Hræsni og hræðsluáróður að hóta verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2015 19:30 Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það hræsni og hræðsluáróður að verðbólga þurfi að fara á skrið verði orðið við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um hækkun lágmarkslauna. Félagið hafi enda samið við fjölda fyrirtækja að undanförnu sem telji kröfurnar sanngjarnar. Á Akranesi hefur verkfall um 600 karla og kvenna mikil áhrif á allt atvinnulífið. Þá kannski sérstaklega á stærsta fyrirtækið, HB Granda, þar sem á þriðja hundrað manns hafa verið í verkfalli í gær og í dag, ásamt tæplega tíu þúsund manns víðs vegar um landsbyggðina. Verkalýðsfélag Akraness hefur engu að síður gert kjarasamning við á annan tug fyrirtækja. Um hundrað manns vinna hjá þessum fyrirtækjum sem eru utan Samtaka atvinnulífsins. „Og allir hafa komið að fyrra bragði og allir hafa haft það á orði að þetta séu sanngjarnar og réttlátar kröfur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. En krafan er að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á þremur árum. Vilhjálmur gefur lítið fyrir fullyrðingar um að þessar launakröfur muni valda mikilli hækkun verðbólgu. „Þetta er skefjalaus hræðsluáróður af hálfu Samtaka atvinnulífsins og þennan söng kirja fulltrúar Seðlabankans með þeim,“ segir Vilhjálmur. Ef tugir milljarða í arðgreiðslur hafi ekki áhrif á verðbólguna geti nokkur hundruð milljónir í auknum launakostnaði varla haft mikil áhrif. Stóru verslunarfyrirtækin og útflutningsfyrirtækin þoli vel að verða við þessum launakröfum án þess að hækka verðlag. Þá gæti hræsni í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Miskunnarlaus hræsni. Einfaldlega vegna þess að það var samið við flugmenn 9. desember á síðasta ári upp á þriðja tug prósenta, 23,5 prósent að mig minnir. Þar eru flugstjórar í efsta þrepi, taktu eftir, að hækka um 310 þúsund krónur og sú hækkun er komin til flugstjóra innan tveggja ára,“ segir Vilhjálmur. Það sé bara hið besta mál þegar hópar nái góðum árangri. „En þetta sýnir hræsnina einfaldlega vegna þess að Björgólfur Jóhannsson er forstjóri Icelandair og einnig formaður Samtaka atvinnulífsins. Sem segir að við sem stjórnum íslenskri verkalýðshreyfingu séum óábyrgir í okkar nálgun með þeirri kröfugerð sem við erum með. En ég held að þessir ágætu menn ættu að líta í eigin barm,“ segir Vilhjálmur. Laun forstjóra og millistjórnenda hafi hækkað um hundruð þúsunda að undanförnu og mánaðarlaun þeirra talin í milljónum, seim einhverra hluta vegna hafi ekki áhrif á verðlag. Vilhjálmur segir að laun forstjóra Orkuveitunnar hafi t.a.m. hækkað um 90 prósent á sama tíma og vanda Orkuveitunnar sé varpað yfir á almenning með 50 – 70 prósenta hækkun orkuverðs. Þá hafi laun forstjóra Bláa lónsins, sem jafnframt sé formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hækkað úr þremur milljónum í 6,4 milljónir frá árinu 2011. „Svo kemur þetta ágæta fólk þegar verkafólk er að biðja um að lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur og segir: Þið eruð galin þetta mun setja íslenskt samfélag á hliðina,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það hræsni og hræðsluáróður að verðbólga þurfi að fara á skrið verði orðið við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um hækkun lágmarkslauna. Félagið hafi enda samið við fjölda fyrirtækja að undanförnu sem telji kröfurnar sanngjarnar. Á Akranesi hefur verkfall um 600 karla og kvenna mikil áhrif á allt atvinnulífið. Þá kannski sérstaklega á stærsta fyrirtækið, HB Granda, þar sem á þriðja hundrað manns hafa verið í verkfalli í gær og í dag, ásamt tæplega tíu þúsund manns víðs vegar um landsbyggðina. Verkalýðsfélag Akraness hefur engu að síður gert kjarasamning við á annan tug fyrirtækja. Um hundrað manns vinna hjá þessum fyrirtækjum sem eru utan Samtaka atvinnulífsins. „Og allir hafa komið að fyrra bragði og allir hafa haft það á orði að þetta séu sanngjarnar og réttlátar kröfur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. En krafan er að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á þremur árum. Vilhjálmur gefur lítið fyrir fullyrðingar um að þessar launakröfur muni valda mikilli hækkun verðbólgu. „Þetta er skefjalaus hræðsluáróður af hálfu Samtaka atvinnulífsins og þennan söng kirja fulltrúar Seðlabankans með þeim,“ segir Vilhjálmur. Ef tugir milljarða í arðgreiðslur hafi ekki áhrif á verðbólguna geti nokkur hundruð milljónir í auknum launakostnaði varla haft mikil áhrif. Stóru verslunarfyrirtækin og útflutningsfyrirtækin þoli vel að verða við þessum launakröfum án þess að hækka verðlag. Þá gæti hræsni í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Miskunnarlaus hræsni. Einfaldlega vegna þess að það var samið við flugmenn 9. desember á síðasta ári upp á þriðja tug prósenta, 23,5 prósent að mig minnir. Þar eru flugstjórar í efsta þrepi, taktu eftir, að hækka um 310 þúsund krónur og sú hækkun er komin til flugstjóra innan tveggja ára,“ segir Vilhjálmur. Það sé bara hið besta mál þegar hópar nái góðum árangri. „En þetta sýnir hræsnina einfaldlega vegna þess að Björgólfur Jóhannsson er forstjóri Icelandair og einnig formaður Samtaka atvinnulífsins. Sem segir að við sem stjórnum íslenskri verkalýðshreyfingu séum óábyrgir í okkar nálgun með þeirri kröfugerð sem við erum með. En ég held að þessir ágætu menn ættu að líta í eigin barm,“ segir Vilhjálmur. Laun forstjóra og millistjórnenda hafi hækkað um hundruð þúsunda að undanförnu og mánaðarlaun þeirra talin í milljónum, seim einhverra hluta vegna hafi ekki áhrif á verðlag. Vilhjálmur segir að laun forstjóra Orkuveitunnar hafi t.a.m. hækkað um 90 prósent á sama tíma og vanda Orkuveitunnar sé varpað yfir á almenning með 50 – 70 prósenta hækkun orkuverðs. Þá hafi laun forstjóra Bláa lónsins, sem jafnframt sé formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hækkað úr þremur milljónum í 6,4 milljónir frá árinu 2011. „Svo kemur þetta ágæta fólk þegar verkafólk er að biðja um að lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur og segir: Þið eruð galin þetta mun setja íslenskt samfélag á hliðina,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira