Forstjóri Landspítalans: Raunverulega hætta á því að einhver skaðist eða láti lífið Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2015 22:01 Páll Matthíasson. Vísir/Valli Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í pistli sínum á vefsíðu Landspítalans, að verkfall aðildarfélaga BHM geti dregið fólk til dauða. „Róðurinn er farinn að þyngjast allverulega og fyrir liggur að margir stjórnendur og starfsmenn eru orðnir mjög áhyggjufullir. Sífellt fleiri telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga okkar við þær aðstæður sem skapast hafa,“ segir Páll en verkfall fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á Landspítalanum hafa nú staðið í 32 daga. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans og ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga.“Önnur verkefni sem mega ekki dragast endalaust Hann segir að áríðandi sé að landsmenn og deiluaðilar geri sér ljóst að þó Landspítali veiti bráðaþjónustu séu önnur regluleg verkefni þess eðlis að þau megi ekki draga endalaust. „Mikilvægt er að árétta að þar sem greiningarrannsóknir hafa nú dregist úr öllu hófi hefur Landspítali ekki að fullu yfirsýn yfir þann sjúklingahóp sem hann sinnir og getur ekki tryggt að sjúklingum sé rétt forgangsraðað. Við óttumst því að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga.“ Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, hundruðum dag- og göngudeildakoma og þúsundum rannsókna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta eru ekki aðeins tölur á blaði heldur eru þarna að baki sjúklingar, oftar en ekki alvarlega veikir sem verða fyrir vaxandi óæskilegum áhrifum. Sem dæmi má nefna að þó að flestir skilji að ýmsar bæklunaraðgerðir geti beðið um tíma getur slíkt ekki gengið til lengdar, þjáningar sjúklinga vaxa eftir því sem biðin lengist og líkur á alvarlegum vandamálum aukast,“ ritar Páll. Hann bætir við að hvað meðferðum krabbameinssjúkra varðar þá sé staðfest að tafir hafi orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafi lengst fram úr hófi og rof hafi orðið í meðferð sjúklinga.Mikil hætta á ferð „Fleira mætti nefna en niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta er á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða, fyrir utan þann kvíða sem þetta óvissuástand veldur sjúklingum. Gæði þeirrar þjónustu sem er nú unnt að veita á Landspítala í yfirstandandi verkfalli eru umtalsvert lakari en alla jafna. Það er mat sérfræðinga okkar að raunveruleg hætta sé á að einhver hafi skaðast vegna afleiðinga verkfallsins, muni gera það eða jafnvel láta lífið.“ Páll segir að verkföll og vinnudeilur í heilbrigðisþjónustu séu afar flóknar í framkvæmd. „Í viðkvæmri og fjölbreyttri starfsemi eins og á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast.“ Verkfall 2016 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í pistli sínum á vefsíðu Landspítalans, að verkfall aðildarfélaga BHM geti dregið fólk til dauða. „Róðurinn er farinn að þyngjast allverulega og fyrir liggur að margir stjórnendur og starfsmenn eru orðnir mjög áhyggjufullir. Sífellt fleiri telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga okkar við þær aðstæður sem skapast hafa,“ segir Páll en verkfall fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á Landspítalanum hafa nú staðið í 32 daga. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans og ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga.“Önnur verkefni sem mega ekki dragast endalaust Hann segir að áríðandi sé að landsmenn og deiluaðilar geri sér ljóst að þó Landspítali veiti bráðaþjónustu séu önnur regluleg verkefni þess eðlis að þau megi ekki draga endalaust. „Mikilvægt er að árétta að þar sem greiningarrannsóknir hafa nú dregist úr öllu hófi hefur Landspítali ekki að fullu yfirsýn yfir þann sjúklingahóp sem hann sinnir og getur ekki tryggt að sjúklingum sé rétt forgangsraðað. Við óttumst því að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga.“ Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, hundruðum dag- og göngudeildakoma og þúsundum rannsókna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta eru ekki aðeins tölur á blaði heldur eru þarna að baki sjúklingar, oftar en ekki alvarlega veikir sem verða fyrir vaxandi óæskilegum áhrifum. Sem dæmi má nefna að þó að flestir skilji að ýmsar bæklunaraðgerðir geti beðið um tíma getur slíkt ekki gengið til lengdar, þjáningar sjúklinga vaxa eftir því sem biðin lengist og líkur á alvarlegum vandamálum aukast,“ ritar Páll. Hann bætir við að hvað meðferðum krabbameinssjúkra varðar þá sé staðfest að tafir hafi orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafi lengst fram úr hófi og rof hafi orðið í meðferð sjúklinga.Mikil hætta á ferð „Fleira mætti nefna en niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta er á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða, fyrir utan þann kvíða sem þetta óvissuástand veldur sjúklingum. Gæði þeirrar þjónustu sem er nú unnt að veita á Landspítala í yfirstandandi verkfalli eru umtalsvert lakari en alla jafna. Það er mat sérfræðinga okkar að raunveruleg hætta sé á að einhver hafi skaðast vegna afleiðinga verkfallsins, muni gera það eða jafnvel láta lífið.“ Páll segir að verkföll og vinnudeilur í heilbrigðisþjónustu séu afar flóknar í framkvæmd. „Í viðkvæmri og fjölbreyttri starfsemi eins og á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast.“
Verkfall 2016 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum