Innlent

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók við bréfi

linda blöndal skrifar
Sýslumaðurinn þarf að svara mjög fljótlega þar sem um er að ræða árshátíð starfsmanna Kópavogsbæjar á morgun og 60 ára afmælishátíð bæjarins um helgina, meðal annars stórtónleika í Kórnum.
Sýslumaðurinn þarf að svara mjög fljótlega þar sem um er að ræða árshátíð starfsmanna Kópavogsbæjar á morgun og 60 ára afmælishátíð bæjarins um helgina, meðal annars stórtónleika í Kórnum. vísir/stefán
Fulltrúar BHM og Stéttarfélags lögfræðinga  funduðu með sýslumanni höfuðborgarsvæðisins nú áðan þar sem skorað var á hann að draga til baka veitingu leyfa fyrir skemmtihaldi um helgina í Kópavogi.

Sýslumaðurinn þarf að svara mjög fljótlega þar sem um er að ræða árshátíð starfsmanna Kópavogsbæjar á morgun og 60 ára afmælishátíð bæjarins um helgina, meðal annars stórtónleika í Kórnum. 

Í tilkynningu segir að, að öðrum kosti sé BHM nauðugur einn kostur að grípa til aðgerða. Sýslumaður hafði fengið neitun um að veita tækifærisleyfi fyrir skemmtununum þann 4. maí frá undanþágunefndar lögfræðinga embættisins sem eru í verkfalli.

Engu að síður var leyfi veitt af sýslumanni sjálfum daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×