Deilt um hvar halda eigi Eurovision ef Ástralía vinnur Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2015 13:31 Guy Sebastian flytur lag Ástrala í Eurovision. Vísir/Getty Þrátt fyrir að tæpur mánuður sé í fyrsta undankvöldið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þá eru strax hafnar deilur um hvar halda eigi keppnina að ári fari svo að Ástralir fari með sigur af hólmi. Ástralíu var boðið að vera með í keppninni í ár sem „sérstakur gestur“ vegna pólitískra tengsla við Evrópulönd og í tilefni af því að sextíu ár eru síðan fyrsta Eurovision-keppnin var haldin. Keppnin nýtur gífurlegra vinsælda í Ástralíu og hefur verið sýnt frá henni þar í landi síðastliðin 30 ár. Segja má að deilurnar um hvar halda eigi keppnina að ári ef Ástralía vinnur hafi byrjað á þriðjudag þegar Christer Björkman, sem fer fyrir Eurovision-nefnd Svía og skipulagningunni á Melodifestivalen, undankeppninni í Svíþjóð, sagði að Þjóðverjar myndu hreinlega taka það verk að sér að halda keppnina með Áströlum í Þýskalandi að ári fari svo að ástralska lagið fari með sigur af hólmi. Þetta sagði hann í þættinum Inför Eurovision í sænska ríkissjónvarpinu þegar hann og Sarah Dawn Finer ræddu keppendur og undirbúning fyrir Eurovision-keppnina sem er handan við hornið. Sarah spurði hreint út: „Ef Ástralir vinna, hvar verður keppnin haldin?“ Eurovisionvefurinn ESCToday hafði samband við þýska ríkisútvarpið til að fá þeirra hlið á málinu. Doktor Frank-Dieter Freiling, hjá þýska ríkisútvarpinu, var til svara og hafði þetta að segja: „Ef Ástralir vinna Eurovision í ár þá verður næsta keppni haldin í Evrópu, af praktískum ástæðum. Í því ljósi koma fjöldi Evrópuþjóða til greina, og þar eru Þjóðverjar ekki undanskildir. Samstarf Ástrala við þessar þjóðir verður aðeins rætt fari svo að Ástralir vinni keppnina. Við leggjum áherslu á að ógætileg ummæli herra Björkman eru ótímabær.“ Það er Guy Sebastian sem mun flytja lagið Tonight again fyrir hönd Ástrala. Eurovision Tengdar fréttir Svona er sviðið sem María syngur á í Vín Eurovision-sviðið tilbúð. 22. apríl 2015 22:00 María verður berfætt í bleikum kjól Verið er að sauma kjólinn sem María Ólafsdóttir mun klæðast í keppninni. 18. apríl 2015 09:00 Ekki auðvelt að hrista af sér barnastjörnustimpilinn Jóhanna Guðrún segir að Eurovision hafi hjálpað henni að stíga fram sem eitthvað meira en barnastjarna. 22. apríl 2015 10:27 Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri. 15. apríl 2015 14:48 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Þrátt fyrir að tæpur mánuður sé í fyrsta undankvöldið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þá eru strax hafnar deilur um hvar halda eigi keppnina að ári fari svo að Ástralir fari með sigur af hólmi. Ástralíu var boðið að vera með í keppninni í ár sem „sérstakur gestur“ vegna pólitískra tengsla við Evrópulönd og í tilefni af því að sextíu ár eru síðan fyrsta Eurovision-keppnin var haldin. Keppnin nýtur gífurlegra vinsælda í Ástralíu og hefur verið sýnt frá henni þar í landi síðastliðin 30 ár. Segja má að deilurnar um hvar halda eigi keppnina að ári ef Ástralía vinnur hafi byrjað á þriðjudag þegar Christer Björkman, sem fer fyrir Eurovision-nefnd Svía og skipulagningunni á Melodifestivalen, undankeppninni í Svíþjóð, sagði að Þjóðverjar myndu hreinlega taka það verk að sér að halda keppnina með Áströlum í Þýskalandi að ári fari svo að ástralska lagið fari með sigur af hólmi. Þetta sagði hann í þættinum Inför Eurovision í sænska ríkissjónvarpinu þegar hann og Sarah Dawn Finer ræddu keppendur og undirbúning fyrir Eurovision-keppnina sem er handan við hornið. Sarah spurði hreint út: „Ef Ástralir vinna, hvar verður keppnin haldin?“ Eurovisionvefurinn ESCToday hafði samband við þýska ríkisútvarpið til að fá þeirra hlið á málinu. Doktor Frank-Dieter Freiling, hjá þýska ríkisútvarpinu, var til svara og hafði þetta að segja: „Ef Ástralir vinna Eurovision í ár þá verður næsta keppni haldin í Evrópu, af praktískum ástæðum. Í því ljósi koma fjöldi Evrópuþjóða til greina, og þar eru Þjóðverjar ekki undanskildir. Samstarf Ástrala við þessar þjóðir verður aðeins rætt fari svo að Ástralir vinni keppnina. Við leggjum áherslu á að ógætileg ummæli herra Björkman eru ótímabær.“ Það er Guy Sebastian sem mun flytja lagið Tonight again fyrir hönd Ástrala.
Eurovision Tengdar fréttir Svona er sviðið sem María syngur á í Vín Eurovision-sviðið tilbúð. 22. apríl 2015 22:00 María verður berfætt í bleikum kjól Verið er að sauma kjólinn sem María Ólafsdóttir mun klæðast í keppninni. 18. apríl 2015 09:00 Ekki auðvelt að hrista af sér barnastjörnustimpilinn Jóhanna Guðrún segir að Eurovision hafi hjálpað henni að stíga fram sem eitthvað meira en barnastjarna. 22. apríl 2015 10:27 Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri. 15. apríl 2015 14:48 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
María verður berfætt í bleikum kjól Verið er að sauma kjólinn sem María Ólafsdóttir mun klæðast í keppninni. 18. apríl 2015 09:00
Ekki auðvelt að hrista af sér barnastjörnustimpilinn Jóhanna Guðrún segir að Eurovision hafi hjálpað henni að stíga fram sem eitthvað meira en barnastjarna. 22. apríl 2015 10:27
Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri. 15. apríl 2015 14:48