Innlent

Lögfræðingar hóta aðgerðum í Kópavogi

Linda Blöndal skrifar
Sýslumaður hafði fengið neitun um að veita tækifærisleyfi fyrir skemmtununum þann 4.maí frá undanþágunefndar lögfræðinga embættisins sem eru í verkfalli.
Sýslumaður hafði fengið neitun um að veita tækifærisleyfi fyrir skemmtununum þann 4.maí frá undanþágunefndar lögfræðinga embættisins sem eru í verkfalli. vísir
Stéttarfélag lögfræðinga innan BHM munu kæra Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu fyrir verkfallsbrot og mótmæla fyrir framan Kórinn í Kópavogi á laugardag dragi hann ekki til baka tvö skemmtanaleyfi sem hann gaf út fyrir bæinn vegna árshátíðar starfsmanna bæjarins og 60 ára afmælishátíðar nú um helgina, meðal annars stórtónleika í Kórnum.

Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu tók við bréfi fulltrúa BHM og lögfræðinga í dag þar sem skorað var á hann að draga til baka veitingu leyfanna.  Sýslumaður hafði fengið neitun um að veita tækifærisleyfi fyrir skemmtununum þann 4.maí frá undanþágunefndar lögfræðinga embættisins sem eru í verkfalli.

Sjá einnig: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók við bréfi

Engu að síður var leyfi veitt af sýslumanni sjálfum daginn eftir. Málin hafa hrannast upp í verkfalli lögfræðinga embættisins, eins og þinglýsingar sem snúa að brýnum sifjamálum, skilnaðarmálum og dánarbúum. 

Málafjöldinn er nálægt átta þúsund og umsóknir um undanþágur hafa undanfarið borist embættinu. Erna Guðmundsdóttirlögmaður BHM sagði í fréttum Bylgjunnar, furðu sæta að sýslumaður taki skemmtanaleyfi fram yfir önnur mál og lögfræðingur sé nauðugur einn kostur að fara í aðgerðir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×