Bændur geta grisjað bú sín - "siðleysi" segir formaður svínaræktenda Linda Blöndal skrifar 26. apríl 2015 19:30 Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. Bændum sé frjálst að aflífa dýr sjálfir með mannúðlegum aðferðum eins og gasi – verði of þröngt um dýrin á búunum. Formaður svínaræktenda segir slíkar aðferðir siðlausar og nánast hryðjuverk. Dýravelferð í húfiUndanþágur voru veittar um helgina til slátrunar á 50 þúsund kjúklingum og 1000 kalkúnum á grundvelli dýraverndunar en þröngt var orðið um fuglana. Dýralæknar hjá Matvælastofnun hafa verið í verkfalli frá því á mánudag en þeir eru harðlega gagnrýndir og bent á dýravelferð í því sambandi. Dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátrun og síðan verkfall hófst hefur ekkert verið slátrað nema með undanþágum frá þeim. Staðan á mörgum kjúklingabúum hefur erfið og framundan eru líka erfiðleikar hjá svínaræktendum. „Gríðarlega stórt og mikið mál"Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins segir stöðuna alvarlegri en fólk átti sig á. „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að birgðirnar eru að safnast upp á búunum og þrengslin eru að aukast. Þða er mikilvægt að stjórnvöld og almenningur átti sig á umfangi þessa vanda. Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Við erum þegar orðið fyrir miklu tjóni og það minnkar ekki eftir því sem þetta dregst á langinn“, sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eigendur dýra bera ábyrgðinaCharlotta Oddsdóttir, dýralæknir og talsmaður Dýralæknafélagsins segir að slátrun til að selja kjötið stöðvist í verkfallinu en það eigi ekki að bitna á velferð dýranna. Dýralæknar hafna því að þeir beri ábyrgð á velferð dýranna. „Það er eitthvað sem dýralæknar vilja vísa til föðurhúsanna. Samkvæmt lögum er það dýraeigandi eða sá sem heldur dýr sá sem ber ábyrgð á velferð sinna dýra. Dýralæknar eru opinberir starfsmenn og okkur er mjög í mun að dýravelferð verði ekki undir í þessari kjarabaráttu. En auðvitað er það svo að ef það koma inn tilkynningar þar sem bændur hafa virkilega áhyggjur þá eru öll þau mál skoðuð“, sagði Charlotta. Bændur geta grisjað bú sín löglegaCharlotta segir að bændur megi í sumum tilfellum aflífa dýrin sjálfir og urða þau án viðveru dýralækna og það hafi bændur iðulega gert. „Við bendum líka á að það eru til mannúðlegar aðferðir aðrar heldur en að slátra til þess að létta á, til þess að grisja á búum sem er fullkomlega löglegt að beita“, segir Charlotta enn fremur. Gas er notað til slátrunar grísa, til dæmis í sláturhúsinu í Saltvík á Kjalarnesi og telst aðferðin mannúðleg. Dýralæknar benda á að bændur geti notað þessa aðferð til þess að grisja bú sín. Líkir grisjun helst viðhryðjuverk Hörður segir hins vegar að þegar svín eigi í hlut sé grisjun með gasi ómöguleg og hann hafi heldur ekki heyrt að það hafi verið formlega lagt til. „Mér er óhætt að segja að bændur munu ekki gera það. Það er algjörlega útilokað í framkvæmd fyrir utan svo siðleysið sem liggur þar að baki ef það ætti að grípa til slíkra aðgerða og það má helst líkja því við hryðjuverk ef menn ætla að standa svona að verki“ sagði Hörður.Fleiri undanþágubeiðnir bíðaBeiðnir um frekari undanþágur til slátrunar kjúklinga og einnig svína verða teknar fyrir af dýralæknum í fyrramálið. Verkfall 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. Bændum sé frjálst að aflífa dýr sjálfir með mannúðlegum aðferðum eins og gasi – verði of þröngt um dýrin á búunum. Formaður svínaræktenda segir slíkar aðferðir siðlausar og nánast hryðjuverk. Dýravelferð í húfiUndanþágur voru veittar um helgina til slátrunar á 50 þúsund kjúklingum og 1000 kalkúnum á grundvelli dýraverndunar en þröngt var orðið um fuglana. Dýralæknar hjá Matvælastofnun hafa verið í verkfalli frá því á mánudag en þeir eru harðlega gagnrýndir og bent á dýravelferð í því sambandi. Dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátrun og síðan verkfall hófst hefur ekkert verið slátrað nema með undanþágum frá þeim. Staðan á mörgum kjúklingabúum hefur erfið og framundan eru líka erfiðleikar hjá svínaræktendum. „Gríðarlega stórt og mikið mál"Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins segir stöðuna alvarlegri en fólk átti sig á. „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að birgðirnar eru að safnast upp á búunum og þrengslin eru að aukast. Þða er mikilvægt að stjórnvöld og almenningur átti sig á umfangi þessa vanda. Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Við erum þegar orðið fyrir miklu tjóni og það minnkar ekki eftir því sem þetta dregst á langinn“, sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eigendur dýra bera ábyrgðinaCharlotta Oddsdóttir, dýralæknir og talsmaður Dýralæknafélagsins segir að slátrun til að selja kjötið stöðvist í verkfallinu en það eigi ekki að bitna á velferð dýranna. Dýralæknar hafna því að þeir beri ábyrgð á velferð dýranna. „Það er eitthvað sem dýralæknar vilja vísa til föðurhúsanna. Samkvæmt lögum er það dýraeigandi eða sá sem heldur dýr sá sem ber ábyrgð á velferð sinna dýra. Dýralæknar eru opinberir starfsmenn og okkur er mjög í mun að dýravelferð verði ekki undir í þessari kjarabaráttu. En auðvitað er það svo að ef það koma inn tilkynningar þar sem bændur hafa virkilega áhyggjur þá eru öll þau mál skoðuð“, sagði Charlotta. Bændur geta grisjað bú sín löglegaCharlotta segir að bændur megi í sumum tilfellum aflífa dýrin sjálfir og urða þau án viðveru dýralækna og það hafi bændur iðulega gert. „Við bendum líka á að það eru til mannúðlegar aðferðir aðrar heldur en að slátra til þess að létta á, til þess að grisja á búum sem er fullkomlega löglegt að beita“, segir Charlotta enn fremur. Gas er notað til slátrunar grísa, til dæmis í sláturhúsinu í Saltvík á Kjalarnesi og telst aðferðin mannúðleg. Dýralæknar benda á að bændur geti notað þessa aðferð til þess að grisja bú sín. Líkir grisjun helst viðhryðjuverk Hörður segir hins vegar að þegar svín eigi í hlut sé grisjun með gasi ómöguleg og hann hafi heldur ekki heyrt að það hafi verið formlega lagt til. „Mér er óhætt að segja að bændur munu ekki gera það. Það er algjörlega útilokað í framkvæmd fyrir utan svo siðleysið sem liggur þar að baki ef það ætti að grípa til slíkra aðgerða og það má helst líkja því við hryðjuverk ef menn ætla að standa svona að verki“ sagði Hörður.Fleiri undanþágubeiðnir bíðaBeiðnir um frekari undanþágur til slátrunar kjúklinga og einnig svína verða teknar fyrir af dýralæknum í fyrramálið.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira