Lífið

Ágústa Eva í Eurovision?

Sunna Karen sigurþórsdóttir skrifar
Ekki liggur fyrir hvert hlutverk Ágústu verði í keppninni. Hvort hún verði áhorfandi eða verði íslenska hópnum til halds og trausts.
Ekki liggur fyrir hvert hlutverk Ágústu verði í keppninni. Hvort hún verði áhorfandi eða verði íslenska hópnum til halds og trausts.
Ágústa Eva Erlendsdóttir, söng- og leikkona, er á leið til Vínarborgar í Austurríki eftir helgi þar sem hún verður viðstödd Eurovision-keppnina. Hún greindi frá þessu á Snapchat.

„Það er svo langt síðan ég fór til Eurovision-lands, ég hlakka mjög mikið til. Ég held að það verði örugglega tekið á móti mér með kokteilum og litlum blómum,“ segir hún í einu myndbandinu og ýjar að því að Silvía Nótt verði með í för.

Ekki hefur náðst í Ágústu Evu í dag og því óljóst hvort hún verði með íslenska hópnum í keppninni. Sem kunnugt er keppti Ágústa í Eurovision árið 2006. Hún brá sér þá í líki Silvíu Nætur og ekki verður ofsögum sagt að hún hafi gert allt vitlaust, hér á Íslandi og ytra.

Myndböndin frá Ágústu má sjá hér fyrir neðan. 

Hér má sjá flutning Silvíu Nætur í Eurovision 2006.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×