Sveitarfélögin fá ekki greitt af staðgreiðslu frá ríkissjóði Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2015 19:16 Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfall fjórtan stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna hófst og eru samningaviðræður þar í algeru frosti. Innheimta ríkissjóðs er í lamasessi og mikil reiði ríkir meðal ljósmæðra vegna þess að launagreiðslur til þeirra voru skertar um 60 prósent um mánaðamótin. Fyrstu verkföll BHM hófust hinn 7. apríl og nú þrjátíu dögum síðar eru um 2.300 félagsmenn enn í verkfalli, sem hefur víðtæk áhrif í heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu, hjá sýslumönnum og víðar svo eitthvað sé nefnt. Fundað var í deilunni á mánudag en nýr fundur hefur ekki verið boðaður. „Það er ekkert að koma frá ríkinu. Á meðan ekkert kemur frá þeim þá auðvitað gerist ekki neitt,“ segir Páll Halldórsson formaður saminganefndar BHM. Ríkið hafi heldur ekki gefið neitt fyrir þær hugmyndir sem BHM hafi lagt fram til lausnar deilunni. Það sé til lítils að funda á meðan staðan sé þessi. BHM á digra verkfallssjóði og fær fólk greitt laun úr þeim sjóði á meðan á verkfalli stendur. „Það er ekki vandamálið. Vandamálið er hins vegar að þurfa að standa í þessu. Því þetta er mjög erfitt fyrir marga, bæði auðvitað okkar félagsmenn en ekki síður og kannski enn frekar ýmsa sem verða fyrir barðinu á þessu verkfalli að ósekju,“ segir Páll. Og það er meðal annars mikið veikt fólk sem ekki nýtur þjónustu geislafræðinga og verðandi mæður sem ekki njóta þjónustu hátt í tvö hundruð ljósmæðra, sem funduðu í dag í verkfallsmiðstöð BHM. En reiði ríkir meðal þeirra vegna þess að 60 prósentum af launum þeirra allra var haldið eftir og því ekki greitt fyrir þá daga sem unnið var. „Og meira að segja ljósmæður sem eru ekki í verkfalli, í heilsugæslu eða sem starfa úti á landi, það var meira að segja tekin af þeim hálfur dagur þótt þær hafi kannski verið í vinnu,“ segir Elísabet Vigfúsdóttir ljósmóðir á Landspítalanum. Hún sagði ljósmæður eðli málsins samkvæmt horfa til ljóssins og væru bjartsýnar. Öll innheimta ríkissjóðs er í lamasessi en tuttugu og átta af þrjátíu og fjórum starfsmönnum Fjársýslu ríkisins eru í verkfalli. Nú fá sveitarfélögin að finna fyrir því. Þeirra hlutur af staðgreiðslunni verður ekki greiddur til þeirra. „Þetta eru mjög háar fjárhæðir. Þetta hætti núna um mánaðamótin. Þetta eru tuttugu til þrjátíu milljarðar sem greiða á út um miðjan mánuðin. Þannig að sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni,“ segir Þorvaldur Steinarsson deildarstjóri hjá Fjársýslunni. Hann segir að jafnvel þótt verkfallið hætti í dag tæki það langan tíma að vinna upp alla útreikninga og greiðslur hjá ríkinu. Þá fá fyrirtæki og almenningur enga greiðsluseðla frá ríkinu og reikningar frá ríkinu birtast ekki í heimabönkum sem til að mynda hefur áhrif á alla tollafgreiðslu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir næstu daga Hér má sjá samantekt yfir þau verkalýðsfélög sem boðað hafa til verkfalls næstu daga, náist ekki samningar. 5. maí 2015 10:20 Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). 5. maí 2015 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfall fjórtan stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna hófst og eru samningaviðræður þar í algeru frosti. Innheimta ríkissjóðs er í lamasessi og mikil reiði ríkir meðal ljósmæðra vegna þess að launagreiðslur til þeirra voru skertar um 60 prósent um mánaðamótin. Fyrstu verkföll BHM hófust hinn 7. apríl og nú þrjátíu dögum síðar eru um 2.300 félagsmenn enn í verkfalli, sem hefur víðtæk áhrif í heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu, hjá sýslumönnum og víðar svo eitthvað sé nefnt. Fundað var í deilunni á mánudag en nýr fundur hefur ekki verið boðaður. „Það er ekkert að koma frá ríkinu. Á meðan ekkert kemur frá þeim þá auðvitað gerist ekki neitt,“ segir Páll Halldórsson formaður saminganefndar BHM. Ríkið hafi heldur ekki gefið neitt fyrir þær hugmyndir sem BHM hafi lagt fram til lausnar deilunni. Það sé til lítils að funda á meðan staðan sé þessi. BHM á digra verkfallssjóði og fær fólk greitt laun úr þeim sjóði á meðan á verkfalli stendur. „Það er ekki vandamálið. Vandamálið er hins vegar að þurfa að standa í þessu. Því þetta er mjög erfitt fyrir marga, bæði auðvitað okkar félagsmenn en ekki síður og kannski enn frekar ýmsa sem verða fyrir barðinu á þessu verkfalli að ósekju,“ segir Páll. Og það er meðal annars mikið veikt fólk sem ekki nýtur þjónustu geislafræðinga og verðandi mæður sem ekki njóta þjónustu hátt í tvö hundruð ljósmæðra, sem funduðu í dag í verkfallsmiðstöð BHM. En reiði ríkir meðal þeirra vegna þess að 60 prósentum af launum þeirra allra var haldið eftir og því ekki greitt fyrir þá daga sem unnið var. „Og meira að segja ljósmæður sem eru ekki í verkfalli, í heilsugæslu eða sem starfa úti á landi, það var meira að segja tekin af þeim hálfur dagur þótt þær hafi kannski verið í vinnu,“ segir Elísabet Vigfúsdóttir ljósmóðir á Landspítalanum. Hún sagði ljósmæður eðli málsins samkvæmt horfa til ljóssins og væru bjartsýnar. Öll innheimta ríkissjóðs er í lamasessi en tuttugu og átta af þrjátíu og fjórum starfsmönnum Fjársýslu ríkisins eru í verkfalli. Nú fá sveitarfélögin að finna fyrir því. Þeirra hlutur af staðgreiðslunni verður ekki greiddur til þeirra. „Þetta eru mjög háar fjárhæðir. Þetta hætti núna um mánaðamótin. Þetta eru tuttugu til þrjátíu milljarðar sem greiða á út um miðjan mánuðin. Þannig að sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni,“ segir Þorvaldur Steinarsson deildarstjóri hjá Fjársýslunni. Hann segir að jafnvel þótt verkfallið hætti í dag tæki það langan tíma að vinna upp alla útreikninga og greiðslur hjá ríkinu. Þá fá fyrirtæki og almenningur enga greiðsluseðla frá ríkinu og reikningar frá ríkinu birtast ekki í heimabönkum sem til að mynda hefur áhrif á alla tollafgreiðslu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir næstu daga Hér má sjá samantekt yfir þau verkalýðsfélög sem boðað hafa til verkfalls næstu daga, náist ekki samningar. 5. maí 2015 10:20 Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). 5. maí 2015 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00
Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00
Verkfallsaðgerðir næstu daga Hér má sjá samantekt yfir þau verkalýðsfélög sem boðað hafa til verkfalls næstu daga, náist ekki samningar. 5. maí 2015 10:20
Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55
Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). 5. maí 2015 07:00