Innlent

Framsýn hefur viðræður strax á laugardag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Félagsmenn hafa þrýst á að kjaraviðræður hefjist.
Félagsmenn hafa þrýst á að kjaraviðræður hefjist. Mynd/Framsýn
Fulltrúar Framsýnar hefja viðræður við þau 12 fyrirtæki á félagssvæðinu sem hafa óskað eftir viðræðum við félagið um nýjan kjarasamning á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsýn.

„Til stóð að fulltrúar Framsýnar hæfu viðræður við þau 12 fyrirtæki á félagssvæðinu sem þegar hafa óskað eftir viðræðum við félagið um nýjan kjarasamning eftir helgina. Vegna mikils þrýstings frá fyrirtækjunum hefur verið ákveðið að hefja viðræðurnar á laugardaginn,“ segir í tilkynningunni. „Fyrirtækin sem eiga í hlut leggja mikið upp úr því að klára viðræðurnar fyrir 30. apríl þegar verkfallsaðgerðir hefjast á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. Þá má geta þess að Framsýn hefur boðað til félagsfundar á sunnudaginn þar sem óskað verður eftir umboði fundarins til að ganga frá kjarasamningum við þau fyrirtæki sem þess óska á félagssvæðinu.“

Um er að ræða meðal annars fyrirtæki í kjötvinnslu, byggingariðnaði, öðrum iðnaði,  landbúnaði og ferðaþjónustu.


Tengdar fréttir

Í verkfall stefnir eftir páska

Til verkfalla gæti komið eftir viðræðuslit SGS og SA. Ótrúverðugt að fólk á lágmarkslaunum eigi að standa undir stöðugleikanum, segir formaður SGS. Aldrei þessu vant snúi kröfur ekki að ríkinu vegna svikinna loforða.

Framsýn segir kjarasamninga kolfalla

Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík segir fyrirliggjandi að kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ sem undirritaðir voru í desember 2013 séu kolfallnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×