Innlent

„Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísir/GVA
Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu sem samþykkt var á aðalfundi þess í dag.

Þá segir jafnframt í ályktuninni að það sé „afar mikilvægt að deiluaðilar nái samningum til þess að verkföllum ljúki sem allra fyrst og lágmarka þannig þann skaða sem þau valda. Vandinn vex með hverjum degi þar sem stöðugt þrengir að dýrunum á búunum með tilheyrandi vanlíðan þeirra. Fljótt stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra og því ljóst að íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir gríðarlegu tjóni.“


Tengdar fréttir

Búist við kjötskorti

Dýralæknar eru meðal stétta Bandalags háskólamanna sem boðað hafa verkfall frá og með næsta mánudegi. Dragist verkfallið á langinn hverfur fersk kjötvara hratt úr búðum. Tæki og skepnur fara ekki yfir varnarlínur og hluti útflutnings truflast.

Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða

Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×