum þeim þetta á silfurfati," en hvað gerðist í síðastu sókninni þegar boltinn var dæmdur af ÍR? „Hann dæmir leiktöf. Þetta er dálítið umdeildur dómur. Við vorum búnir að vera í tuttugu sekúndur í sókn og Sturla fer í árás. Við héldum að það hafi verið brotið á honum, en það var ekkert dæmt." „Í staðinn fer höndin upp og þetta gerist allt rosalega hratt. Ég á eftir að sjá þetta á myndbandi, en mér fannst þetta ansi harður dómur. Það er ekki við það að sakast. „Við erum bara klaufar og klúðruðum þessu í síðustu sóknunum án þess að gera lítið úr Aftureldingu. Þetta eru bara tvö frábær lið." ÍR kom mörgum á óvart með því að fara eins langt og raunin var. Hann segir að markmiðið hafi alltaf verið að verða Íslandsmeistarar. „Markmiðið var að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Ég á eftir að verða Íslandsmeistari, en búinn að vinna flest annað. Menn spáðu okkur fyrst sjötta sæti, spáðu að við myndum detta út fyrir Akureyri og svo detta út fyrir Aftureldingu." „Menn hafa ekki haft mikla trú á okkur, en ég er gífurlega ánægður með hópinn. Við erum hársbreidd frá því að fara í úrslit, en heilt yfir erum við að spila yfir væntingum annara." „Þetta var líklega minn síðasti handboltaleikur og að sjálfsögðu hefði það verið skemmtilegra að klára þetta með sigri," sagði þessi frábæri línumaður að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Sjá meira