Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Hjörtur Hjartarson og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2015 13:50 Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. vísir/auðunn Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. Veittar undanþágur duga skammt og vandamálið er enn til staðar. Nokkur hundruð grísum verður slátrað á næstu dögum en undanþágunefnd veitti í gær átta undanþágur. „Það er að hlaðast upp ákveðin tímasprengja í þessu og ef við gefum okkur að verkfallið verði í fimm vikur þá erum við að tala um 750 til 800 tonn af svínakjöti plús kjúklinga og allt þetta gríðarlega magn þarf að komast með einhverjum hætti út á markaðinn að verkfalli loknu,“ sagði Hörður Harðarsson, formaður félags Svínaræktenda. Skilyrði dýralækna fyrir undanþágunum var að kjötið færi ekki á markað og því verða afurðastöðir að frysta kjötið og bíða þess að verkfallið klárist. „Það liggur í hlutarins eðli að um leið og menn byrja að frysta kjötið þá fellur á það umtalsverður kostnaður. Sláturfélag Suðurlands er t.d. ekki heimilt að selja kjötið áfram og buðu þeir bændum að taka við kjötinu með tuttugu prósent afslætti frá verðskrá. Ég gæti alveg trúað því að við værum að tapa um fjórtán milljónum á viku.“ Hörður segir dýralækna vera að fara út fyrir sitt valdsvið með því að beita sér fyrir því að kjötið fari ekki á markað. „Það liggur ljóst fyrir að lögsaga hins opinbera líkur eftir að búið er að heilbrigðisskoða afurðirnar í sláturhúsi og dýralæknar hafa ekkert með það að gera hvað verður um afurðirnar í framhaldinu. Hörður segir að þó þessar átta undanþágur hafi verið veittar geri það lítið til að leysa þann mikla vanda sem verkfallið hefur í för með sér. Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. Veittar undanþágur duga skammt og vandamálið er enn til staðar. Nokkur hundruð grísum verður slátrað á næstu dögum en undanþágunefnd veitti í gær átta undanþágur. „Það er að hlaðast upp ákveðin tímasprengja í þessu og ef við gefum okkur að verkfallið verði í fimm vikur þá erum við að tala um 750 til 800 tonn af svínakjöti plús kjúklinga og allt þetta gríðarlega magn þarf að komast með einhverjum hætti út á markaðinn að verkfalli loknu,“ sagði Hörður Harðarsson, formaður félags Svínaræktenda. Skilyrði dýralækna fyrir undanþágunum var að kjötið færi ekki á markað og því verða afurðastöðir að frysta kjötið og bíða þess að verkfallið klárist. „Það liggur í hlutarins eðli að um leið og menn byrja að frysta kjötið þá fellur á það umtalsverður kostnaður. Sláturfélag Suðurlands er t.d. ekki heimilt að selja kjötið áfram og buðu þeir bændum að taka við kjötinu með tuttugu prósent afslætti frá verðskrá. Ég gæti alveg trúað því að við værum að tapa um fjórtán milljónum á viku.“ Hörður segir dýralækna vera að fara út fyrir sitt valdsvið með því að beita sér fyrir því að kjötið fari ekki á markað. „Það liggur ljóst fyrir að lögsaga hins opinbera líkur eftir að búið er að heilbrigðisskoða afurðirnar í sláturhúsi og dýralæknar hafa ekkert með það að gera hvað verður um afurðirnar í framhaldinu. Hörður segir að þó þessar átta undanþágur hafi verið veittar geri það lítið til að leysa þann mikla vanda sem verkfallið hefur í för með sér.
Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira