Barist við hlið Palmyra Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2015 15:45 Bardagar eru nú sagðir geisa við rústirnar í Palmyra. Vísir/AFP Yfirmaður UNESCO hefur miklar áhyggjur af bardögum sem geysa nú á milli vígamanna Íslamska ríkisins og stjórnarhers Sýrlands nærri rústum borgarinnar Palmyra í Sýrlandi. Irina Bokova, ræddi við blaðamenn í Beirút í gær. Hún sagði að stríðandi fylkingar ættu ekki að nota minjar sem þessar í hernaðarlegum tilgangi. Talið er að fyrsta byggð hafi fyrst byrjað í Palmyra á milli tvö og þúsund árum fyrir krist. Þar er stór vin og samkvæmt al-Jazeera er talið að um hundrað þúsund manns sem flúið hafa átökin í Sýrlandi haldi til í og við rústirnar.Áður en borgarastyrjöldin hófst fyrir fjórum árum var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands. Rústirnar eru margar hverjar mjög heillegar, en flestar eru um tvö þúsund ára gamlar. Þær eru frá þeim tíma þegar Rómverjar stjórnuðu svæðinu, en Palmyra var miðstöð verslunar og menningar á svæðinu. Þar má með sanni segja að heimar hafi mæst og eru margar byggingar þar sem eru blanda af grísk-rómverskum byggingarstíl og persneskum.Óbætanlegur fjársjóðurAP fréttaveitan hefur eftir Bokova að hún hafi biðlað til ISIS og hersins að berjast ekki í rústunum. „Rústirnar hafa þegar skemmst í fjögurra ára átökum,“ sagði hún og bætti við að rústirnar væru í raun óbætanlegur fjársjóður sýrlensku þjóðarinnar og heimsins.Á síðustu árum er búið að ræna mörgum minjum úr rústunum og safni sem er þar. Þá hafa miklar skemmdir verið unnar á rústunum sjálfum. Koma íslamska ríkisins boðar ekki gott, þar sem þeir eru þekktir fyrir að eyðileggja fornar styttur sem þeir segja að hylli fölskum guðum. Þá gjöreyðilögðu samtökin tvær þúsunda ára gamlar rústir í Írak fyrr á árinu. Bokova sagði að aðgerðir sem þessar ætti að fordæma sem stríðsglæpi. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa beðið alþjóðasamfélagið um að koma rústunum til bjargar. Al-Jazeera segir að samkvæmt gervihnattamyndum hafi fornar minjar verið skemmdar á 290 minjasvæðum í Sýrlandi. ISIS eru nú sagðir flytja liðsauka frá nærliggjandi héruðum, en herinn mun vera að gera það einnig. Þar að auki segist herinn gera loftárásir gegn ISIS á svæðinu.Fyrir stríð var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands.Vísir/AFPHér má sjá myndband sem sýnir hve mikilfenglegar rústirnar í Palmyra eru. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15 „Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00 Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44 Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06 ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01 ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27 ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Yfirmaður UNESCO hefur miklar áhyggjur af bardögum sem geysa nú á milli vígamanna Íslamska ríkisins og stjórnarhers Sýrlands nærri rústum borgarinnar Palmyra í Sýrlandi. Irina Bokova, ræddi við blaðamenn í Beirút í gær. Hún sagði að stríðandi fylkingar ættu ekki að nota minjar sem þessar í hernaðarlegum tilgangi. Talið er að fyrsta byggð hafi fyrst byrjað í Palmyra á milli tvö og þúsund árum fyrir krist. Þar er stór vin og samkvæmt al-Jazeera er talið að um hundrað þúsund manns sem flúið hafa átökin í Sýrlandi haldi til í og við rústirnar.Áður en borgarastyrjöldin hófst fyrir fjórum árum var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands. Rústirnar eru margar hverjar mjög heillegar, en flestar eru um tvö þúsund ára gamlar. Þær eru frá þeim tíma þegar Rómverjar stjórnuðu svæðinu, en Palmyra var miðstöð verslunar og menningar á svæðinu. Þar má með sanni segja að heimar hafi mæst og eru margar byggingar þar sem eru blanda af grísk-rómverskum byggingarstíl og persneskum.Óbætanlegur fjársjóðurAP fréttaveitan hefur eftir Bokova að hún hafi biðlað til ISIS og hersins að berjast ekki í rústunum. „Rústirnar hafa þegar skemmst í fjögurra ára átökum,“ sagði hún og bætti við að rústirnar væru í raun óbætanlegur fjársjóður sýrlensku þjóðarinnar og heimsins.Á síðustu árum er búið að ræna mörgum minjum úr rústunum og safni sem er þar. Þá hafa miklar skemmdir verið unnar á rústunum sjálfum. Koma íslamska ríkisins boðar ekki gott, þar sem þeir eru þekktir fyrir að eyðileggja fornar styttur sem þeir segja að hylli fölskum guðum. Þá gjöreyðilögðu samtökin tvær þúsunda ára gamlar rústir í Írak fyrr á árinu. Bokova sagði að aðgerðir sem þessar ætti að fordæma sem stríðsglæpi. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa beðið alþjóðasamfélagið um að koma rústunum til bjargar. Al-Jazeera segir að samkvæmt gervihnattamyndum hafi fornar minjar verið skemmdar á 290 minjasvæðum í Sýrlandi. ISIS eru nú sagðir flytja liðsauka frá nærliggjandi héruðum, en herinn mun vera að gera það einnig. Þar að auki segist herinn gera loftárásir gegn ISIS á svæðinu.Fyrir stríð var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands.Vísir/AFPHér má sjá myndband sem sýnir hve mikilfenglegar rústirnar í Palmyra eru.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15 „Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00 Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44 Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06 ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01 ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27 ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15
„Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00
Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44
Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06
ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01
ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27
ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18