Það er vel flestum ljóst að íslendingar innbyrða allt of mikið af sykri og ekkert lát virðist vera á neyslunni. Sykur er að finna í mörgum matvörum og því oft á tíðum hulinn neytandanum. Talið er að sykurinn eigi þátt í ýmsum lífstílssjúkdómum eins og offitu, sykursýki og hjartasjúkdómum, svo eitthvað sé nefnt. Sykur er í flokki einfaldra kolvetna, en kolvetni eru orkugjafar líkamans.
Sykur hefur ekkert næringarlegt gildi að öðru leyti sem þýðir að hann inniheldur engin steinefni, vítamin, trefjar eða annað það sem líkamanum er nauðsynlegt. Sykur er ávanabindandi og þó ekki sé hægt að kenna sykri um alla offitu og heilsuvandamál henni tengdri, þá er sykurinn einn aðalhvatinn í ofneyslu á mat. Þeim mun meira sem þú neytir af sykri, þeim mun meira kallar líkaminn á hann og þarf stöðugt stærri skammta til að fullnægja þörfinni. Þess vegna er mikilvægt að brjótast úr úr þessum vítahring og taka málin í eigin hendur.
Lakkrískúlur Tobbu
400 g sveskjur eða apríkósur
4 dl heslihnetur
2 dl valhnetur eða cashew hnetur
1 dl raw kakó duft
2 tsk Lakkrísrótarduft
1 tsk sjávarsalt
Blandið öllu saman í matvinnsluvél og mótið kúlur. Veltið kúlunum upp úr smá lakkrísdufti og berið fram. Gott er að geyma kúlurnar í kæli í lokuðu íláti.
