Maradona: FIFA er eins og spillt mafía og Blatter er rotta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 16:45 Diego Maradona Vísir/Getty Diego Maradona er langt frá því að vera aðdáandi Sepp Blatter, forseta FIFA, og þessi knattspyrnugoðsögn lét yfirmann fótboltaheimsins heldur betur heyra það í nýju viðtali á CNN. Sepp Blatter sækist eftir sínu fimmta kjörtímabili sem forseti FIFA en kosið er um forsetastólinn í lok mánaðarins. Blatter er orðinn 79 ára gamall og hefur verið forseti FIFA frá 1998. „Við erum að tala fallegustu og ástríðufyllstu íþrótt í heimi og við erum að tala um að maðurinn sem stjórnar öllu er frystiklefi. Maður sem sem væri best geymdur inn í klaka," sagði Diego Maradona í viðtali við Becky Anderson á CNN. „Ég bið til guðs og móður minnar í himnaríki að ég fái einhvern tímann tækifærið til að koma þessum manni út úr FIFA og gefa fólkinu það sem það á skilið," sagði Maradona. Diego Maradona styður framboð jórdanska prinsins Ali Bin Al Hussein sem er annar varaforseti FIFA í dag. „Ég vil fá gegnsæi. Rottur komast inn allstaðar í heiminum og ein slík er forseti FIFA," sagði Maradona og talaði líka um FIFA sem spillta mafíu. „Ég vil binda enda á þessa spilltu samninga innan FIFA," sagði Diego Maradona en það má finna meira um viðtalið hér. FIFA og Sepp Blatter hafa mátt þola mikla gagnrýni ekki síst eftir að Rússland og Katar fengu úthlutað næstu tveimur heimsmeistarakeppnum. Það lítur út fyrir að það sé ekki allt sem sýnist hjá ríkasta og stærsta sambandi í heimi. FIFA Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Diego Maradona er langt frá því að vera aðdáandi Sepp Blatter, forseta FIFA, og þessi knattspyrnugoðsögn lét yfirmann fótboltaheimsins heldur betur heyra það í nýju viðtali á CNN. Sepp Blatter sækist eftir sínu fimmta kjörtímabili sem forseti FIFA en kosið er um forsetastólinn í lok mánaðarins. Blatter er orðinn 79 ára gamall og hefur verið forseti FIFA frá 1998. „Við erum að tala fallegustu og ástríðufyllstu íþrótt í heimi og við erum að tala um að maðurinn sem stjórnar öllu er frystiklefi. Maður sem sem væri best geymdur inn í klaka," sagði Diego Maradona í viðtali við Becky Anderson á CNN. „Ég bið til guðs og móður minnar í himnaríki að ég fái einhvern tímann tækifærið til að koma þessum manni út úr FIFA og gefa fólkinu það sem það á skilið," sagði Maradona. Diego Maradona styður framboð jórdanska prinsins Ali Bin Al Hussein sem er annar varaforseti FIFA í dag. „Ég vil fá gegnsæi. Rottur komast inn allstaðar í heiminum og ein slík er forseti FIFA," sagði Maradona og talaði líka um FIFA sem spillta mafíu. „Ég vil binda enda á þessa spilltu samninga innan FIFA," sagði Diego Maradona en það má finna meira um viðtalið hér. FIFA og Sepp Blatter hafa mátt þola mikla gagnrýni ekki síst eftir að Rússland og Katar fengu úthlutað næstu tveimur heimsmeistarakeppnum. Það lítur út fyrir að það sé ekki allt sem sýnist hjá ríkasta og stærsta sambandi í heimi.
FIFA Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira