Körfubolti

Jöfnunarkarfa Pierce dæmd af og Atlanta í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Washington og Atlanta.
Úr leik Washington og Atlanta. vísir/getty
Atlanta Hawks og Golden State Warriors komust í úrslit Austur- og Vesturdeildarinnar í NBA-körfubolta með sigrum í nótt. Mikil dramatík var í leik Atlanta og Washington.

Atlanta hefur farið á kostum í vetur og var 45-39 yfir í hálfleik. Þeir héldu svo forystunni og þegar nokkrar sekúndur voru eftir var staðan 94-91 fyrir Atlanta.

Washington hélt í sókn, Paul Pierce setti niður þriggja stiga skot, en karfan var dæmt ógild vegna þess að á endursýningu sást að Pierce hafði ekki sleppt boltanum þegar flautan gall. Lokatölur 94-91, Atlanta í vil sem er komið í úrslit Austurdeildarinnar.

DeMarre Carroll skoraði 25 stig fyrir Atlanta, en þeir Paul Millsap og Jeff Teague skoruðu 20 stig hvor. Hjá Washington Bradley Bal frábær, en hann skoraði 29 stig og tók sex fráköst, en Atlanta mætir Cleveland í úrslitunum.

Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar skaust Golden State í úrslit með nokkuð þægilegum sigri á Memphis. Golden State var 58-39 yfir í hálfleik og vann að lokum þrettán stiga sigur, 108-95.

Stephen Curry var frábær í liði Golden State, eins og í allan vetur, en hann skoraði 32 stig og gaf tíu stoðsendingar. Marc Gasol skoraði 21 stig fyrir Memphis og tók fimmtán fráköst.

Curry í stuði: Þetta er bara of fallegt: Topp-5 í nótt:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×