SA býður 28 þúsund króna launahækkun á þremur árum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 12:57 Formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins sýna sambandinu ósvífni með tilboði um hækkun dagvinnulauna með því að lengja dagvinnutímann og lækka álag á yfirvinnu um 30 prósentustig. Í bréfi sem Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins sendi aðildarfélögum samtakanna í gær segir hann forystumenn þeirra hafa boðið verkalýðsfélögunum allt að 20 prósenta launahækkun á næstu þremur árum. Þetta næðist fram með hækkun dagvinnulauna og breytingum á dagvinnutíma sem og álagi á yfirvinnu. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ákveðnar hugmyndir á samningafundum um helgina sem fælu í sér að lægsti kauptaxti hækkaði um 28 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Að öðru leyti áttu menn að fá einhver 8 prósent með því að lengja dagvinnubilið frá sex á morgnana til sjö á kvöldin og yfirvinnuálagið færi úr 80 prósentum (á dagvinnulaunin) í 50 prósent,“ segir Björn. Ákveðið hafi verið um helgina að ræða þessar hugmyndir á samningafundi sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun.Heldur þú að þetta sé innlegg sem geti leitt til lausnar á deilunni? „Nei. Tuttugu og átta þúsund krónur á lægsta taxta til þriggja ára er ekki eitthvað sem við erum tilbúin til að ræða. Við værum kannski tilbúin að skoða hlutina ef þetta væri til eins árs. Við höfum talað um 33 þúsundkall (á ári). Þannig að menn væru kannski að nálgast okkur ef við værum að tala um eitt ár. En þetta er algerlega út í hött og mér finnst hreinlega ósvífni hjá forráðamönnum Samtaka atvinnulífsins að vera með þetta í fjölmiðlum, þar sem við höfum haldið ákveðinn trúnað frá því á sunnudag,“ segir Björn. Þetta mál verði rætt í dag en Starfsgreinasambandið hafni alfarið þessum hugmyndum Samtaka atvinnulífsins.Tveggja sólarhringa verkfall 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefst á miðnætti.Þannig að það gerist ekkert í dag að þínu mati sem kemur í veg fyrir þá vinnustöðvun? „Það gerist ekkert í því í dag. Mér finnst að SA sé með þessu að ausa bensíni á eldinn og gera þessa deilu miklu harðari en hún þarf að vera og það er greinilega það sem þeir óska eftir,“ segir Björn.Heldur þú að þetta sé gert til að reyna að tvístra ykkur í verkalýðshreyfingunni? „Já og mér skilst líka að þeir séu að reyna að hafa áhrif inni á vinnustöðunum. Þeir eru þá að ganga í berhögg við vinnulöggjöfina,“ segir Björn Snæbjörnsson. Verkfall 2016 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins sýna sambandinu ósvífni með tilboði um hækkun dagvinnulauna með því að lengja dagvinnutímann og lækka álag á yfirvinnu um 30 prósentustig. Í bréfi sem Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins sendi aðildarfélögum samtakanna í gær segir hann forystumenn þeirra hafa boðið verkalýðsfélögunum allt að 20 prósenta launahækkun á næstu þremur árum. Þetta næðist fram með hækkun dagvinnulauna og breytingum á dagvinnutíma sem og álagi á yfirvinnu. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ákveðnar hugmyndir á samningafundum um helgina sem fælu í sér að lægsti kauptaxti hækkaði um 28 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Að öðru leyti áttu menn að fá einhver 8 prósent með því að lengja dagvinnubilið frá sex á morgnana til sjö á kvöldin og yfirvinnuálagið færi úr 80 prósentum (á dagvinnulaunin) í 50 prósent,“ segir Björn. Ákveðið hafi verið um helgina að ræða þessar hugmyndir á samningafundi sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun.Heldur þú að þetta sé innlegg sem geti leitt til lausnar á deilunni? „Nei. Tuttugu og átta þúsund krónur á lægsta taxta til þriggja ára er ekki eitthvað sem við erum tilbúin til að ræða. Við værum kannski tilbúin að skoða hlutina ef þetta væri til eins árs. Við höfum talað um 33 þúsundkall (á ári). Þannig að menn væru kannski að nálgast okkur ef við værum að tala um eitt ár. En þetta er algerlega út í hött og mér finnst hreinlega ósvífni hjá forráðamönnum Samtaka atvinnulífsins að vera með þetta í fjölmiðlum, þar sem við höfum haldið ákveðinn trúnað frá því á sunnudag,“ segir Björn. Þetta mál verði rætt í dag en Starfsgreinasambandið hafni alfarið þessum hugmyndum Samtaka atvinnulífsins.Tveggja sólarhringa verkfall 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefst á miðnætti.Þannig að það gerist ekkert í dag að þínu mati sem kemur í veg fyrir þá vinnustöðvun? „Það gerist ekkert í því í dag. Mér finnst að SA sé með þessu að ausa bensíni á eldinn og gera þessa deilu miklu harðari en hún þarf að vera og það er greinilega það sem þeir óska eftir,“ segir Björn.Heldur þú að þetta sé gert til að reyna að tvístra ykkur í verkalýðshreyfingunni? „Já og mér skilst líka að þeir séu að reyna að hafa áhrif inni á vinnustöðunum. Þeir eru þá að ganga í berhögg við vinnulöggjöfina,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira