Erlent

Birta tölvupósta Clinton í janúar á næsta ári

Atli Ísleifsson skrifar
Hillary Clinton vill verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum árið 2016.
Hillary Clinton vill verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum árið 2016. Vísir/AFP
Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur greint dómstól frá því að tölvupóstar Hillary Clinton sem hún sendi í tíð sinni sem utanríkisráðherra verði birtir í janúar á næsta ári.

Clinton hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki notast við ráðuneytistölvupóstfang sitt þannig að vista mætti tölvupóstana á netþjóni ráðuneytisins. Í stað þess sendi einungis pósta úr einkatölvupósti sínum.

Tímasetningin gæti reynst Clinton erfið þar sem hún hefur tilkynnt um forsetaframboð og forval Demókrataflokksins hefst einungis nokkrum vikum eftir væntanlega birtingu póstanna.

Í frétt BBC segir að 55 þúsund blaðsíður af tölvupóstum Clinton verði birtir.

Clinton afhenti ráðuneytinu sjálf tölvupósta af netþjóni sínum eftir að hafa fjarlægt þá sem hún flokkaði sem einkamál. Sagðist hún vilja að póstarnir yrðu birtir eins fljótt og auðið er.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×