Bað ekki um höfrung í Eurovision Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. apríl 2015 15:30 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem varð í öðru sæti í Eurovision árið 2009, segist ekki hafa beðið um að hafa höfrung í atriðinu sínu heldur hafi hann komið frá tæknimönnum í Moskvu. Höfrungurinn var mikið ræddur á kaffistofum landsins eftir fyrsta flutnings lagsins. Hún ræðir höfrunginn og margt annað í nýjasta þætti Eurovísis. „Ég hafði ekkert með hann að gera. Þetta er bara eitthvað sem einhverjir tölvuhönnuður bjuggu til sem bakgrunn á atriðið og ég sá þetta bara í fyrsta skipti eftir fyrstu æfinguna úti,“ segir Jóhanna Guðrún sem segir að mikið hafi verið hlegið að höfrungnum innan íslenska hópsins.Höfrungurinn sveif yfir íslenska hópnum á sviðinu í Moskvu.Það eru þó fleiri en Íslendingar sem muna eftir höfrungnum og segist Jóhanna hafa heyrt af dragkeppni í Þýskalandi þar sem höfrungurinn fékk að njóta sín þegar ein drottningin flutti Is it true. „Það var einhver sem tók Is it true og það var búið að blása upp plasthöfrung sem var hlaupið með um allt sviðið,“ segir hún. Höfrungurinn vakti þó ekki bara gleði og hlátur heldur var eins og margt annað við atriðið mikið gagnrýndur. Jóhanna segir að hún hafi undirbúið sig vel andlega fyrir keppnina og ekki hlustað á gagnrýnisraddir. „Það er mikilvægt að velta sér ekki upp úr gagnrýni,“ segir hún. Þannig að hún las ekki Barnalandsþræði um sig og atriðið? „Ef að maður myndi gera það, þá væri maður bara í rusli. Maður gæti ekki gert þetta vel ef maður væri búinn að vera að skoða alla hlutina sem fólk segir um mann.“Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem varð í öðru sæti í Eurovision árið 2009, segist ekki hafa beðið um að hafa höfrung í atriðinu sínu heldur hafi hann komið frá tæknimönnum í Moskvu. Höfrungurinn var mikið ræddur á kaffistofum landsins eftir fyrsta flutnings lagsins. Hún ræðir höfrunginn og margt annað í nýjasta þætti Eurovísis. „Ég hafði ekkert með hann að gera. Þetta er bara eitthvað sem einhverjir tölvuhönnuður bjuggu til sem bakgrunn á atriðið og ég sá þetta bara í fyrsta skipti eftir fyrstu æfinguna úti,“ segir Jóhanna Guðrún sem segir að mikið hafi verið hlegið að höfrungnum innan íslenska hópsins.Höfrungurinn sveif yfir íslenska hópnum á sviðinu í Moskvu.Það eru þó fleiri en Íslendingar sem muna eftir höfrungnum og segist Jóhanna hafa heyrt af dragkeppni í Þýskalandi þar sem höfrungurinn fékk að njóta sín þegar ein drottningin flutti Is it true. „Það var einhver sem tók Is it true og það var búið að blása upp plasthöfrung sem var hlaupið með um allt sviðið,“ segir hún. Höfrungurinn vakti þó ekki bara gleði og hlátur heldur var eins og margt annað við atriðið mikið gagnrýndur. Jóhanna segir að hún hafi undirbúið sig vel andlega fyrir keppnina og ekki hlustað á gagnrýnisraddir. „Það er mikilvægt að velta sér ekki upp úr gagnrýni,“ segir hún. Þannig að hún las ekki Barnalandsþræði um sig og atriðið? „Ef að maður myndi gera það, þá væri maður bara í rusli. Maður gæti ekki gert þetta vel ef maður væri búinn að vera að skoða alla hlutina sem fólk segir um mann.“Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira