Mayweather enn ósigraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2015 10:47 Vísir/Getty Floyd Mayweather sýndi enn og sannaði í nótt að hann er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Hann hafði þá betur gegn Manny Pacquaio á stigum og er því enn ósigraður á nítján ára atvinnumannaferli sínum í alls 48 bardögum. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikamaður sinnar kynslóðar og hann sjálfur vill meina að hann sé sá besti í sögunni. Fáir deila um að hann sé í hópi þeirra allra bestu sem stundað hafa íþróttina. Hann er nú handhafi allra stóru titlanna í veltivigt. Hann varði WBA, WBC og The Ring titlana sína og vann WBO-titilinn af Pacquaio. Bardaginn gaf af sér ótrúlegar tekjur en talið er að beinar tekjur af honum (miðasala, sjónvarpstekjur, matvörur og varniningur á staðnum) nemi 500 milljónum Bandaríkjadala - jafnvirði 65,5 milljarða króna. Talið er að Mayweather fái 23,5 milljarða króna í vasann fyrir kvöldið. Bardagans í nótt hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur Pacquaio lengi þótt einn fárra sem hafi getuna til að fella Mayweather af stalli sínum. Það gerðist ekki í nótt.Vísir/GettyBardagi þeirra stóð yfir í tólf lotur og þurfti því stigagjöf dómara til að fá niðurstöðu. Allir þrír dómararnir dæmdu Mayweather öruggan sigur. Hjá tveimur dómurum hafði sá bandaríski betur, 116-112, og 118-110 hjá þeim þriðja. Pacquaio, sem er frá Filippseyjum, var vel studdur af áhorfendum í Las Vegas. Hann ólst upp í fátækt en er nú einn þekktasti íþróttamaður heims, stjórnmálamaður í heimalandinu og vinsæll poppsöngvari þar að auki. Hann söng sjálfur lagið sem ómaði undir í innkomu hans fyrir bardagans. Hann náði góðu höggi á Mayweather í fjórðu lotu en átti erfitt með að vinna bug á andstæðingi sínum, sem varðist fimlega eins og hann hefur gert allan sinn feril. „Ég hélt að ég hafi náð fleiri höggum á hann en hann á mig. Stiganiðurstaðan kom mér verulega á óvart,“ sagði Pacquaio eftir bardagann en Mayweather hrósaði andstæðingi sínum. „Hann er erfiður. Ég þurfti að taka mér tíma og fylgjast afar náið með hverri hreyfingu,“ sagði Mayweather sem var í raun í bílstjórasætinu allan bardagann.Vísir/GettyÞjálfari Pacquaio, Freddie Roach, sagði eftir bardagann að sinn maður hafi meiðst á öxl þremur til fjórum vikum fyrir bardagann og það hafi háð honum í nótt. Hann hefur fengið bólgueyðandi sprautur síðustu vikurnar en fékk ekki leyfi til að fá sprautu fyrir bardagann í gærkvöldi, þótt hann hafi óskað þess. Mayweather á einn bardaga eftir af samningi sínum við bandarísku sjónvarpsstöðirnar CBS og Showtime og Mayweather sagði í nótt að hann ætlaði sér að berjast næst í september. Eftir það mun hann hætta. Ef hann vinnur síðasta bardagann sinn verður árangur hans 49 sigrar og ekkert tap. Rocky Marciano, sem keppti í þyngdarvigt á sjötta áratug síðustu aldar, státar af sama árangri og er eini heimsmeistari sögunnar í þeim þyngdarflokki sem aldrei tapaði bardaga. Box Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Floyd Mayweather sýndi enn og sannaði í nótt að hann er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Hann hafði þá betur gegn Manny Pacquaio á stigum og er því enn ósigraður á nítján ára atvinnumannaferli sínum í alls 48 bardögum. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikamaður sinnar kynslóðar og hann sjálfur vill meina að hann sé sá besti í sögunni. Fáir deila um að hann sé í hópi þeirra allra bestu sem stundað hafa íþróttina. Hann er nú handhafi allra stóru titlanna í veltivigt. Hann varði WBA, WBC og The Ring titlana sína og vann WBO-titilinn af Pacquaio. Bardaginn gaf af sér ótrúlegar tekjur en talið er að beinar tekjur af honum (miðasala, sjónvarpstekjur, matvörur og varniningur á staðnum) nemi 500 milljónum Bandaríkjadala - jafnvirði 65,5 milljarða króna. Talið er að Mayweather fái 23,5 milljarða króna í vasann fyrir kvöldið. Bardagans í nótt hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur Pacquaio lengi þótt einn fárra sem hafi getuna til að fella Mayweather af stalli sínum. Það gerðist ekki í nótt.Vísir/GettyBardagi þeirra stóð yfir í tólf lotur og þurfti því stigagjöf dómara til að fá niðurstöðu. Allir þrír dómararnir dæmdu Mayweather öruggan sigur. Hjá tveimur dómurum hafði sá bandaríski betur, 116-112, og 118-110 hjá þeim þriðja. Pacquaio, sem er frá Filippseyjum, var vel studdur af áhorfendum í Las Vegas. Hann ólst upp í fátækt en er nú einn þekktasti íþróttamaður heims, stjórnmálamaður í heimalandinu og vinsæll poppsöngvari þar að auki. Hann söng sjálfur lagið sem ómaði undir í innkomu hans fyrir bardagans. Hann náði góðu höggi á Mayweather í fjórðu lotu en átti erfitt með að vinna bug á andstæðingi sínum, sem varðist fimlega eins og hann hefur gert allan sinn feril. „Ég hélt að ég hafi náð fleiri höggum á hann en hann á mig. Stiganiðurstaðan kom mér verulega á óvart,“ sagði Pacquaio eftir bardagann en Mayweather hrósaði andstæðingi sínum. „Hann er erfiður. Ég þurfti að taka mér tíma og fylgjast afar náið með hverri hreyfingu,“ sagði Mayweather sem var í raun í bílstjórasætinu allan bardagann.Vísir/GettyÞjálfari Pacquaio, Freddie Roach, sagði eftir bardagann að sinn maður hafi meiðst á öxl þremur til fjórum vikum fyrir bardagann og það hafi háð honum í nótt. Hann hefur fengið bólgueyðandi sprautur síðustu vikurnar en fékk ekki leyfi til að fá sprautu fyrir bardagann í gærkvöldi, þótt hann hafi óskað þess. Mayweather á einn bardaga eftir af samningi sínum við bandarísku sjónvarpsstöðirnar CBS og Showtime og Mayweather sagði í nótt að hann ætlaði sér að berjast næst í september. Eftir það mun hann hætta. Ef hann vinnur síðasta bardagann sinn verður árangur hans 49 sigrar og ekkert tap. Rocky Marciano, sem keppti í þyngdarvigt á sjötta áratug síðustu aldar, státar af sama árangri og er eini heimsmeistari sögunnar í þeim þyngdarflokki sem aldrei tapaði bardaga.
Box Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira