Það er mjög umdeilt að HM 2018 verði í Rússlandi af mörgum ástæðum en forseti FIFA, Sepp Blatter, ver ákvörðun FIFA með kjafti og klóm.
Þrátt fyrir mannréttindabrot og pólitíska ólgu er Blatter sannfærður um að HM 2018 geti orðið besta HM frá upphafi.
„Ég er ánægður og stoltur forseti. Ég er stoltur af því að Rússlandi fái að halda HM," sagði Blatter eftir fund með Vladimir Pútin, forseta Rússlands.
„Margt af því sem er í gangi er Pútin að þakka. Hér eru margir að vinna vel saman. Margir vilja taka HM af Rússum en við viljum ekki blanda íþróttum og pólitík saman. Það er allt á réttri leið svo Rússlandi geti haldið besta HM frá upphafi."
Fótbolti