Silungurinn er stútfullur af toppflugulirfu Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2015 14:51 Þetta er toppflugan sem við mælum með að veiðimenn hnýti undir næstu daga. Það hefur sýnt sig og sannað að það margborgar sig að fylgjast vel með náttúrunni og lífríkinu til að ná árangri í veiði. Þetta sýndi sig vel í gær við Elliðavatn sem dæmi en þrátt fyrir hvassa norðanáttina var hægt að gera góða veiði ef þekking á lífríkinu í vatninu er fyrir hendi. Krían flaug í tugatali lágt yfir öldunni undan vindi og hafði ekki undan að troða í sig toppflugulirfum. Þetta er glöggt merki að skipta yfir í flugu sem líkist toppflugunni og ekki er verra að kasta aðeins upp í vindinn. Það getur auðvitað verið pínu kúnstn og erfitt fyrir þá sem eru byrjendur í köstunum en þetta skilar árangri. Í gærkvöldi var veiðimaður sem þekkir vatnið vel búinn að ná um 25 fiskum, mest urriða, milli 20 og 22, allt á sömu fluguna. Leynibragðið var það sem er lýst að ofan, kasta upp í vindinn og láta fluguna reka með öldunni og halda bara í við hana. Það þarf að vísu að nota tökuvara en hann þarf ekki að vera mjög stór en breytir öllu því tökurnar eru grannar og veiðimaðurinn finnur ekki alltaf fyrir þeim. Skilyrðin eru svipuð í dag og við hvetjum veiðimenn til að prófa þetta því það var greinilegt í gær að fiskurinn var að troða sig út af toppflugulirfu því þessir fiskar sem umræddur veiðimaður fékk í gær voru allir sem einn gjörsamlega úttroðnir af púpunni. Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði
Það hefur sýnt sig og sannað að það margborgar sig að fylgjast vel með náttúrunni og lífríkinu til að ná árangri í veiði. Þetta sýndi sig vel í gær við Elliðavatn sem dæmi en þrátt fyrir hvassa norðanáttina var hægt að gera góða veiði ef þekking á lífríkinu í vatninu er fyrir hendi. Krían flaug í tugatali lágt yfir öldunni undan vindi og hafði ekki undan að troða í sig toppflugulirfum. Þetta er glöggt merki að skipta yfir í flugu sem líkist toppflugunni og ekki er verra að kasta aðeins upp í vindinn. Það getur auðvitað verið pínu kúnstn og erfitt fyrir þá sem eru byrjendur í köstunum en þetta skilar árangri. Í gærkvöldi var veiðimaður sem þekkir vatnið vel búinn að ná um 25 fiskum, mest urriða, milli 20 og 22, allt á sömu fluguna. Leynibragðið var það sem er lýst að ofan, kasta upp í vindinn og láta fluguna reka með öldunni og halda bara í við hana. Það þarf að vísu að nota tökuvara en hann þarf ekki að vera mjög stór en breytir öllu því tökurnar eru grannar og veiðimaðurinn finnur ekki alltaf fyrir þeim. Skilyrðin eru svipuð í dag og við hvetjum veiðimenn til að prófa þetta því það var greinilegt í gær að fiskurinn var að troða sig út af toppflugulirfu því þessir fiskar sem umræddur veiðimaður fékk í gær voru allir sem einn gjörsamlega úttroðnir af púpunni.
Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði